Röntgensjón - að horfa gegnum föt

Nú er komin fram tækni sem leyfir notandanum að "horfa" gegnum föt og önnur efni, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Það sem er notað er svokölluð "Terahertz" tækni, en hún byggir á rafsegulbylgjum sem hafa hærri tíðni en örbylgjur, en lægri en innrautt ljós.

Þessar bylgjur fara auðveldlega í gegnum efni eins tau, pappa, tré og plast, en vatn og málmur stöðvar þær hins vegar.

Það eru reyndar fleiri not af þessari tækni en bara að horfa í gegnum föt farþega -  Þessi tækni getur hugsanlega komið í stað röntgengeisla í tannlæknastofum, þar sem hún er mun hættuminni.


mbl.is Gægjast gegnum föt farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband