Þögn forsetans

forseti.jpgForseti Íslands hefur ekki látið mikið fyrir sér fara síðustu mánuðina, þrátt fyrir að sjaldan í sögu lýðveldisins hafi verið jafn mikil þörf á sameiningartákni fyrir þjóðina eins og núna.

Hvers vegna - tja, það skyldi þó aldrei vera vegna þess að undanfarin ár hefur forsetinn sýnt krónískan undirlægjuhátt gagnvart þeim fjárglæframönnum sem bera stóran hluta ábyrgðarinnar á núverandi ástandi.

Forsetinn talaði ekki á sínum tíma gegn græðgivæðingu þjóðfélagsins - nei, hann studdi útrásina með ráðum og dáð - og það náði hámarki þegar Baugur fékk útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2008.

Baugur - fyrirtæki sem ekkert hefur flutt út annað en peninga - fyrirtæki með hagsmuni sem voru andstæðir hagsmunum allra raunverulegra útflutningsfyrirtækja.

Já...stundum er kannski bara best að þegja og skammast sín ... en mikið saknar Púkinn nú þess að hafa ekki forseta eins og Vigdísi.  Þannig forseti myndi ekki þegja í dag.

 


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Já hvar er Ólafur Ragnar?

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 24.1.2009 kl. 14:50

2 identicon

Óli var á kafi í ruglinu.... við þurfum að losna við hann líka, helst forsetaembættið því við höfum ekkert að gera við súperofuröryrkjaskrautfjöður ...

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: Offari

Hver er þessi forseti?

Offari, 24.1.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sameiningartákn þjóðarinnar - þessi klappstýra efnahagshrunsins ???

Er það furða þótt hann þegi - og skammist sín.

Sigurður Sigurðsson, 24.1.2009 kl. 16:29

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Hann virtist nú skammast sín dálítið þegar hann sendi út tilkynningu að hann hefði kannski verið einum of hjálpsamur ...

Ég verð samt að segja að það var ekkert endilega rangt hjá honum að hvetja fólk til dáða... vandamálið að fólkið sem hann hvatti svo mikið gerði gott með illu. Aðrir sitja mun framar á listanum yfir aðila sem áttu að fylgjast með þeim vinnubrögðum en forsetinn.

Björn Leví Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 17:04

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já, getur Dorrit ekki tekið við?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.1.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Einar Indriðason

Minn forseti var og er enn, Frú Vigdís.

Eina ástæðan fyrir því að ég myndi standa upp fyrir hr. Grímssyni, væri ef ég væri í leikhúsi, og hann sæti fyrir innan mig, í sömu röð, og þyrfti að komast fram hjá mér.

Einar Indriðason, 24.1.2009 kl. 17:38

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég sá að það er hægt að kaupa forsetabókina núna á hálfvirði í Eymundsson. Mikið gengisfall hefur orðið á forseta vorum síðustu mánuði.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 24.1.2009 kl. 18:16

9 Smámynd: Anna Guðný

Það er hægt að kaupa helling af bókum á hálfvirði í Eymundsson. Stór útsala þar.

Ólafur kemst ekki að fyrir öllum hinum.

Anna Guðný , 24.1.2009 kl. 20:12

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Já ég sakna Vigdísar líka - og er nógu gömul til að sakna líka Kristjáns Eldjárns.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 20:44

11 Smámynd: Billi bilaði

Já, ég styð líka að Dorrit taki við.

Billi bilaði, 25.1.2009 kl. 00:52

12 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Látiði ekki svona, við þurfum Ólaf Ragnar til að vera þykjustu forseti. Í komandi stjórnarmyndunarviðræðum, þykjustu stjórnmálamanna. Til að búa til þykjustu bráðabyrgðarstjórn. Á meðan Geir og Ingibjörg eru í þykjustu veikindaleyfi.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 25.1.2009 kl. 01:01

13 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Þetta er ruglað lið.... ..og vil fá að stjórna...heimtar það..!!

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 25.1.2009 kl. 01:03

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Forsetinn hefur talað og hefði betur þagað!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband