Komast Íslendingar upp með að mismuna sparifjáreigendum?

Það er ekki enn ljóst hvort íslensk stjórnvöld munu komast upp með að mismuna sparifjáreigendum eftir þjóðerni.   Ráðamenn segjast annars vegar ætla að tryggja allar bankainnistæður Íslendinga en hins vegar ekki bera ábyrgð á IceSave innistæðum nema upp að 3 milljónum eða svo.

Þetta tvennt fer illa saman - því að það að ábyrgjast innistæður hluta sparifjáreigenda að fullu en innistæður annarra aðeins að takmörkuðu leyti er nokkuð augljós mismunun eftir þjóðerni - nokkuð sem ekki er liðið samkvæmt EES samningnum.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórnvöld hyggjast snúa sig út úr þessu og þótt Púkinn sjái nokkrar leiðir er engin þeirra snyrtileg og líklegast að niðurstaðan verði málaferli sem gætu staðið næsta áratuginn.


mbl.is Ágreiningur um lagatúlkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Væntanlega komast þau upp með það... 20 þús. evra ábyrgð er lágmark skv. EB tilskipun sem við tökum upp gegnum EES, það er skylda okkar og ekki krónu meira.

EES samningurinn er ekki mannréttindasamningur. Hann bannar mismunun á grundvelli þjóðernis á gildissviði sínu en annars verða menn bara að leita á náðir Strassburg.

Hefur þessi mismunun áhrif á fjórfrelsið? Ég er ekki að segja að það sé fráleitt en það er varla sjálfgefið heldur. 

Páll Jónsson, 24.10.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Heidi Strand

Var ekki búið að semja við hollendinga um þeirra innistæður?

Kannski eru innistæður Bretanna í Icesave  notaðar til að kaupa eignir Landsbankans í London.

Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Heidi Strand

Satt er það. Ég er útlending og reikninginn í lagi.

i.

Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 20:17

4 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta

1999 nr. 98 27. desember 3. gr. Aðilar að sjóðnum.Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. [Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.]1) Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins,sbr. ákvæði 6. og 7. gr. Jú ríkisstjórnin er í vanda, búin að lofa að tryggja innustæðureikninga í íslenskum bönkum, þá skiptir það vart máli hvort innlánseigandinn sé erlendur eða íslenskur. Annars væru menn að brjóta jafnræðisreglu og mannréttindi þar sem verið er að mismuna viðskiptavinum eftir þjóðerni. Of ef ríkisstjórnin tryggir ekki innstæður innlánseiganda þá væri  þjóðfélagsgerðin hrunin. Enginn myndi treysta bönkum fyrir peningunum sínum í næstu framtíð !  

Brynjólfur Bragason, 24.10.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Páll Jónsson

Rétt hjá Brynjólfi, þeir bankar sem höfðu sitt í útibúum vekja klárlega ábyrgð hjá tryggingasjóði innistæðueigenda, við getum ekki rifist um það.

Kaupþing er þó auðvitað að mestu leyti utan við þetta þar sem þeirra bankar voru dótturfélög.

Páll Jónsson, 24.10.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Og þessir ágætu aðalsmenn frystu eigur Kaupþings og beyttu á okkur hryðjuverkalögum.  Þar sem um dótturfélag er að ræða þá bera þeir ríkisábyrgðina ekki satt.  Með þessu kollvarpa þeir dótturfélögum Kaupþings víða sem og hér.  Svo vilja þeir að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum þegna þeirra vegna Icesave meðan þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að taka sem minnsta ábyrgð sjálfir???????

Hljómar þetta bara svona öfugt í mínum eyrum - eða hvað.  Hvers konar mismunun er fólk annars að tala um?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband