Mánudagur, 16. júní 2008
Frekara gengisfall væntanlegt?
Það fór ekki mikið fyrir fréttinni um að sennilega yrði lítið um endurnýjun krónubréfa að ræða á næstunni., en þetta getur haft meiri áhrif en marga grunar.
Eitt af því sem skapaði núverandi erfiðleika í íslensku efnahagslífi var útgáfa þessara krónubréfa með tilheyrandi flæði gjaldeyris inn í landið, sem styrkti krónuna langt umfram það sem eðlilegt og heilbrigt gat talist. Þessi sterka króna gekk nærri útflutningsfyrirtækjunum, en sendi þjóðina á neyslufyllirí - pallbílar og flatskjáir flæddu inn í landið.
Núna er dæmið að snúast við - krónubréfin eru ekki endurnýjuð, þegar þau renna út, en það þýðir í raun flæði gjaldeyris úr landi, sem undir eðlilegum kringumstæðum mun veikja krónuna. Stóru endurnýjunardagarnir eru að vísu ekki fyrr en í haust en þá gæti vaxtalækkunarferli Seðlabankans verið hafið, sem mun draga úr áhuga fjárfesta á krónubréfum, þannig að allt er óvíst um hvort þau bréf verða endurnýjuð heldur.
Að mati Púkans er líklegast að krónan haldi áfram að síga og eigi eftir að falla um ein 10% í viðbót á þessu ári, sem að sjálfsögðu mun þýða verðhækkanir á innfluttum varningi sem sem aftur mun stuðla að samdrætti í neyslu.
Endurútgáfa krónubréfa ólíkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þar sem verðbólgan hérna er augljóslega amk. 20-30% þá þurfa erlendir fjárfestar í krónubréfum jafn augljóslega amk. 20-30% vexti. Frekari vaxtahækkanir seðlabankans virðast því eiginlega 100% öruggar, trúlega út næsta ár.
Baldur Fjölnisson, 16.6.2008 kl. 17:01
En styrkist ekki alltaf gengið aðeins í júlí við gjaldeyriskaup bankanna?
Baldvin Jónsson, 17.6.2008 kl. 01:32
LF, það er augljóst samband á milli vaxtastigs og verðbólgu. Þessa vegna ma. hafa stýrivextir seðlabankans verið miklu hærri en opinbera verðbólgan (sem fáir taka mark á). Núna segir hið opinbera okkur blákalt að verðbólgan sé 12% en viðurkennir jafnframt að hún sé 28% á ársgrundvelli miðað við síðustu þrjá mánuði og 18% á ársgrundvelli miðað við síðustu sex mánuði. Þannig að jafnvel opinbera verðbólgan er orðin hærri en stýrivextir seðlabankans. Ekki furða að krónubréfin hafi algjörlega stöðvast og krónan falli stöðugt og ekki fréttist neitt af 500 milljörðunum og fíflagangur Geirs Haarde sé farinn að minna á geðvonskuköst Dabba í denn. Ég sé því seðlabankann hækka vexti amk. út næsta ár til að reyna einhvern veginn að proppa upp krónuna. Geri þeir það ekki munu þúsundir íbúðareigenda lenda underwater með sitt húsnæði sem mun krassa lánshæfi bankanna og ríkissjóðs enn frekar.
Baldur Fjölnisson, 17.6.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.