Skyndiupptaka nýrrar myntar - veruleikafirring

Púkinn telur þá ekki í tengslum við raunveruleikann sem halda að Íslendingar geti tekið upp nýja mynt á nokkrum vikum og geti þannig á einhvern hátt komist hjá IMF láni.

Menn benda á að gjaldeyrisforði Seðlabankans dugi til að dekka peningamagn sem er í almennri umferð hér og virðast halda að það sé allt sem þarf.

Hvers konar þvættingur er þetta?

Setjum sem svo að Seðlabankinn skipti úr krónum í umferð fyrir evrur og lýsti með því krónuna úrelta.  Hvað með innistæður í bönkum, eignir lífeyrissjóðanna í skuldabréfum og öll jöklabréfin.  Eigendur þessara verðmæta ættu líka kröfu á að þeim væri skipt yfir í evrur.

Á Seðlabankinn evrur til þess?

NEI

Það atriði eitt og sér dæmir þessa hugmynd algerlega úr leik.

 


mbl.is Segir Breta hafa yfirtekið ábyrgðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki nauðsynlegt að viðurkenna orðinn hlut, þjóðargjaldþrot?

Eða áfram:

http://blogs.townonline.com/newton/wp-content/uploads/2008/03/head-in-sand.JPG

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Púkinn

það að viðurkenna vandamálið er allt annar hlutur en að halda að hægt sé að leysa það með einhverjum hókus-pókus aðferðum.

Púkinn, 11.11.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Rýnir

Sælir piltar,

kannski er það bara ég en stundum finnst mér á köflum ég vera að fylgjast með Sjónvarpsmarkaðnum, þegar verið er að kynna hverja töfralausnina á fætur annarri sem á að virka með skjótum og öruggum hætti.

Það er vissulega ágætt að fá hugmyndir inn í umræðuna en oft á tíðum er þetta kannski heldur mikil einföldun sem á sér stað...

Góðar kveðjur,

Rýnir, 11.11.2008 kl. 18:54

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki forsendan fyrir því að finna lausnir að greina vandamálið fyrst?

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Magnús Birgisson

Það þarf ekki að vera til seðlar til þess að dekka innistæður í bönkum, verðbréf, hlutabréf osfrv.  Það eru bara bits and bæts í tölvum.

Það þarf að vera til fisískar evrur til þess að dekka M0, þ.e. seðlar og mynt í umferð.  M.ö.o það sem þú ert með í veskinu...ekki það sem er á debetkortareikningnum.

Vandamálið er hinsvegar að ef allir (eða nægilega margir) af þeim sem eiga "bits and bæts" peninga óskuðu eftir alvöru peningum.  Þá gætum við ekki prentað okkur út úr vandanum.

Mér finnst þetta allavega vera skoðunarverð hugmynd.  Hef ekki heyrt sterk rök gegn henni.  Það eru önnur örríki í evrópu sem hafa farið þessa leið.

Magnús Birgisson, 12.11.2008 kl. 01:02

6 Smámynd: Púkinn

Það eru verulegar líkur á því að þeir sem eiga jöklabréfin vilji fá krónunum skipt yfir í evrur.   Þót þar sé ekki um seðla að ræða, þá þarf samt evrur - og hvaðan eiga þær að koma?

Púkinn, 12.11.2008 kl. 09:11

7 Smámynd: Einar Indriðason

Er þá ekki frekar endilega málið, Benedikt... að taka Evruna upp einhliða?  Meina... skiptir engu, svosem, þó við gerum Evrópuríkin örlítið meira pirruð út í okkur?

Einar Indriðason, 12.11.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband