Miðvikudagur, 24. september 2008
Hjólreiðastígar...huh!
Púkinn fer venjulega fótgangandi til vinnu, enda með hundinn sinn í för. Leiðin liggur að hluta meðfram hjólreiðastígnum við Lönguhlíð - ef hægt er að nefna hann því nafni, því hann er oft á mörkum þess að vera nothæfur sem slíkur.
Ástæðan er einfaldlega sú að íbúar nærliggjandi húsa nota stíginn sem bílastæði og til undantekninga heyrir að stígurinn sé hindranalaus - nánast alltaf eru einhverjir bílar á stígnum - og þessa dagana er jafnvel einn gámur þar.
Púkinn hefur aldrei orðið var við að neinn þessara bíla fái sektarmiða fyrir að leggja á hjólreiðastíginn, en honum er spurn - hvers vegna er Reykjavíkurborg að þykjast vera að leggja hjólreiðastíga hér og þar, en hirðir síðan ekkert um að halda þeim opnum fyrir hjólreiðafólki?
Er hagt að hringja í eitthvað númer til að leggja fram kvörtun - nú eða bara að láta draga bílana í burtu, eða eiga .þetta bara að vera þykjustuhjólreiðastígar?
Nýtt kort fæst gefins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já, þetta var fínt í smá tíma í sumar, nú nær ónothæft.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:06
Og ekki rutt á veturna og glerbrot ekki sópuð, dálítið "víst-gerum-við-eitthvað-fyrir-hjólreiðamenn"-legt að leggja þetta hjólastígabílastæðisfurðuverk.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 25.9.2008 kl. 10:19
Þarna skilur milli Feigs og Ófeigs. Það er auðvelt að leggja stubb af hjólastíg, það kostar bara peninga skattborgara. Það er meira mál að breyta stefnunni í málum hjólreiðamanna, því það kostar mikla vinnu þeirra sem eru kosnir.
Dáldið eins og munurinn á að kaupa kort í ræktina eða þurfa að mæta reglulega.
Þegar ég var hvað pirraðastur á þeim sem lögðu á hjólastíga hringdi ég í lögguna en það var vanþakklátt því löggan vill helst ekkert af þessu vita.
Kári Harðarson, 25.9.2008 kl. 12:20
Hjartanlega sammála. Bílar um stíga, stéttir og jafnvel þvert á götuhornum. Er kominn á franska hópferð, með veltum bílum, múrsteinum og sítrónum til að verjast táragasinu? Þá myndi löggan kannski svara erindinu : )
Arnar Pálsson, 28.9.2008 kl. 18:18
Það er með þetta eins og annað - lögreglan "sér ekki ástæðu til að aðhafast"
Púkinn, 7.10.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.