Föstudagur, 10. október 2008
Skammaryrðið "Íslendingur"
Það er ekki gott að vera Íslendingur í útlöndum þessa dagana. Það er ekki vegna smávægilegra óþæginda eins og að kreditkortin séu hætt að virka - nei, það er vegna ímyndarhruns þjóðarinnar. Það er ekki litið á Íslendinga eins og hörkuduglega athafnamenn, tilbúna til að taka áhættu.
Nei - hin nýja ímynd þjóðarinnar er óprúttnir, vafasamir fjárglæframenn, sem best er að forðast.
Takk fyrir....eða þannig.
Hollensk stjórnvöld tryggja hag Icesave reikningshafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki laust við að maður fíli sig eins og fávita :-/
DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 07:53
Það er mikilvægt að koma því til skila að þetta var örlítið brot landa okkar sem kom okkur á kné. Vilhjálmur Bjarnason segir 20-30 manns. 30 manns af 300.000 landsmönnum er um 0,01%, er það ekki? Hvað gerðum við hin 99,99%?
Ágúst H Bjarnason, 10.10.2008 kl. 07:56
Well Ágúst það er bara rosalega rosalegt að örfáar hræður á blankskóm geti sett heila þjóð aftur á miðaldir.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:16
Það getur vel verið að sumum líði eins og hálfvitum, en ég ætla sko ekki að láta þetta hafa áhrif á mig. Ég er líka íslendingur í útlöndum.. hérna er hlegið að íslendingum, en íslendingar voru líka kallaðir morðingjar þegar ísbirnirnir voru drepnir. Allir múslimar eru hryðjuverkamenn, allir grænlendingar eru alkoholistar...það þarf víst ekki að segja meir. Ég er stolt af því að vera íslendingur, en skammast mín fyrir þessa nokkra gæja sem héldu að þeir gætu yfirtekið allan heiminn með græðgi!!
Dóra Þorleifsdóttir, 10.10.2008 kl. 09:58
Er ekki hlutverk stjórnvalda að koma í veg fyrir að menn geti slíkt, með því t.d. að setja þeim eðlilegar skorður í lögum sem er síðan framfylgt af festu? Það er kannski ekki skrýtið þó það hafi misheppnast þegar dómsmálaráðherrann er með eintóma leyniþjónustustarfsemi á heilanum. Og Fjármálaeftirlitið hefur augljóslega verið allt of máttlaust áður en neyðarlög voru sett sem færa því nánast alræðisvald yfir stórum hluta eigna þjóðarinnar! Þetta kallast að fara öfganna á milli, en þeir sem haga sér þannig þykja jafnan ekki mjög trúverðugir.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.