Vilja bankarnir veikja krónuna?

Það eru hugsanlega einhverjir sem furða sig á því af hverju krónan sé að veikjast.  Hún styrktist jú nokkuð hressilega eftir að fréttir bárust af því samkomulagi Seðlabanka Íslands við seðlabanka Norðurlanda, en sú hækkun er nú gengin til baka.

Hvers vegna?

Púkinn vill minna á eina einfalda staðreynd - eða tvær.

  • Bankar eru ekki góðgerðastofnanir.  Bankar taka ekki ákvarðanir með hagsmuni almennings í huga, heldur með sína eigin hagsmuni.
  • Bankar eru með verulega jákvæða gjaldeyrisstöðu.  Það er þeim því í hag að krónan veikist.  Við erum ekki að tala um neina smáaura hér, heldur tugmilljarða.  Það munar um minna á þessum síðustu tímum.

Það eru að sjálfsögðu ýmsar aðrar ástæður fyrir veikingu krónunnar.  Hrun jöklabréfamarkaðarins og viðvarandi viðskiptahalli eru þar efst á blaði, og það má rökstyðja að frekari veiking krónunnar sé ekki aðeins óhjákvæmileg, heldur beinlínis nauðsynleg.  Púkinn yrði til dæmis ekkert sérstaklega hissa þótt evran stæði í 130 kr í lok sumars.

Tól Seðlabankans eru frekar bitlaus, ríkisstjórnin mun fátt aðhafast af viti og bankarnir hafa hag af því að krónan veikist enn frekar.   Er í alvöru einhver hissa á þróuninni?


mbl.is Krónan veiktist um 0,95% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Það er um að gera fyrir allan almenning að taka stöðu gegn krónunni og fá sér Evrur í veskið. http://www.europeanweekly.org/images/features/euro-logotype.gif

B Ewing, 4.6.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: B Ewing

hmmm.. var ekki hægt að setja inn myndir í athugasemdir ?

B Ewing, 4.6.2008 kl. 17:24

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Baldur Fjölnisson, 4.6.2008 kl. 19:23

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bankarnir hafa lánað öllum plús hundinum í topp fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Síðan hafa þeir selt öðrum þetta pappíradrasl. Ég veit vel að rakettuvísindi eru flókin. Það þarf gífurlega mikla þolinmæði til að útskýra þau. Vilja pólitískar eignir bankanna slá 1000 milljarða til að pumpa upp markaðinn þegar hann verður í 3000 stigum? Aðeins tíminn getur leitt það í ljós.

Baldur Fjölnisson, 4.6.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Falli krónan áfram nú þá flytur það inn verðbólgu sem er algjörlega fatalt fyrir kerfi sem er með verðtryggðar skuldir. Þá verða húseignir þúsunda "underwater" það er standa ekki undir skuldum sem þýðir enn frekari niðurfærslu lánshæfis ríkisins og bankanna. Og svo framvegis. Kerfið hefur síðan tryggt eigin hrun með því að lokka marga í gengistryggð lán og fall krónunnar hefur sömu áhrif þar.

Baldur Fjölnisson, 4.6.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bankarnir felldu krónuna á fyrsta ársfjórðungi til að skapa sér gengishagnað til að búa til rekstrarniðurstöðu sem gæfi innherjum færi á að dömpa bréfum. Jafnframt bjuggu eignir þeirra í seðalbankanum og ríkisstjórn til samsæriskenningar um erlendar grýlur til að draga athyglina frá eigendum sínum og þeirra viðskiptum. Þetta liggur alveg fyrir. Hvers vegna er ekki opinber rannsókn í gangi? Þetta verður bara verra því lengra sem frá líður.

Baldur Fjölnisson, 4.6.2008 kl. 23:21

7 identicon

Nei blessaður komdu með samslæriskenninguna.... það er alltaf gaman að spá í svoleiðis hluti.  og hver segir að við getum ekki trúað þeim alveg eins og svikamylluni sem raunveruleikin er... þeas ef þetta er raunveruleikinn...

Komdu með hana

gfs (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband