Mánudagur, 13. október 2008
Þegar blóðið flæðir um göturnar...
Einn af þekktari fjárfestum heims sagði eitt sinn að rétti tíminn til að fjárfesta væri þegar blóðið flæddi um göturnar - þegar allir væru uppfullir af vonleysi og svartsýni og eignir væru á útsölu.
Philip Green virðist fylgja þessari stefnu og lífeyrissjóðirnir eru nú að horfa til þess sama. Það er þó full ástæða til að fara varlega - þótt hlutir hafi fallið í verði er engan veginn víst að þeir geti ekki fallið enn frekar. Íslendingar mega ekki við því að lífeyrissparnaður þeirra sé settur í neitt nema fullkomlega traustar fárfestingar.
Lífeyrissjóðir skoða Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áður en þessi frétt birtist hér á mbl.is skrifaði ég þetta annars staðar hér á Moggablogginu:
Best væri ef skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingu til Íslands nú yrðu betra eftirlit og strangari leikreglur hvað ábyrgðir íslenska ríkisins erlendis snertir, gott aðhald í ríkisfjármálunum, bankarnir hér verði seldir fljótlega aftur og byggðir upp með dreifðri eignaraðild, til dæmis lífeyrissjóða og einstaklinga.
Íslensk fyrirtæki þurfa á fé lífeyrissjóðanna að halda og það gengi að sjálfsögðu ekki að senda 12% af launum landsmanna úr landi í hverjum mánuði.
Þorsteinn Briem, 13.10.2008 kl. 15:35
Það má heldur ekki fara svo geyst í að selja bankana að þeir fari þegar verð á hlutabréfum eru á botninum. Viljum við fá eittvað upp í skuldirnar, verðum við að selja á réttum tíma.
Villi Asgeirsson, 13.10.2008 kl. 16:20
Villi. Við eigum bæði ríkið og lífeyrissjóðina. Íslenska ríkið yfirtók bankana og lífeyrisþegar fá sínar greiðslur bæði frá ríkinu og lífeyrissjóðunum, þeir sem hafa greitt í þá á annað borð. Ellilífeyrisþegi, sem fær eingöngu greiðslur frá ríkinu, fær núna 150 þúsund krónur á mánuði og því meira sem lífeyrisþegar fá greitt úr lífeyrissjóðunum, því minna greiðir ríkið í lífeyri. Skerðingin er þó ekki 100%.
Lífeyrisþegar greiða 4% af heildarlaunum sínum í lífeyrissjóð og atvinnurekendur 8% á móti, þannig að bæði launþegar og atvinnurekendur eiga sæti í stjórn lífeyrissjóðanna og ákveða hvar sjóðirnir fjárfesta. Þeir reyna að sjálfsögðu að dreifa áhættunni og íslensk fyrirtæki þurfa ekki síður en erlend á fé að halda til að byggja jafnt og þétt upp sína starfsemi. Og ef engin eru fyrirtækin eru heldur engir launþegarnir.
Hér þarf einnig að vera bankastarfsemi, hún getur að sjálfsögðu skilað hagnaði, góðum og jöfnum greiðslum til íslenskra lífeyrisþega. Með lægra gengi krónunnar stóraukast tekjur íslenskra fyrirtækja fyrir útflutning á vöru og þjónustu, til dæmis sjávarafurðum, tækjum til veiða og fiskvinnslu, stoðtækjum, lyfjum, hugbúnaði, tölvuleiknum EVE Online, ferðaþjónustu, til að mynda sjóstangveiði og hvalaskoðunarferðum. Hér verða reist fleiri hótel á næstunni, veitingastaðir selja erlendum ferðamönnum mat og drykk, íslenskar landbúnaðarafurðir, og Icelandair flytur þá til og frá landinu.
Þar að auki munu vextir lækka hér á næstunni og því verður á margan hátt auðveldara að reka íslensk fyrirtæki en undanfarin ár. Og það er engin ástæða fyrir eigendur bankanna, til dæmis lífeyrissjóði, að ráða fjárglæframenn til að stjórna bönkunum.
Þorsteinn Briem, 13.10.2008 kl. 17:16
Eignir eru í raun þess virði sem fæst fyrir þær þegar þær eru seldar... svo einfallt er það...
Kebblari, 13.10.2008 kl. 17:35
Steini er snilli það verður ekki frá honum tekið, annars er gott að flýta sér hægt eins og púkinn bendir á. Um að gera að staldra við og líta yfir farin farin veg og breyta til bæði í mannskap og regluverkinu, hugarfar og ný hugmyndafræði er nauðsynleg til breytinga.
það virkar afar undarlega á mig þegar sama fólk er í stjórn fjármálafyrirtækja og eftirliti fjármála, einkar og sérstaklega að eftirlitsfólkið hefur þá atvinnu að hafa innra eftirlit með sjálfu sér.
Fríða Eyland, 14.10.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.