Miðvikudagur, 18. júní 2008
Fer eldsneytislíterinn í 200 kr. á árinu?
Mörgum finnst sjálfsagt stutt síðan eldsneytislíterinn skreið í 100 kr., en nú sjá menn fram á að hann fari í 200 kr. á næstunni.
Eða hvað?
Eins og allir vita ákvarðast eldsneytisverð af nokkrum þáttum - olíuverði í dollurum, gengi krónunnar gegn dollara, álagningu olíufyrirtækja, en síðast en ekki síst, álagningu ríkisins.
Nú er Púkinn ekki að segja að ríkið eigi að hlaupa til og lækka álögur á eldsneyti - Púkanum finnst það af ýmsum ástæðum ekki endilega vera réttasta leiðin, en í samræmi við þá skoðun Púkans að íslensk stjórnvöld grípi ýmist til rangra aðgerða, eða grípi til réttra aðgerða á röngum tíma, þá kæmi það Púkanum ekki svo mikið á óvart þótt tilkynnt yrði um einhverja tímabundna lækkun álagningar á næstunni.
Eða hvað?
Munum við kannski sjá eldsneytislítrann fara vel yfir 200 kr. eftir allt saman?
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Athugasemdir
Ég sagði í vetur að líterinn færi í 200Kr í haust. Ég held ég verði að leiðrétta það... 300kr. í nóvember, segi ég
Jón Ragnarsson, 18.6.2008 kl. 16:43
rólegir.... hækkanir á olíuverði hefur aðallega verið undanfarið vegna spákaupmennsku. það dregur úr henni þegar hvítflibbarnir hætta að græða ... þetta skríður upp undir 200 kall.. fer síðan aftur niður í 160-170 og allir sáttir
Óskar Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 18:00
Ég held að miðað við gengisvísitölulækkun dagsins að við munum sjá díselolíuna á allavega 200kr í enda þessarar viku eða í næstu.
Guðni Þór Björgvinsson, 18.6.2008 kl. 18:27
Hvað ætli íslensku olíufélögin græði mikið á hækkun olíuverðs? Hvort er álagning þeirra föst krónutala eða föst prósentutala?
Ágúst H Bjarnason, 18.6.2008 kl. 19:45
föst krónutala.. olíufélögin tapa á hækkunum ef almenningur minnkar neysluna.
Óskar Þorkelsson, 18.6.2008 kl. 21:29
Púki, álögur ríkissins á elsdsneytisverð eru af tvennum toga, annars vegar virðiskaukaskattur, (og við skulum nú gera ráð fyrir að honum verði ekki breytt sérstaklega fyrir eldsneyti), og hins vegar eldsneytisgjald, eldsneytisgjaldið rennur óskipt til vegamála og stendur undir stærstum hluta uppbyggingingar þjóðvegakerfissins.
Eldsneytisgjaldið er föst krónutala á lítra um 40kr, þessu gjaldi var breytt úr hlutfalli af verði í fasta krónutölu til bráðabirgða vegna hækkandi eldsneytisverðs fyrir einhverjum 5 árum síðan.
Ef hlustað hefði verið á þá sem byrjuðu fyrst að tala um að lækka þennan skatt í vetur þá væri hann orðinn um 15kr á lítra í dag eða þar um bil og eftir nokkra mánuði horfinn. Hvaðan ætlum við þá að taka þessa 20 milljarða á ári sem þetta gjald skilar okkur í uppbyggingu vega.
Ég á eitt ráð handa þér Púki góður eins og öllum öðrum sem gráta undan þessi, leggðu bílnum og taktu fram hjólið, eða farðu oftar gangandi eða í strætó.
Kjartan, 18.6.2008 kl. 22:23
Kjartan - ég veit þetta mæta vel - og ég er ekki að kvarta ... reyndar geng ég til vinnu flesta daga - strætó kemur ekki til greina, því ég er með hundinn í för.
Púkinn, 19.6.2008 kl. 00:07
Ef fer svo fram sem horfir þá náum við 200 kr innan 4 vikna. og ekki væri ég hissa á að 250 kr um áramót.
Það undrar mig að stjórnvöld og skiplagsyfirvöld séu ennþá upptekinn í tvöföldun þjóðvega og byggingu mislægra gatnamóta, þar sem ég álít að við séum búinn að ná toppnum í notkun einkabílsins. Nær væri að mínum dómi að fara huga að uppbyggingu almannasamganga með rafmagnslestum, og fara leggja drög að uppbyggingu lestarkerfis hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu
haraldurhar, 19.6.2008 kl. 00:50
Já eiginlega eru straumar í gangi sem geta vel leitt til hækkanir á álögum á eldsneyti, eins og fram hefur komið frá vinnuhópi stjórnvalda um þessi efni.
Það geta verið (ríkisstjórnir ganga ekki svona langt ... enn) vegna notkun á CO2 kvóta, vegna kostnaðar sem tengist
Sumt af þessu yrði innheimt með öðrum hætti. Samgönguráðuneytið er að velta fyrir sér rukkun tengt því hvar og hvenær maður sé á ferðinni. Gjaldið stjórnist af mögulega af staðsetningartæki og svo athugun á umferðarþungu, mengun, hvort almenningssamgöngur séu í boði þar og þá og fleira. Önnur möguleiki væri að skattleggja öll gjaldfrjáls bílastæði. Og þriðja og mjúka leiðin að hvetja ( eða þvinga ) vinustaði til að búa sér til samgöngustefnu, eins og Mannvit (manvit.is ) hafa þegar gert, og Hanna Birna vill að fyrirtæki við Borgartún gera.
Bandarísk skýrsla sem ég vitnað í á blogginu, heldur því fram að dulinn kostnað af eldsneytisnotkun sé þegar 150 ISK / líterinn hærri en markaðsverðið. Auk þess koma óbeinni kostnað sem menn munu bera í framtíðinni.
En líklega fá þessi áform um hækkandi álögur að hvíla á meðan samfélagið venji sig við og vonandi aðlagi sér háa eldsneytisverðinu.
Meðal annars við að taka mark á því að samkeppnishæfni heilbrigðra samgangna afi batnað :-) ( Reiðhjól, ganga, almenningssamgöngur ) Og sumir munu samnýta bíla, sumir velja mengunarminni og eyðslugrennri bíl næst etc.
Morten Lange, 19.6.2008 kl. 01:08
Púki - það kemur mér ekkert á óvart að þú notir ekki strætó og ég hef grun um að þú notaðir hann ekki heldur þó þú værir með hundinn meðferðis þar sem það er sennilega sá ferðamáti sem tekur lengstan tíma að koma manni á áfangastað. Til dæmis er ferðatími fyrir mig frá heimili til vinnu 89 mínútur með strætó, 5-10 mínútur með bíl og eitthvað svipað á hjóli. Fyrir nokkrum árum var ég að vinna í Skógarhlíð og bjó þá upp við Vatnsenda en þá var tíminn 50 - 70 mínútur með strætó, 15 mín með bíl og 15 mín á hjóli.
En aftur að því sem ég nefndi áðan þá er ég alfarið á móti því að ríkið dragi úr eldsneytisgjaldi sökum hækkandi olíuverðs, því það er ekki langtímalausn. Ef gripið hefði verið til þess ráðs í upphafi værum við komin langt með að gera gjaldið að engu og hvert ætti þá að stefna? Niðurgreiðsla?
Kjartan, 19.6.2008 kl. 09:30
Ritaði lén Mannvits rangt ...
Hér er url að samgöngustefnu þeirra : http://www.mannvit.is/Mannvit/Samgongustefna/
Morten Lange, 21.6.2008 kl. 12:42
Hækkið álögur ríkisins á CO2 eldsneyti, metan líka. Löngu kominn tími fyrir íslendinga til að nota rafmagn til aksturs. Það verður ekki fyrr en við notum minna af olíu sem verðið fellur, það og íslensk olíuvinnsla sem manni skilst að sé ekkert allt of langt undan.
Árni Steingrímur Sigurðsson, 23.6.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.