Geta Íslendingar sjálfir rannsakað bankana?

Flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé á að ítarleg rannsókn fari fram á því hvað fór úrskeiðis hjá bönkunum, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og stjórnvöldum.

Púkinn er hins vegar ekki viss um að mögulegt sé að fá hæfa aðila hér á landi sem geta framkvæmt slíka rannsókn, þar sem flestir hafa jú persónulega orðið fyrir einhverjum skaða af bankahruninu, eða tengjast fyrrnefndum stofnunum eða þeim stjórnmálaflokkum sem bera ábyrgð á einkavæðingu bankanna.

Verða Íslendingar ekki hreinlega að fá hóp sérfræðinga erlendis frá til að hægt sé að gera fullkomlega óhlutdræga skýrslu um málið?


mbl.is Bankarannsókn eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jú við þurfum algerlega óháða rannsóknaraðila....helst erlenda sem hafa engin tengsl hér

Hólmdís Hjartardóttir, 17.10.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Byrja í Seðlabankanum, fyrst það er búið að frysta hina bankana þá er næsta verkefnið að fara niður á Kalkofnsveg og slökkva á pappírstætaranum þar!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Kebblari

Gaman að þessu, Púkinn hafði alltaf sagt þetta, og nú er þetta í FT.

 http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=61984

 "Blaðið segir að þegar bankakerfið hafi hrunið hafi bankamenn og ráðamenn kennt alþjóðlegum lausafjárskorti um í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu. En íslensk yfirvöld voru vöruð við hættunni, segir blaðið,"

Púkinn orðaði þetta eitthvað á þá leið að stjórnvöld myndu þakka sér allt sem færi vel en kenna ytri aðstæðum um það sem illa færi.

Kebblari, 17.10.2008 kl. 11:12

4 Smámynd: Billi bilaði

Stofnum „Nýji Seðlabanki Íslands“ strax!

Billi bilaði, 17.10.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

já, eða Nýja Ísland, bara!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:13

6 identicon

Rétt hjá þér Púki. Það er alls ekki við hæfi og er ekki til þess fallið að auka traust aftur ef við, Íslendingar, gerum tilraun til að rannsaka þetta mál. Það gæti jafnvel grafið en frekar undan því þó mjög svo litla trausti sem við njótum í fjármálum.

Þarna þurfa að koma að erlendir aðilar sem eru flekklausir á fjármálasviðinu. Þeir þurfa hins vegar að njóta aðstoðar Íslendinga vegna þess að hluti af þessum gögnum er á Íslensku og það þarf að þýða það fyrir þá, önnur á okkar aðkoma ekki að vera að rannsókninni.

Bara það eitt að fá erlenda aðila til að skoða þetta er stórt skref í þá átt að byrja að byggja upp traust aftur.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:39

7 Smámynd: Stefán Jónsson

Hárrétt hjá Púkanum.
Við skulum ekki gera okkur að athlægi um allan heim, með því að láta glæpamennina sjálfa rannsaka og dæma í eigin málum.

Stefán Jónsson, 17.10.2008 kl. 13:14

8 Smámynd: Magnús Már Halldórsson

Ekki spurning!

Það er um að gera að reyna að koma í veg fyrir þau mistök að reyna að gera þetta af innlendum aðilum; landið er alltof lítið til þess.

Magnús Már Halldórsson, 22.10.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband