Sunnudagur, 6. júlí 2008
Komið að skuldadögunum
Þegar allt stefnir í óefni leitar fólk að sökudólgi. Sumir kenna bönkum um - þeir hvöttu fólk til að taka lán til að fjármagna kaup á megnasta óþarfa, ýttu gengistengdum lánum að fólki þegar ljóst var að krónan var allt, allt of hátt skráð og stuðluðu að því að þrýsta húsnæðisverði upp úr öllu.
Aðrir kenna fjármálaspekúlöntum um - með fjárfestingum í jöklabréfum og öðrum tugmilljarðaviðskiptum mögnuðu þeir upp sveiflur í hagkerfinu.
Enn aðrir kenna þjóðinni sjálfri um - of margir hegðuðu sér eins og þeir væru að fá peninga gefins - hunsuðu varnaðarorð um stöðu krónunnar og fasteignabóluna. - slógu baralán og eyddu og eyddu.
Sannleikurinn er einhvers staðar þarna á milli - það er enginn einn sökudólgur.
Eiga erfitt með að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú bara einhver misskilningur.
Allavega er þetta í hrópandi mótsögn við Þessa frétt.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/31/helmingur_landsmanna_aetlar_til_utlanda/
kop, 6.7.2008 kl. 15:07
Hvernig stóð á því að fólk gat yfirhöfuð tekið lán sem hvaða hagfræðingur sem er hefði getað sagt því að væru glapræði ?
Hver bar ábyrgð á því ? Finnið hann og þá er sökudólgurinn fundinn.
Fransman (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 17:51
Segir ekki einhversstaðar að hver sé sinnar gæfu smiður? Er við nokkurn mann að sakast nema sjálfan sig þegar í óefni er komið. Á ekki fullorðið fólk með meðalgreind að geta sagt sér að það sé áhætta í því að skulda of mikið og einnig hitt að það kosti einfaldlega mikið að taka fé að láni.
Satt best að segja þá get ég ekki fengið mig til að vorkenna fólki sem hefur tekið húsnæði að láni, bílinn að láni, fellihýsið að láni og verður svo kjaftbit þegar allt er komið í þrot.
Vissulega hefur ríkisstjórnin og aðrir ekki staðið sig í stykkinu við að hafa vit fyrir fólki því það er jú vissulega þeirra hlutverk. En í grunninn er við sjálfan mann að sakast þegar maður dru..... upp á bak. Svo einfalt er það.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 21:39
Mig grunar að margt fólk hafi bakað sér þessi vandræði sjálft.
Sigurjón, 7.7.2008 kl. 02:09
Eggert, vissulega ber hver og einn ábyrgð á eigin vandamálum.
En þegar þér er seld vara (lán) sem seljandinn mátti vita að var stórlega gölluð, þá ber hann ábyrgð líka.
Fransman (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 07:54
Ég sé ekki alveg af hverju varan er gölluð. Húsnæðislán með fyrsta veðrétt í húsinu? 80% veðsetning? Hvernig getur bankinn klúðrað því? Mjög erfitt. Það er ekkert að vörunni, heldur er það einstaklingurinn sem blindaðist augnablik af góðærinu og ákvað að kaupa 70m einbýlishús í stað 30m blokkaríbúðar. Fengu sér síðan 16m jeppa (LandCruiser 200 anyone?) á 100% erlendum lánum. Höfum hann svartan líka þannig að það fari 7500 kall í bón á mánuði (alþrif, minna má það ekki vera).
Ég held að fyrst og fremst sé við einstaklingana að sakast.
Maelstrom, 7.7.2008 kl. 14:29
Rétt er það að hver er sinnar gæfu smiður og allt það. Enginn neyddi almenning að taka lán en lánastofnanir gerðu hvað sem þær gátu til að freista fólks. T.d. var yfirdráttarheimild mín hækkuð um 600.000kr. óumbeðið af bankanum mínum. Ég er viss um að aðgangur að auka 600þús freisti einhvers.
Karma (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.