Kaþólska kirkjan á eftir að biðjast afsökunar á mörgu

Pius_ixPúkanum finnst hlálegt  þegar kaþólska kirkjan lýsir vandlætingu á hegðun annarra.  Hvernig er hægt að taka stofnun alvarlega sem vill taka mann í dýrlingatölu sem ber ábyrgð á barnsráni?

Fyrir 150 árum síðan, í júní 1858 ruddist lögreglan inn á heimili gyðingsins Salomone Mortara í Bologna og tók eitt barna hans - hinn sex ára Edgardo Mortara.

Hvers vegna?

Jú, nokkru fyrr hafði hann verið alvarlega veikur og var varla hugað líf.  Á heimilinu var fjórtán ára kaþólsk þjónustustúlka, sem hafði skírt barnið, án vilja eða vitundar foreldra hans.

Samkvæmt lögum kaþólsku kirkjunnar var barnið þá kaþólikki og gyðingar máttu ekki ala upp kaþólsk börn - jafnvel ekki sín eigin.  Því var gefin út tilskipun um að taka barnið frá foreldrum sínum og ala það upp í kaþólskum sið.

Bologna var á þessum tíma hluti Páfaríkisins, sem þýddi að hið veraldlega vald var í höndum kirkjunnar.  Það var hins vegar tekið að fjara undan kirkjunni á þessum tíma og hjá mörgum var þetta barnrán dropinn sem fyllti mælinn.  Svipuð tilvik höfðu átt sér stað áður, en ekki vakið athygli - vald kirkjunnar var of sterkt, en það var að breytast. 

Í konungsríkinu Piedmont, sem var um þessar mundir í forystu fyrir sameiningu Ítalíu var þessi atburður tekinn sem sönnun þess að veraldlegt vald kirkjunnar væri tímaskekkja sem ekki ætti að líða og er af mörgum talið hafa ráðið úrslitum um að önnur ríki hreyfðu ekki mótmælum þegar Piedmont lagði Páfaríkin undir sig með hervaldi ári síðar, en síðan hefur hið veraldlega vald kirkjunnar verið takmarkað við Vatikanríkið eitt.

Hvað varð um Edgardo?  Jú, þrátt fyrir kröfur foreldra hans og umheimsins neitaði kirkjan að skila honum - hann var "heilaþveginn", alinn upp sem kaþólikki, gerðist síðar prestur og dó 1940. 

Páfinn á þessum tíma var Pius IX - maður sem er verið að taka í dýrlingatölu, en fyrstu skrefin til þess voru tekin 1985 og 2000 af Jóhannesi Pál II páfa.  Hann iðraðist aldrei barnsránsins - þvert á móti sagði hann 1865:

Ég hafði rétt og skyldu til að gera það sem ég gerði fyrir þennan dreng og ef ég þyrfti þess, þá myndi ég gera það aftur.

Það hefur stundum tekið kaþólsku kirkjuna nokkrar aldir að biðjast afsökunar á misgjörðum sínum - það tók hana til dæmis 400 ár að lýsa iðrun yfir aftöku Giordano Bruno.  Ef til vill mun kirkjan biðjast afsökunar á barnaránum eftir nokkrar aldir - hver veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að taka þátt í því að upplýsa fólk um þessi mál, klárlega er grín Jóns Gnarr það allra allra allra síðasta sem kaþólikkar eiga að hneykslast vegna.
Ég segi það og skrifa að þetta bákn er mesta guðlast sem fyrirfinnst á jarðríki, hver sá maður sem segist trúa og gengur í þennan söfnuð hlýtur að vera óupplýstur með afbrigðum, sem er reyndar staða flestra sem telja sig kristna yfirhöfuð.

Disclaimer
Þó ég hafi nefnt guðlast þá táknar það ekki að ég telji guði til.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, það eru ótrúlegustu hlutir sem hafa gerst í skjóli valds og trúar í gegnum tíðina.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.6.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kaþólska kirkjan er sönnun þess að trúarbrögðin eru valdtæki. Listinn yfir hryllinginn er óendanlegur, alveg til dagsins í dag er þetta staðreynd.

Það er meira en hlálegt að fylgjast með glæpssamlegum sjálfbirgingshætti Kaþólsku kirkjunnar, það er móðgandi við allt sem gott er.

Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Um þetta og margt fleira óhugnanlegt er fjallað í heimildamyndaflokki í fjórum þáttum sem nefnist Secret files of the inquisition, sem þið finnið vafalaust á google video.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 13:24

5 Smámynd: corvus corax

Kaþólska kirkjan er einn stór skítahaugur sem hefur ekkert með trú að gera. Þetta mannanna verk er valdabaráttustofnun þar sem tryggt er að æðstiglæponinn sé elliært gamalmenni svo klæðskiptingarnir (kardinálarnir) geti haldið áfram að valdníða trúþrælana og verja barnaníðinga, vændissala og alls konar misyndislýð til tekjuöflunar fyrir báknið. Alltaf þegar eitthvað djöfullegt er nefnt til sögunnar dettur mér kaþólska mannfyrirlitningarstofnunin í hug.

corvus corax, 10.6.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Núverandi yfirsækó í Vatíkaninu var áður yfirmaður stofnunar sem tók við af rannsóknarréttinum, eins konar dæetútgáfa af honum. Það er furðulegt að horfa upp á kjölturakka héðan og þaðan koma enn í dag skríðandi á kviðnum á fund þessa rugludalls. Þannig útrýmir kerfið skipulega eigin trúverðugleika en hvers vegna veit ég ekki. Sennilega ættu geðlæknar að skýra það.

Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband