Krísa útflutningsfyrirtækjanna.

Innflutningur til landsins er í hættu vegna gjaldeyrisskorts og af þeim sökum hefði mátt búast við að stjórnvöld myndu gera allt sem þau gætu til að liðka fyrir aðstreymi gjaldeyris til landsins.

Sú er þau ekki raunin og ástandið er að komast á það stig að útflutningsfyrirtæki munu brátt hætta að flytja gjaldeyri til landsins, heldur bara leyfa honum að safnast fyrir á reikningum erlendis.

Ástæða þess er einfaldlega sú að útflutningsfyrirtækin fá ekki fyrirgreiðslu til að senda hluta þess gjaldeyris sem þau afla aftur úr landi - fá ekki að greiða erlendum starfsmönnum laun eða greiða birgjum sínum erlendis.

Það gildir einu þótt um sé að ræða gjaldeyri sem fyrirtækin eiga þegar liggjandi á reikningum á Íslandi eða aðeins sé um að ræða örlítið brot þess gjaldeyris sem fyrirtækin afla.  Nei, sökum þess að fyrirtækin stunda ekki innflutning á nauðsynjavöru eins og mat, lyfjum eða eldsneyti fá þau ekki fyrirgreiðslu.

Viðbrögð fyrirtækjanna eru auðvitað fyrirsjáanleg - til hvers ættu fyrirtæki sem afla gjaldeyris að flytja hann hingað, ef þau fá ekki að nota hluta hans til að geta viðhaldið eðlilegum rekstri?  Af hverju ekki bara leyfa honum að sitja á reikningum erlendis eða hjá erlendum dótturfyrirtækjum?

Afleiðingin mun á endanum verða sú að minni gjaldeyrir berst hingað, en það er síst af öllu það sem þjóðarbúið þarf á að halda þessa dagana.


mbl.is Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Asskoti hljómar þetta sannfærandi. Augljóst eiginlega. Evrur í banka eru bara tölur og hafa því ekkert með seðlakrísu að gera. Frjálst flæði, eða því sem næst, er algert grundvallaratriði ef við viljum koma á einhverju sem líkist eðlilegu ástandi.

Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessa sögu hef ég sagt annars staðar á Netinu:

Fyrir hundrað árum eða svo kom maður nokkur á sveitabæ að kveldi til. Húsfreyja lofaði honum að sofa hjá hjónunum, því hjónarúmið var eina rúmið á bænum. Bóndi kvartar hins vegar fljótlega undan þrengslum í rekkjunni en þá segir gestur si svona við bónda: "Það lagast! Það lagast!"

Margt má af þessari sögu læra, til að mynda það að gæðum er misskipt í heiminum og þau eru ekki ótakmörkuð en hægt er að leysa öll mál svo vel fari.

Þessa dæmisögu "var sagt mér af" Biblíusögukennaranum mínum, tengdaföður Svavars Akureyrarklerks, þegar ég var tíu vetra gamall. En "ég var ekki alveg að skilja" þessa dæmisögu fyrr en ég var orðinn hringjari og stígvélavörður í Húsabakkaskóla.

Þorsteinn Briem, 15.10.2008 kl. 14:28

3 Smámynd: Stefán Jónsson

Þetta er náttúrlega alveg með eindæmum, sem þú bendir á, Púki.
2 merkilegar staðreyndir um "lausn" efnahagsvandans á Íslandi.

1. Um allan hinn vestræna heim hafa stjórnvöld gripið til aðgerða út af lausafjárkreppunni. Alls staðar hefur það orðið til þess að styrkja hagkerfi viðkomandi þjóðar, a.m.k. tímabundið, nema í einu landi, bananalýðveldinu í norðurhöfum.

2. Allir eru sammála um að óhóflegar lántökur séu að verða okkur að falli núna. Eina leiðin út úr vandanum virðist svo vera að taka meiri lán!!! Aldrei hef ég heyrt neinn minnast á að við þurfum að selja meira og kaupa minna!

Stefán Jónsson, 17.10.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband