Eru íslenskir námsmenn erlendis í útrýmingarhættu?

Gengisfall krónunnar undanfarið er mikið áfall fyrir íslenska námsmenn erlendis, enda eru námslán þeirra ekki bundin gjaldmiðli þess lands sem þeir stunda nám í.

Leiðrétting - jú, lánin munu víst vera bundin gjaldmiðlinum, en ekki á "opinberu" gengi Seðlabankans, heldur eru menn að fá gjaldeyrinn sinn á því gengi sem kreditkortafyrirtækjunum þóknast, þannig að vandamálið er til staðar - bara aðeins öðruvísi en Púkinn hélt...það er langt síðan Púkinn var blankur námsmaður.

Ef hér á Íslandi hefði verið "alvöru" efnahagsstjórn, hefðu námslánin átt að vera gengistengd við "opinbert" gengi, þannig að námsmenn þyrftu ekki að bíða upp á von og óvon eftir fréttum af gengi krónunnar til að sjá hvort þeir hafi efni á salti í grautinn næsta mánuðinn.

Ef ekkert er að gert, má búast við að einhverjir hrökklist úr námi - einstaklingar sem þjóðin hefði þurft á að halda, svona til lengri tíma litið, ef við viljum halda þekkingar- og menntunarstigi hér á landi viðunandi.

Púkinn hefur hins vegar fulla trú á því að í samræmi við þá stefnu sína að taka rangar ákvarðanir (eða réttar ákvarðanir á röngum tíma), muni stjórnvöld ákveða að gera ekki neitt.


mbl.is Evran dýr hjá kortafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyja Finnsdóttir

Þetta er reyndar alls ekki rétt. Námslán eru tengd gjaldmiðli í því landi sem maður stundar nám. Sjálf er ég námsmaður í Danmörku og hef það alveg ágætt, enda hafði ég vit á því að nýta mér tilboð bankanna um að fá yfirdrátt í dönskum krónum til að nota þar til ég fæ útborgað lánið mitt, í virði danskra króna, þegar önninni er lokið. Auðvitað þýðir þetta að sjálft lánið verður mun hærra í íslenskum krónum talið og meira til að borga til baka að náminu loknu. 

Þú getur lesið meira um þetta á lin.is

Freyja Finnsdóttir, 7.10.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það sem gerist er að námsmennirnir missa tenginguna við heimalandið. Það er því óvíst hversu mikið af námsmönnunum muni snúa aftur heim. Ég kom heim fyrir hálfu ári og er feginn því. Hefði ég verið að klára nám í dag hefði ég tekið mér starf úti og óvíst að ég hefði nokkurn tíman flutt heim. Slíkt tap á þjóðerni er eitthvert sárasta félagslega tap kreppunnar.

Héðinn Björnsson, 7.10.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: Katan

Ég er námsmaður í Ungverjalandi og þetta hefur gríðarleg áhrif á okkur hér.

Hérna fáum við reyndar lánin í evrum, ekki í ungverskum forintum.

Staðan sem er komin upp hjá okkur í dag er að Visa og mastercard eru að leggja auka á (eða evran og erl. gjaldmiðill ) kostar um helmingi meira. Það þýðir fyrir okkur íslendingana sem lifum á peningi sem við tökum út úr hraðbönkum að verðið á öllu í dag hefur hækkað meira en helming á einum degi.  

20 þús. forintur kostuðu áður 10 þús og skv. gjaldmiðlasíðu sem starfsmaður landsbankans notaði í dag, kostar núna um 12 þús ísl. EN þar sem við tökum út af debeti þá kostar 20 þús forintur 18 þús. íslenskar kr. !!

Ég spyr.. Hvað gerum við? Hrökklumst úr námi þar sem námslánin sem við fáum núna og þetta dæmi með visa og mastercard gerir það að verkum að við eigum ekki einu sinni fyrir leigunni.

Katan , 7.10.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Kolbeinn Karl Kristinsson

Ég er skiptinemi á Írlandi og ég bara veit ekki hvað ég á að gera. Ég borða bara morgunmat í öll mál. Ég þarf að borga 226,3577 kr fyrir hverja evru sem ég tek út með kortinu mínu hjá visa vegna þess að kortafyrirtækin eru ekkert með sama gengi og bankarnir og hvað þá sama gengi og seðlabankinn og það versta er að ég veit eiginlega ekki við hvern ég á að tala upp á að vita hvað er best fyrir mig að gera í þessari stöðu. Mér dettur helst í hug að stofna gjaldeyrisreikning, kaupa evrur af bankanum heima, og millifæra á írskan reikning sem ég myndi stofna.

Kolbeinn Karl Kristinsson, 7.10.2008 kl. 17:36

5 identicon

Ég er í Bandaríkjunum í námi. Ég er ekki í fullu námi þetta árið allavega og fæ engin námslán. Hins vegar er ég að vinna fjarvinnu í hlutastarfi fyrir íslenskt fyrirtæki og fæ borgað í krónum. Bara út af gengi hefur húsaleigan mín hækkað um 35 þúsund kall á þeim 2 mánuðum síðan ég byrjaði í námi. Sama gildir um allan kostnað við bíl, síma, mat og svo framvegis. Launin mín hafa í raun rýrnað niður í ekki neitt. Ég ætlaði að vinna með skólanum og vera í hálfu námi til að forðast það að klára með lán á bakinu og vegna þess að ég er með nógu margar einingar nú þegar til að þurfa ekki að vera í fullu námi. Það breytir engu um námshraðann því að suma kúrsa þarf að taka í réttri röð. Ef þetta heldur áfram svona þá sé ég hins vegar fram á að hafa ekki efni á að borga skólagjöldin með mínum íslensku krónum og þarf þá að fara í fullt nám og taka námslán. Ekki það að ég hafi neitt á móti námslánum en ég myndi þá sennilega enda í sömu aðstöðu og margir aðrir námsmenn eru að lenda í núna. Lánin þeirra hækka og hækka vegna gengi og þegar þeir loks klára skólann mun þeir vera með milljónir á bakinu sem þeir þurfa að borga af í ansi mörg ár, ef ekki alla ævi. Fyrir marga fer þetta að verða spurning um hvenær námið hætti að borga sig eða eins og Héðinn bendir á, hvort það borgar sig yfir höfuð að koma aftur heim.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Katan

Ég er sammála Kolbeini með það að maður veit ekkert hvert maður á að snúa sér. Það gat enginn ráðlagt mér í Landsbankanum, gátu ekki bent mér á neinn. Ég er farin a ðleita af skandinaviskum bönkum hérna í Ungverjalandi og ath. hvort að það borgi sig einhvern veginn að stofna reikning þar eða hvað..

Hvert á maður að snúa ?

Katan , 7.10.2008 kl. 18:11

7 identicon

Þessi munur á gengi bankanna heima og kortafyrirtækjanna er fáránlegur. Þeir réttlæta þetta með því að segja að svona hafi þetta lengi verið og vegna þess að aðstæður eru sérstakar núna komi þetta svona út. En ég velti fyrir mér á hvaða Gengi Visa eða Mastercard fá Evruna eða dollarann þegar þeir gera upp sín megin? Eru þeir að mokgræða á okkur við þessar aðstæður og neita bara að breyta þessu vegna þess að svona hefur þetta verið reiknað síðustu 5 ár? Mér þykir það frekar léleg afsökun. Samt er maður háður þessu ef maður er erlendis og vill yfir höfuð kaupa eitthvað í matinn. Það gæti verið að maður fá gengið sem er skráð hjá bankanum á Íslandi ef maður flytur pening yfir í gegnum swift á reikning hérna úti. En það er samt alls ekkert ódýrt heldur, þótt það borgi sig kanski eins og staðan er núna.

 Einnig vil ég leiðrétta aðeins það sem ég sagði hér að ofan. Kostnaðurinn við húsaleigu hjá mér hafði hækkað um 35 þúsund síðustu tvo mánuði þegar ég borgaði leiguna mína núna 1. okt. Ef gengið verður enn svona þegar ég þarf að borga aftur um næstu mánaðarmót þá yrði það samtals 86 þúsund króna hækkun, sem er rúmlega tvöföldun á tveimur mánuðum.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:37

8 Smámynd: Baldur

Ég var nú að byrja í námi í kaupmannahöfn núna í haust og var svo tortygginn á íslensku krónuna að ég setti sumarlaunin inn á gjaldeyrisreikning í evrum, stofnaði svo reikning hjá danske bank og fékk debit kort frá þeim og færði allt sem ég átti þangað í síðustu viku ,ekki mikið en upphæð sem ætti að sleppa þar til námslánið er greitt út eftir jólin. Ég sef því ágætlega á nóttunni.

Það er kannski erfiðara að komast inn í  bankakerfið í öðrum löndum, þekki það ekki, en þetta þarf ekki endilega að vera vandamál...

Baldur, 9.10.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband