Yfirvofandi skrílslæti?

Margir eru reiðir þessa dagana og margir vilja láta reiðina bitna á einhverju eða einhverjum. Þeir eru líka til sem finnst hið besta mál að magna upp óánægjuna og myndu sumir fagna því ef mótmælin snerust upp í hrein skrílslæti.

Á fólk að hlusta á aðila sem hvetja það til að mæta á staðinn með egg í vasanum - væntanlega til að grýta í Alþingishúsið eða lögregluna?   Á fólk að hlusta á mótmælendur eins og Sturlu vörubílstjóra sem fór í stríð við almenning í mars?

Það er sjálfsagður réttur fólks í lýðræðisríkjum að mótmæla, en þeir sem vilja mótmæla verða að gæta þess að þeir séu ekki dregnir áfram á asnaeyrunum af aðilum sem eru engu ábyrgari en bankarnir voru.  Skrílslæti og eggjakast munu ekki bæta ástandið.

Púkinn er ekki andvígur því að fólk mótmæli - síður en svo - en vill bara benda á hættuna af því að ef í hópi mótmælenda eru aðilar sem mæta með egg (eða eitthvað þaðan af verra) í vösum og grýta þeim í hvað sem fyrir verður, þá munu þeir skemma fyrir málstað mótmælenda.  Hegðun þeirra mun verða umfjöllunarefni fjölmiðlanna og mótmælendurnir munu lenda í varnarstöðu, í stað þess að setja einhvern þrýsting á ráðamenn.

Ef mótmælin enda í eggjakasti munu stjórnvöld afskrifa þau sem skrílslæti og eini aðilinn sem græðir á þeim er hæstvirtur dómsmálaráðherra sem mun nota þau til að rökstyðja að þörf sé á vopnaðri óeirðalögreglu.


mbl.is Mótmæli á Austurvelli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tölvuseta og blogg er málið... 

Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Heidi Strand

Skrílslæti og eggjakast er ekki á dagskrá, nema kannski í kollinum hjá stuðningsmenn spillingarliðsins.

Burt með spillingarliðið!

Heidi Strand, 8.11.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ekki ætla ég að mæta með egg í dag, hins vegar te.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er það ekki rétt skilið hhja´mér að þetta séu þverpólitísk mótmæli?

Sigurður Þórðarson, 8.11.2008 kl. 12:12

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jú, Sigurður...  þetta eru eiginlega ópólitísk mótmæli ef hægt er að segja að eitthvað sé ópólitískt. Alltént eru þetta ekki flokkapólitísk mótmæli, svo mikið er víst.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Púkinn hefur sennilega áhyggjur af því að viðskiptavild hans sem íslensks atvinnurekanda fari út um gluggann og það, ásamt gjaldeyriskreppu, geti sett reksturinn í uppnám.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 13:51

7 Smámynd: Einar Indriðason

Veistu, Púki... Hvað má almenningur mótmæla mikið, þangað til til-þess-kjörin stjórnvöld fara að hlusta?  Ein mótmælaganga niður laugaveginn skilar engu.  Tvær?  Nei, ekki heldur.  Reglulegar?  Tja... hugsanlega, kannski. 

Hvað þarf að hrista landið mikið, til að svokallaðir "ráðamenn" átti sig á því að þeirra er ekki lengur óskað?

Einar Indriðason, 8.11.2008 kl. 16:04

8 Smámynd: Púkinn

Púkinn hefur sennilega áhyggjur af því að viðskiptavild hans sem íslensks atvinnurekanda fari út um gluggann og það, ásamt gjaldeyriskreppu, geti sett reksturinn í uppnám.

 Huh?  Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki hvað er átt við þarna. Ólíkt t.d. fiskútflytjendum, þá hefur það aldrei verið hluti af jákvæðri ímynd fyrirtækis Púkans að vera íslenskst - það er frekar eitthvað sem reynt hefur verið að leyna, enda er Ísland ekki þekkt erlendis fyrir hátækni.  Yfirstandandi ástand hefur reyndar mjög lítil áhrif á mig og minn rekstur, sem kemur efni ofandarandi greinar hreinlega ekkert við.

Púkinn, 8.11.2008 kl. 16:06

9 Smámynd: María Richter

Sammála þér púki.!!!

María Richter, 8.11.2008 kl. 17:01

10 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Reitt fólk í hópi er eins langt frá 'pólítík' eins og hugsast getur.  Pólitík snýst um stjórn.  Hópur fólks að hrópa gegn ástandinu er stjórnlaus ef það finnur sig knúið til að kasta eggjum.  Kvitta því undir Láru: Ópólitísk mótmæli.

Til að vera pólitísk mótmæli þá þarf til skýra kröfu um breytingar.  Þó að í loftinu liggi einhverjir nokrir hlutir sem sumir/flestir vilja þá hafði Spaugstofan rétt fyrir sér í síðustu viku.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 8.11.2008 kl. 17:20

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jæja, þá biðst ég afsökunar á því að hafa haft þig fyrir rangri sök, ef þjóðargjaldþrot hefur engin áhrif á þinn rekstur.

Ég er hinsvegar ósammála þessari fullyrðingu, svo ég fjalli um málefnin:

Hegðun þeirra mun verða umfjöllunarefni fjölmiðlanna og mótmælendurnir munu lenda í varnarstöðu, í stað þess að setja einhvern þrýsting á ráðamenn.

Mótmæli setja alltaf þrýsting á ráðamenn. Ég leyfir mér líka að efast um að gróf mótmæli muni koma af stað einhverju fjölmiðlafári. Mótmæli í óeirðastíl eru algeng víða í Evrópu, nema einna helst á Norðurlöndum og þó muna ekki allir eftir óeirðunum í Kaupmannahöfn út af hústökufólkinu?

Ekki það að ég telji óeirðir heppilegar, en þær eru kannski rökrétt afleiðing af þeirri spillingu sem sýkir allt hagkerfið og nær upp í æðstu stöður.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 17:34

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og þú mælir þá kannski með því að fólk sitji bara heima og spæli sér egg ....eða hvað??? Það voru þarna nokkur ungmenni sem hentu eggjum í alþingishúsið og þarna voru líka þúsundir islendinga sem stóðu friðsamlega og hlustuðu á ræðumenn sem voru mjög góðir!!! Enn og aftur bregðast fjölmiðlar hlutverki sínu..falsa tölur og beina sjónum sínum af því sem má kalla ólæti.

Hvað finnst þér að fólk eigi að gera eiginlega í svona kúgunarsamfélagi þar sem enginn hlustar á fólkið sem hangir í óvissu með alla grunnþætti lífs síns????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 17:43

13 Smámynd: Púkinn

Hvað finnst þér að fólk eigi að gera

Það væri ágætt að byrja á að ákveða hvað fólk vill fá út úr mótmælunum.  Mótmæli mótmælanna vegna eru gersamlega tilgangslaus - nema hvað þau leyfafólki að fá útrás fyrir reiði...en munu ekki leiða til neinna breytinga.

Hvað vill fólk fá út úr þessu?  Mótmæli munu aldrei leiða til þess að einhverjum töfrastaf er veifað og allt er orðið gott.

Sumir heimta að ríkisstjórnin fari frá, aðrir vilja kosningar strax, nú eða þá að þjóðstjórn verði skipuð, en ég hef ekki séð rök fyrir því að slíkt myndi bæta ástandið neitt akkúrat núna.

Aðrir hafa hógværari kröfur .. vilja mannaskipti í tilteknum stöðum, nú eða betra upplýsingaflæði, skýrari rannsóknarferli eða eitthvað enn annað.  Markmiðin eru mörg og ekki endilega öll samrýmanleg

Stór hópur fólks tók heimskulegar ákvarðanir - tók myntkörfulán þegar krónan var allt of sterk, fór út í áhættusamar fjárfestingar, nú eða fylltist bjartsýni og tók allt of stórt húsnæðislán. Þessar ákvarðanir eru nú að koma í bakið á fólki - það er skítt, en mótmæli breyta engu um það.

Það dugir ekki að mótmæla án þess að vita hverju fólk vill ná fram.

Púkinn, 8.11.2008 kl. 18:27

14 identicon

Stjórnina frá og nýjar kosningar, það er megin krafan. 

Mótmæli með eggjakasti og tilheyrandi getur verið ágætis aðferð til mótmæla, þ.s. það vekur eftirtekt sem er nauðsynlegt í mótmælum.

Það að það bæti eða bæti ekki að stjórnin fari frá núna, skiptir engu máli.  Aðal málið er að hún axli ábyrgð og fari frá.

Það er hægt að gera tvo hluti í einu, þ.e. stjórna landinu þar til nýjir menn taka við og kjósa.  Vinna við inngöngu í ESB og leysa um leið aðkallandi vandan með krónuna.  Reka alla ábyrga á klúðrinu í stjórnsýslunni og endurráða um leið nýja menn.

Rök þeirra sem ekki vilja bera ábyrgð á gerðum sínum er alltaf sá að það þurfi að bíða, tala meira, fá skýrslu bla bla bla bla.

þ.e. stjórnina frá og nýjar kosningar að menn beri ábyrgð. 

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:12

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Krafan er nokkuð augljós og margbergmáluð um þjóðfélagið þótt margir haldi um eyrun eins og forsetisráðherrann utan við sig í Spaugstofunni áðan. Fólk vill að þetta fólk komi sér frá og hleypi öðrum að...og það er teljandi á fingri annar handar hversu margir af núverandi þingmanna á erindi í það verk og skoða grant hvað vinnubrögð voru í gangi og hverjir þeirra og embættismanna eru flæktir í lygavefinn og óeðlileg vinnubrögð.

Vona að mótmælendur beri gæfu til að halda líkamlegu ofbeldi utan við óánægjutjáningu sína, það flýtir bara fyrir rafbyssum og glefsandi árásarhundum. Held að stjórnvöld hafi fattað í dag að virðing Alþingis er ekki mikil eins og stendur og fer hratt minnkandi við hverja spillingarfréttina á fætur annari. Rotin virðist nokkuð djúpstæður í stjórnkerfinu.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.11.2008 kl. 22:11

16 Smámynd: Linda

Neðangreind athugasemd er copy/paste þar sem ég nenni ekki að skrifa hana aftur og aftur hjá vælandi kellingum og púkum Þú fyrirgefur vonandi, en það voru engin skrílslæti þarna, ekki einn bíll var brenndur, ekki einn gluggi var brotinn, ekki ein persóna var barin, þarna fóru fram fjölbreytt og skemmtileg mótmælti og engin aumingjaskapur.

eftirfarandi er C/P

!

Ég var á staðnum, og ég skal segja þér mín kæra, að þú er kóari af verstu sort, það var yndislegt að sjá kraftinn, í unga fólkinu, sjá og heyra í mótorhjólunum, sem gáfu tóninn, "NEI NEI, VIÐ BORGUM EKKI MEIR"  "BURT MEÐ RÍKISTJÓRNINA" ETC.  Ég sá líka það sem gekk á, á bak við alþingis hús landsmann og er með myndir á minni síðu sem fjölmiðlar hafa ekki sýnt.  Það var ungt fólk þarna með þor og dug að láta í sér heyra, það vill ekki kóa, það vill ekki taka þessu bulli þegjandi og þjóðalaust, og ég neita að taka þátt í kellinga bulli, sem vilja kveða slíkt burt, mótmæli eru til þess gerð að í fólki sé heyrt, ekki til þess að engin taki eftir þeim. 

Ég vona að þú ritskoðir ekki þessa færslu, eins og þú vilt ritskoða mótmæli.

egg og jógurt er hægt að þvo af, gjaldþrot og að missa heimili fyrir gjörðir fárra, verður aldrei þvegið í burt..

Linda.

Linda, 9.11.2008 kl. 13:56

17 Smámynd: Púkinn

 Ég vona að þú ritskoðir ekki þessa færslu, eins og þú vilt ritskoða mótmæli.

 Ég vona að þú sért manneskja til að biðjast afsökunar á þessum ummælum.

Ég sagði: "Ef mótmælin enda í eggjakasti munu stjórnvöld afskrifa þau sem skrílslæti".  Þessir örfáu aðilar sem stóðu fyrir eggjakasti stórskemmdu fyrir málstað mótmælanda, því eggjakastið urðu aðalumfjöllunarefnið.

Flóknara er það nú ekki.

Púkinn, 9.11.2008 kl. 14:24

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek undir með síðuhöfundi að friðsöm mótmæli eru sennilega þegar öllu er á botninn hvolft árangursríkari. Hinsvegar má aldrei hefta tjáningarfrelsið.

Við þurfum kannski að læra af mannkynssögunni hvernig mannréttindabarátta hefur skilað mestum árangri. Mér koma strax í hug nöfnin Mahatma Gandhi og Nelson Mandela.

Gandhi frelsaði heila þjóð undan Bretum, sem eru að svipta okkur fjárhagslegu frelsi okkar. Ekki fyrsta þjóðin sem þeir reyna að beygja undir sig í nýlendukúgun.

Mandela frelsaði sína þjóð með því að hvetja til fyrirgefningar og sáttar og hverfa frá ofbeldiaðgerðum.

Theódór Norðkvist, 9.11.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband