Mánudagur, 9. júní 2008
Billjarður, ekki billjón
Í frétt mbl.is af nýjustu ofurtölvunni er sagt að hún ráði við eina billjón skipana á sekúndu. Þetta er rangt - hún ræður við einn billjarð reikniaðgerða á sekúndu - þúsundfalt meira en fréttin segir.
Þessi tölva, sem gengur undir nafninu Roadrunner hefur afkastagetu upp á 1 PetaFLOP, eða 1.000.000.000.000.000 skipanir á sekúndu (10E15)
Röðin er svona:
- MegaFLOP - milljón aðgerðir á sekúndu)
- GigaFLOP - milljarður aðgerða (amerísk billjón)
- TeraFLOP - billjón aðgerðir (amerísk trilljón)
- PetaFLOP - billjarður aðgerða (amerísk quadrilljón)
- ExaFLOP - trilljón aðgerða (amerísk quintilljón)
- ZettaFLOP trilljarður aðgerða (amerísk setilljón)
- YottaFLOP quintilljón aðgerða (amerísk septilljón)
Heimsins hraðasta tölva kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:09 | Facebook
Athugasemdir
Ætli þetta verði ekki lágmarkskröfurnar fyrir næstu endurholdun windows...?
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:56
Það eru greinilega skiptar skoðanir á því hvernig á að telja þarna uppi. Quadrillion þarna á milli?
http://is.wikipedia.org/wiki/St%C3%B3rar_t%C3%B6lur
Maelstrom, 18.6.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.