Þriðjudagur, 3. júní 2008
Aumingja bangsi litli...eða hvað?
Er Púkinn einn um að finnast það vera svolítið órökrétt að það megi lögum samkvæmt skjóta hvítabirni, en síðan megi ekki nýta kjötið, því þetta sé friðuð dýrategund?
Það er dapurlegt að það skuli hafa þurft að skjóta dýrið, en var nokkuð annað hægt að gera í stöðunni? Stjórnvöld voru búin að klúðra málinu, með því að sjá ekki til þess að til væri í landinu búnaður til að ná svona dýrum lifandi. Fjölmiðlar voru búnir að auka hættuna með því að auglýsa tilvist dýrsins. Það var ekki hægt að vonast til að björninn myndi bara halda sig á ströndinni að veiða seli - það var ekki hægt að hætta á að dýrið réðist a fólk.
Var eitthvað annað hægt að gera eins og staðan var?
Það hefði verið gaman að ná dýrinu lifandi, skella því í búr og flytja það til óbyggðra eyja við norðurhluta Grænlands eða Kanada - nota tækifærið og gera svolítinn fjölmiðlasirkus úr þessu - svona til að reyna að bæta ímynd Íslands erlendis meðal þess hóps sem lítur svo á að Íslendingar séu hreinræktaðir villimenn.
Púkinn hefði samt alveg vilja þiggja góðan bita af birninum fyrst hann var skotinn - athuga hvort hann er eins góður og skógarbjörninn sem hann smakkaði eitt sinn á rússneskum veitingastað. Synda og skömm að fara svona með mat.
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála að það hefði verið betra ef það hefði verið hægt að bjarga bangsa og senda til síns heima eða þannig.
Leiðist samt alltaf þegar fólk er að setja sig í dómarasæti (sem þú gerir ekki :) ) og segja að fólk hafi sko brugðist rangt við, hefði átt að gera þetta en ekki hitt o.s.frv. Auðvelt að segja svona þegar maður er ekki á staðnum og þarf að taka ákvarðanirnar.
Minnir mig illilega á þegar bróðir minn veiktist alvarlega og ættingjar sem ekki voru á landinu gagnrýndu viðbrögð okkar hinna sem vorum til staðar og gerðum það sem við töldum vera best í stöðunni. Við höfðum sko að þeirra mati ekki brugðist rétt við, hefðum átt að gera þetta en ekki hitt o.s.frv. Arrg.
Þórhildur, 3.6.2008 kl. 19:17
Varðandi að það megi ekki nýta kjötið, snúast svona bönn ekki um að koma í veg fyrir að markaður skapist fyrir afleiðingar "óheppilegra ísbjarnaslysa"?
Fyrir friðaða dýrategund í útrýmingjarhættu finnst mér það mjög eðlileg varúðarráðstöfun.
Bjarni Rúnar Einarsson, 3.6.2008 kl. 19:38
jú, það er nú sjálfsagt rétt hvað markaðinn varðar.
Púkinn, 3.6.2008 kl. 19:44
Undarleg skoðanaskipti á þessari slóð....Ég sé fyrir mér fjölsótt grillpartý á Húsavík eða Skagaströnd, með grilluðum bjarnarrifjum,,,hehe
Og síðan ekkert meir.......
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 3.6.2008 kl. 20:59
Ég veit ekki til þess að samkvæmt lögum megi skjóta hvítabirni að öllu jöfnu.
Samkvæmt lögum um veiðar á villtum dýrum eru öll dýr friðuð allan ársins hring nema annað sé sérstaklega tekið fram eða umhverfisráðuneyti gefi út reglugerð sem léttir tímabundið friðun vissra dýra, eins og á við um fugla sem friðun er aflétt á til veiða tímabundið ár hvert, svo sem rjúpu og vissar tegundir andfugla.
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994064.html skoðið sérstaklega 16. grein sem fjallar um hvítabirni. Það að björninn var felldur sökum þess að menn óttuðust að týna honum á fjalli bendir til þess að björninn hafi verið á leið í burtu frá mannabyggðum og þar af leiðandi með ÖLLU óheimilt að fella dýrið.
Kjartan, 3.6.2008 kl. 22:21
Málið er að það var ekkert reynt, vettvangsstjórnun var klúðrað gersamlega; Allt málið er eitt stórt klúður.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:13
Hvítbjarnakjöt er meðal þess eitraðasta sem fyrirfinnst á jörðinni okkar sem leggja sér má til munns. Í fitulagi bjarnanna safnast upp eiturefnin og sá ég nýlega heimildarmynd þar sem fjallað var um ýmsa alvarlega skjúkdóma sem hrjá Grænlendinga vegna mikillar átu á ísbjarnakjöti.
En auðvitað er rökin sem hann Bjarni Rúnar leggur fram lang rökréttust.
Birgitta Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.