Hiugleiðingar um þorskinn

Cod(NOAA_pic_for_index)Nú er Púkinn ekki menntaður fiskifræðingur, en honum finnst nú samt ýmislegt skrýtið við þessa umræðu um stærð þorskstofnsins - það er eins og það eina sem skipti máli um vöxt og viðgang þorsksins séu veiðar manna.  

Hvað með framboð á fæðu fyrir þorskinn og aðrar aðstæður í sjónum?

Í fréttum hefur verið fjallað um hrun sandsílastofnsins og áhrif þess á fuglastofna.  Veiðar á loðnu hafa líka áhrif á fæðuframboðið.  Hvar er umfjöllunin um þetta?

Púkinn hefur líka heyrt að þangskógar undanströndum Íslands hafi rýrnað, hvort sem um er að kenna fjölgun ígulkera eða öðrum þáttum.  Þessir þangskógar veita væntanlega seiðum skjól og ef þeir hverfa kemst minna af seiðum upp - samt eru þessar hliðar aldrei ræddar í fjölmiðlaumfjöllun.  Það er einblínt á veiðarnar og einstaka sinnum þá róun sem hefur orðið á þorskinum vegna breytinga á genatíðni - genamengi þorskstofnsins í dag er öðruvísi en það var áður.

Er ekki þörf á að horfa á fleiri atriði


mbl.is Hrygningarstofn ætti að vaxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband