Þriðjudagur, 14. október 2008
Fjármálakreppan og bandarísku kosningarnar
Púkinn er nokkuð sannfærður um að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar skoða yfirstandandi atburði munu þeir komast að þeirri niðurstöðu að efnahagskreppan hafi haft úrslitaáhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Málið er bara að þau áhrif gætu orðið á hvorn veginn sem er. Ef núverandi stjórnvöldum tekst að sleppa fyrir horn, bjarga bönkunum og ná bandaríska hlutabréfamarkaðinum upp úr þeirri lægð sem hann er í, þá gæti það orðið til þess að repúblikanar myndu sigra eftir allt saman - og heimurinn sæti upp með "trúarnöttara" í embætti varaforseta - hársbreidd frá valdamesta embætti heims.
Það er hins vegar nokkuð ljóst að húsnæðiskreppan í Bandaríkjunum mun ekki leysast fyrir kosningar og milljónir Bandaríkjamanna munu (með réttu eða röngu) láta reiði sína bitna á núverandi valdhöfum og kjósa demókrata, en það gæti fleytt Obama í forsetastólinn.
Púkinn er að vísu á þeirri skoðun að það sem Bandaríkin þyrftu á að halda væri að kjósa Ralph Nader til forseta, en af þeim tveim kostum sem eru raunhæfir er Obama nú sennilega illskárri.
250 milljarðar dala til bandarískra banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Facebook
Athugasemdir
Bússi lýsir bara yfir stríði við einhverja sem hann skuldar og bjargar þannig fjárlagahallanum og frestar kosningum þannig að Demókratar komist ekki til valda...
Billi bilaði, 14.10.2008 kl. 11:01
Billi, þú veist ekki hvað þú hittir nærri marks. Lög í BNA eru einmitt þannig.
Árni Steingrímur Sigurðsson, 14.10.2008 kl. 12:34
Nader segirðu? Talandi um trúarnöttara.
Rúnar Óli Bjarnason, 17.10.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.