Skoðanakönnun - hvað ætlar þú að kjósa í vor?

voteboxÍ október síðastliðnum var Púkinn með skoðanakönnun hér á blog.is um hvað fólk myndi kjósa ef þá hefði verið efnt til kosninga.

Í ljósi þess að nú standa raunverulega kosningar fyrir dyrum er við hæfi að endurtaka þá skoðanakönnun - sjá hér til hliðar.

Niðurstöður hinnar óvísindalegu könnunar Púkans í Október voru eftirfarandi:

B - Framsókn 7.0%
D - Sjálfstæðisfl. 17.0%
F - Frjálslyndir 4.1%
Í - Íslandshreyfingin 3.4%
S - Samfylkingin 22.2%
V - Vinstri grænir 23.2%
Ekkert af ofanfarandi 23.0%

Það kæmi Púkanum hins vegar ekki á óvart þótt niðurstöðurnar yrðu talsvert öðruvísi núna.

Svona til gamans þá bætti Púkinn við valmöguleikum sem vísa til tveggja hreyfinga sem hafa verið áberandi að undanförnu, ef svo færi að formleg framboð kæmu á þeirra vegum.  Stuðningsmenn Harðar Torfa og Sturlu geta þá nýtt sér þá valkosti.  

Sé fólk hins vegar enn tvístígandi, þá er enn í boði próf á vefnum sem segir fólki hvaða flokki það á helst samleið með, þótt spurningarnar séu orðnar nokkuð úreltar núna.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Smá tæknilegt vandamál ;-)   Lagfært.

Púkinn, 23.1.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Merkilegt nokk, ég sá þetta ekki sem vandamál ...

Steingrímur Helgason, 23.1.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ef ég hefði rekið augun í að annan flokk, með listabókstafinn D, hefði vantað... Þá hefði ég ekkert verið að vekja athygli á því........

(En... það er kannski bara ég...)

Einar Indriðason, 23.1.2009 kl. 17:00

4 identicon

Merkilega ~fáir sem vilja eitthvað annað...uh

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ætli verðir ekki ósköp litlar tilfæringar, fólk er mjög íhaldsamt þegar komið er í kjörklefann.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 24.1.2009 kl. 14:52

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

xD með 38%? Hvað er í gangi?

Villi Asgeirsson, 24.1.2009 kl. 15:47

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Smölun

Björgvin R. Leifsson, 24.1.2009 kl. 16:35

8 Smámynd: Billi bilaði

Ég smellti nú á Hörð og co., en ef verður úr nýju lýðveldi (hugmyndir Njarðar P. Njarðvík), þá mun ég skoða það gaumgæfilega.

Billi bilaði, 25.1.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband