Vinsælasti gagnagrunnur í heimi

Við Íslendingar eigum sennilega heimsmet (miðað við íbúafjölda) í því að eiga heimsmet miðað við íbúafjölda.

Eitt af okkar metum er að hér er vinsælasti gagnagrunnur í heimi (miðað við íbúafjölda að sjálfsögðu).  Þetta er að sjálfsögðu gagnagrunnurinn Íslendingabók, en rúmlega hálf íslenska þjóðin hefur beðið um aðgang að grunninum til að skoða ættir sínar og annarra.

Rúmlega hálf þjóðin......

Það er enginn annar gagnagrunnur í heiminum sem getur státað af neinu sambærilegu.  Púkinn getur ekki að því gert, en hann er pínulítið montinn.


mbl.is NBC fjallar um íslenskar erfðafræðirannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú mátt líka alveg vera montinn en gagnragrunnurinn mætti líka alveg vera meira opinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er gott að púkinn er montinn enda á hann dálítið í honum, ekki satt?

Marinó G. Njálsson, 22.7.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Púkinn

Meira opinn?  Tja, við höfum grunninn eins mikið opinn og við getum með góðu móti miðað við núverandi lög.  Ólíkt því sem gildir í öðrum löndum þá eru gilda sömu reglur um persónugreinanlegar upplýsingar um núlifandi einstaklinga og þá sem voru uppi fyrir mörgum öldum.

Púkinn, 22.7.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Einar Indriðason

Er hægt að segja sig úr þessum grunni?

Einar Indriðason, 22.7.2008 kl. 19:15

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það á að afnema þessi lög að þau gildi um fólk sem var uppi fyrir mörgum kynslóðum. Að mínu viti eru hefðbundnar ættfræðiupplýsingar ekki neinar persónuupplýdingar heldur upplýsingar um lýðhagi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er nýtt fyrir mér.. kannski ég athugi ættina bráðlega 

Óskar Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 20:28

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég skráði mig um leið og hef haft mikið gaman af! Takk púki!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:13

8 Smámynd: Kebblari

Þú átt miklar þakkir skilið fyrir þitt framlag til íslenskrar ættfræði og gera þau gögn sem þú hefur fengið aðgengileg öllum, þannig hreinlega nútímavætt ættfræðiskráninguna, sem allt í einu er opin öllum sem vilja gera athugasemdir við skráningar sem eiga við viðkomandi. Gera því rannsóknarvinnuna nákvæmari en ella. Flott líka hvernig þú samdir með þessum hætti við ÍE, fyrir hönd þjóðarinnar.

Kebblari, 23.7.2008 kl. 01:14

9 Smámynd: Iris

Þegar að ég hafði samband við einhvern hjá Íslendingabók fyrir svona 4 árum og spurði um möguleika þess að Vestur-Íslendingar gætu fengið aðgang fékk ég að vita að það væri verið að vinna í því. Aftur hafði ég samband svona 2 árum seinna og fékk sama svar. Hvernig er sú staða nú? Geta þau fengið aðgang í dag?

Það er nefnilega MJÖG mikil áhugi hjá Vestur Íslendingum að geta slegið upp í þessum gagnagrunni og afkomendur hafa haldið vel utanum alla ættfræði síðan að þeir fluttu út.

Iris, 23.7.2008 kl. 10:04

10 Smámynd: Púkinn

Vestur-Íslendingar .... þetta er ákveðið vandamál.

Fyrsta vandamálið er lagalegt - persónuverndarlögin setja ákveðnar hömlur á flutning á persónugreinanlegum upplýsingum úr landi.  Annað vandamál tengt þessu er hvernig hægt er að tryggja að réttur aðili fái aðgang.  Hér á Íslandi getum við leyst það á ásættanlegan hátt með því að senda aðgangsupplýsingar beint á lögheimili viðkomandi, en þann kost höfum við ekki hvað Vestur-Íslendinga varðar.

Annað vandamálið er jafnræði.  Núlifandi Vestur-Íslendingar eru almennt ekki í grunninum, þannig að spurningin er að hverjum þeir eiga að fá aðgang.  Ef þeir fá aðgang að íslenskum forfeðrum sínum á 19 öld, hafa þeir í raun mun víðtækari aðgang (vegna 3-kynslóða-til-baka-reglunnar) en Íslendingar.

Þriðja vandamálið er að Vestur-Íslendingar gætu verið komnir af mörgum vesturförum og gætu því átt rétt á aðgangi á mörgum stöðum - slíkt er ekki tæknilega einfalt sem stendur.  Það er hægt að leysa þetta vandamál með því að skrá þá sem sækja um aðgang og ættir þeirra, allt aftur til vesturfaranna og veita fólki síðan aðgang að sjálfu sér (eins og Íslendingum), en þetta er umtalsverð vinna.

Fjórða vandamálið er fjárhagslegt.  Það kostar pening að gera tæknilegu breytingarnar - þýða leiðbeiningar á ensku svo ekki sé nú talað um ef skrá þyrfti Vestur-Íslendingana sjálfa.  Þegar mest var unnu rúmlega 20 manns við Íslendingabók, en það hefur nú verið skorið niður í rúmlega tvo.   Það dugar til viðhalds á grunninum, auk þess sem hægt og rólega er verið að skrá inn upplýsingar á 18. öld (bændatölin 1735, 1753 og 1762 til dæmis), en ekkert meira.

Það eru ekki til peningar til að gera meira.  Það væri hægt að skrá meginhluta upplýsinga um Vestur-Íslendinga og veita þeim aðgang, en lauslega áætlað yrði kostnaður við það yfir 200 milljónir. 

Staðan er því miður sú að ekki er útlit fyrir að neitt berytist varðandi Vestur-Íslendinga í grunninum.

Púkinn, 23.7.2008 kl. 10:56

11 Smámynd: Billi bilaði

Gætu þeir ekki skráð þetta sjálfir og sent þér innlestrarskrár? <Klórar sér í höbbðinu>

Billi bilaði, 23.7.2008 kl. 11:18

12 Smámynd: Maelstrom

Vil nota tækifærið og þakka fyrir frábæran ættfræðigrunn! 

Hvað áttu við með &#39;hálf þjóðin&#39;?  Að 50% núlifandi Íslendinga með kennitölu sé með aðgang?

Það er rosalegt!  Væntanlega er lítið um að einstaklingar undir ?18 ára? aldri sæki um aðgang, né þeir sem ekki nota netið (líklega elsti aldurshópurinn), svo það er væntanlega erfitt að ná hærri þátttöku en þetta.  Glæsilegt!

 Það væri gaman að sjá aldursdreifingu á þeim sem hafa aðgang (eða á þeim sem hafa ekki aðgang).  Einhver séns að þú sýnir svoleiðis?

Maelstrom, 23.7.2008 kl. 18:13

13 Smámynd: Púkinn

> Að 50% núlifandi Íslendinga með kennitölu sé með aðgang?

Já - og reyndar vel rúmlega það.  Ef maður undanskilur þá sem eru undir 10 ára aldri (það eru mjög margir notendur milli 10 og 18 ára), þá er hlutfallið enn hærra - og fer yfir 75% í sumum aldurshópum.

Púkinn, 24.7.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband