Miðvikudagur, 11. júní 2008
Svarthöfði, svartstakkar og aðrir
Þótt Púkinn eigi að mörgu leyti samleið með þeim aðilum í Vantrú sem stóðu fyrir Svarthöfðauppákomunni, þá er hann ekki að öllu leyti sammála aðferðinni. Það má túlka svona aðgerðir eins og menn líti þannig á að ekki eigi að taka trúarbrögð alvarlega - þau séu eitthvað til að gera grín að.
Þar er Púkinn ósammála - honum finnst trúarbrögð nefnilega vera alvarlegt vandamál - ein versta uppfinning mannkynsins frá upphafi. Að gera grín að trúarbrögðum er svona eins og að gera grín að fíkniefnanotkun, farsóttum eða þrælahaldi - það er einfaldlega ekkert fyndið við viðfangsefnið.
Púkinn vonast að sjálfsögðu til þess að mannkynið vaxi einhvern tíman upp úr því að telja sig þurfa á trúarbrögðum að halda, en líkurnar á því eru því miður minni en að trúarbrögð verði til þess að mannkynið útrými sjálfu sér.
Púkanum finnst það ekki heldur fyndið.
Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Hmmm...
...ég held að það megi ekki vanmeta vopnið sem háð er, því það er vissulega beitt vopn.
Fíkniefnaneysla er líka mun fyndnari en mansal - hvað eru til margir fyllerísbrandarar?
Ég hygg að það megi gera grín að öllu því sem fólk tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er ópíumneysla eða ópíum fjöldans -hinsvegar er rangt að gera grín að nauð fólks, mansali og öðru.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.6.2008 kl. 17:01
Stop the Nightmares
Elías Halldór Ágústsson, 11.6.2008 kl. 17:09
Grín og háð í trúarlegu samhengi getur að sjálfsögðu verið ákaflega beitt vopn í að afhelga fyrirbærið. Hvað eru þessir kallar (og þrjár kellur eða þar um bil) að reyna annað en að upphefja helgislepju með því að ganga í múnderingum milli tveggja húsa, ýmsir þeirra gullslegnir og með veldissprota af einhverju tagi fremst í fylkingunni?
Þegar Svarthöfði sjálfur væflast í kringum svona fylkingu fer allur heilagleiki úr labbinu og kippir mönnum rækilega niður á jörðina aftur.
Eftir standa fullorðnir menn í kjólum.
Jón Stefánsson, 11.6.2008 kl. 18:26
g er ekki að segja að það megi ekki hæðast að trúarbrögðum - þvert á móti tel ég þau eiga ekkert annað skilið. Málið er hins vegar að ég efast um að aðgerðir eins og þessi skili tilætluðum árangri, heldur lítur þetta bara kjánalega út í augum margra.
Púkinn, 11.6.2008 kl. 20:41
Grín getur virkað vel sem áróður gegn dogma og öðru rugli en það getur náttúrulega líka gefið ranga mynd af þeim ógnum sem af trúarbrögðum stafa.
Ég get vel samþykkt að kynþáttafordómar og annað slíkt sé ekki við hæfi, en að blanda trúarbrögðum inn í svona dæmi eins og hér að neðan er alger fásinna
Í XXV. kafla hegningarlaga, 233. gr. a, segir að hver sem með háði, rógi,
smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á hóp manna vegna þjóðernis
þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sæti sektum, varðhaldi eða
fangelsi allt að þremur árum. Ákvæðið var sett í lög vegna skuldbindinga
samkvæmt alþjóðasamningi um afnám alls kynþáttamisréttis.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.