Að fóðra börnin á frönskum - hugleiðingar um ábyrgð foreldra

Hún er 18 mánaða, 15 kíló að þyngd - og borðar helst ekkert nema franskar kartöflur, súkkulaði og morgunkorn.

Púkinn gróf upp nokkrar myndir af barninu, sem má sjá hér:

Er þetta dæmi um vanrækslu um barni?  Á hið opinbera að grípa inn í ef foraldrar ala börn sín á óhollu fæði?

Flestir eru væntanlega sammála um að foreldrar verði að hafa vit fyrir börnum sínum þegar þau eru á óvitaaldri - það á ekki að leyfa börnunum að ráða hvað þau gera og mataræði fellur venjulega undir það.  Flestir foreldrar vilja börnum sína væntanlega bara hið besta - en þessari móður virðist standa nokkurn veginn á sama um mögulegar afleiðingar mataræðisins í framtíðinni. 

Það má vel vera að barnið verði með ónýtar tennur (hvaða heilvita foreldri leyfir 18 mánaða barni að drekka kók?), skemmd nýru, sykursýki og önnur vandamál sem fylgja offitu.

Það má líka vera að engar af þessum hrakspám rætist og stúlkan verði grönn, spengileg og heilsuhraust þegar hún eldist, þótt líkurnar séu sennilega ekki með því.

Spurningin er hins vegar - hversu langt má hið opinbera ganga í tilvikum eins og þessum?  Hefur það rétt til að skipta sér af?


mbl.is Alin upp á snakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst sorglegt þegar fólk elur börnin sín upp á ruslfæði og segir svo að það vilji engan annan mat!!!   Hvernig væri að hafa þetta ekki til á heimilinu?

Systir mín á 2ja ára son sem hefur aldrei fengið sælgæti og gosdrykki og borðar bara hollan mat, enda ekkert annað í boði. Hann er hraustur og skemmtilegur krakki.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Birgitta

Ég myndi flokka þetta sem vanrækslu. Ef barnið fengi ekkert að borða væru yfirvöld í fullum rétti, ef barnið fengi bara gras að borða væru yfirvöld kölluð til, af hverju ekki í þessu tilfelli?
Kemur mér reyndar á óvart að sjá að barnið er ekki feitara en þetta, ég átti von á svona súmóglímubarni.

Birgitta, 10.6.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Svarið er einfalt forsjárhyggja hefur aldrei skilað einu né neinu og hvað er hollt?  Ég er ekki viss um að við næðum samtöðu með það.  Það er líka önnur hlið á þessu og það er hið vaxandi vandamál átröskun.

Einar Þór Strand, 10.6.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Sem betur fer eru ekki allir sammála um að forsjárhyggja sé bara af því slæma. Við höfum eftirlit með hvernig umönnun barna er háttað og stundum eru yfirvöld neydd til að grípa inní. Ef foreldrar eyðileggja heilsu barna sinni með því að gefa þeim eiturlyf, áfengi eða vitlaust fæði, finnst mér það skylda yfirvalda að grípa inní.

Ásta Kristín Norrman, 10.6.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband