Þriðjudagur, 13. janúar 2009
...mótmælendur sakaðir um eignatjón...
Nú vill Púkinn ekki verja skemmdarverk mótmælenda, en einhvern veginn læðist sú hugsun nú fram að það eignatjón sem þeir unnu sé smávægilegt miðað við það tjón sem Seðlabankinn olli með arfavitlausri stefnu, nú eða það tjón sem alþingismenn og ráðherrar hafa orsakað með sínum aðgerðum (eða aðgerðaleysi), nú eða það tjón sem Fjármálaeftirlitið olli með því að grípa ekki í taumana.
Það ætti ef til vill að kæra einhverja aðra líka fyrir að valda eignatjóni?
Tveir mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ef ég kem heim til þín og rispa bílinn þinn eða brýt eldhúsrúðuna ætlaru þá að hugsa "ohh jæja, þetta er allavega minna tjón en það sem alþingi er búið að valda" ?
Einar Jónsson, 13.1.2009 kl. 12:20
það tæki 700 ár ef bramlað er fyrir um 4 millj. á dag að gera jafn mikið tjón og skrílinn hefur valdið. Kostnaður við skrílinn
SM, 13.1.2009 kl. 12:30
Svo kom í ljós að tjónið á myndavélinni sem átti að hafa brotnað í morgun var ekkert og þeim hendteknu sleppt!!!!
Er enginn að fatta hvað er verið að gera með þessum sífelldu ekki fréttum af ekki tjóni sem mótmælendur eiga að vera að valda sí og æ!! Hlustið bara á sumt fólk sem vill hreinlega hernaðargerðir gegn þessum skemmdarvörgum og ofbeldisseggjum.... fáránlega auðvelt að skrumskæla og fá fólk til að fara gegn mótmælendum, Guði sé lof fyrir að það er til fólk sem leggur í baráttuna gegna þessari svívirðilegu spillingu og óréttlæti sem hér þrífst.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 17:02
Viljandi eða óviljandi??
Hörður Einarsson, 14.1.2009 kl. 10:30
Já, þú meinar.
Jón Halldór Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 18:46
Það getur verið púki sæll, en veistu ég og þú þurfum líka að borga fyrir þetta. Mér finnst alveg nóg að borga fyrir bankahrunið. Ég er ekki til í að bæta við reikninginn fyrir svona.
María Richter, 22.1.2009 kl. 14:37
Jú, það á að kæra þetta í réttri röð. Fyrst hrunvaldana!
Billi bilaði, 25.1.2009 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.