Fimmtudagur, 9. október 2008
Tekur einhver Framsókn alvarlega?
"Faglegar ráðningar", segir Framsóknarflokkurinn.
Einmitt það já.
Þegar þetta kemur frá þeim flokki sem á sennilega met í að pota vanhæfum flokksgæðingum í feit embætti er nú eiginlega ekki hægt að taka þetta mjög alvarlega.
Heldur Framsókn virkilega að þjóðin muni ekki eftir þeirra "afrekum" í fortíðinni?.
Faglegan Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:39 | Facebook
Athugasemdir
Ekki gleyma lélegu "kosningaminni" kjósenda....
Einar Indriðason, 9.10.2008 kl. 13:12
Minn helsti ótti er sá að ef kemur til stjórnarkrísu og mögulega kosninga, að þá sé einfaldlega bara engin kostur góður kostur.
Hvaða aðrir 2 flokkar gætu mögulega unnið okkur úr þessu? Er ekki rétt að sjallarnir, sem að komu okkur nú í þessa stöðu í raun, taki ábyrgð og vinni okkur frá henni?
Segi þetta ekki bara í refsingarhugleiðingum. Segi þetta vegna þess að ég held að aðeins D og S listar hafi nægjanlegt bakland til að takast á við þetta
Baldvin Jónsson, 9.10.2008 kl. 13:14
Mér finnst einsog Sjálfstæðisflokkurinn sé dálítið eins og þessi náungi þessa dagana: http://www.theonion.com/content/node/52981
Elías Halldór Ágústsson, 9.10.2008 kl. 15:52
Bara svo það sé á hreinu þá er Sigríður Ingibjörg sagnfræðingur og hagfræðingur. Ágætis blanda held ég. Hins vegar sat hún í bankaráðinu og hefur nú sagt af sér. Í bankastjórninni þar sem eru þeir menn sem eru í fullri vinnu hjá bankanum, sitja hins vegar Davíð Oddsson og tveir aðrir sem virðast litlu hafa ráðið. Og svo því til haga haldið þá er það þannig að það var Halldór Ásgrímsson sem þá var forsætisráðherra sem setti Davíð Oddsson í embætti Seðlabankastjóra eða formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands eins og staðan heitir fullu nafni. Áður hafði Davíð látið breyta lögunum þannig að það væri forsætisráðherra sem skipaði Seðlabankastjóra en hann væri ekki kosinn af bankastjórninni eins og áður var. Nú vilja framsóknarmenn greinilega biðja fyrirgefningar og afláts á þeirra hlut í ruglinu. Kannski einhver taki það til greina.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 13.10.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.