Gleymið öryggisráðinu!

Íslensk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að tilkynna strax í dag að hætt hafi verið við framboð Íslands til Öryggisráðsins - sem stendur verði skattpeningum Íslendinga eytt í aðra og þarfari hluti.

Við höfðum ekkert þangað að gera í upphafi og við eigum ennþá minna erindi þangað núna - það er nú ekki eins og við séum æskileg fyrirmynd um þessar mundir.

Að aflýsa framboðinu væru slæmar fréttir fyrir Kristínu Árnadóttur, kosningastjóra framboðsins ... en góðar fréttir fyrir afganginn af þjóðinni.


mbl.is Áhrif á framboð til öryggisráðsins óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Heyr!

Ágúst H Bjarnason, 7.10.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og.. heyr heyr :)

Óskar Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 13:35

3 identicon

Það átti að vera löngu búið að hætta við þetta helvítis öryggisóráð Sollu og ríkisstjórnarinnar....

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Viltu halda áfram með loftvarnirnar gegn rússunum?

Haukur Nikulásson, 7.10.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Maelstrom

Ekkert rugl.  Þetta framboð er að redda okkur láni frá Rússlandi á góðum kjörum.  Pútín sér hérna mjög ódýra leið til að afla sér vinaþjóðar í öryggisráðinu.

Þetta er strax farið að borga sig.  Setja meiri kraft í þetta strax.

Maelstrom, 7.10.2008 kl. 18:52

6 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Maelstrom kann að hafa nokkuð til síns máls .....

Árni Steingrímur Sigurðsson, 9.10.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband