Mánudagur, 9. mars 2009
Vítisenglar og útrásarvíkingar
Nú nýlega var landamæraeftirlit hert til að koma í veg fyrir komu meðlima Hells Angels til landsins.
Púkinn velti hins vegar fyrir sér hvaða skaða þessir menn gætu unnið íslensku þjóðfélag, samanborið við þann skaða sem aðrir bera ábyrgð á.
"Útrásarvíkingarnir" eru ofarlega á listanum, enda táknmyndir þeirrar græðgivæðingar sem hefur nú lagt þjóðfélagið á hliðina, en sökudólgarnir eru víðar, til dæmis þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á einkavæðingu bankann, gölluðum lögum um hlutverk Seðlabankann og sprungnu húsnæðisbólunni.
Sumir af fyrri stórum eigendum bankanna reyna nú að hvítþvo sig, þótt þjóðina gruni að þeir séu önnum kafnir við að flytja fé sitt úr einu skattaskjónu í annað.
Það liggur við að Púkanum finnist að landamæraeftirlitið hafi ekki beinst í vitlausa átt - í stað þess að hindra Hells Angels í að komast til landsins hefði átt að hindra þá sem bera ábygð á hruninu í að komast úr landi. Vélhjólaglæpagengin eru hrein englabörn í samanburði.
Auknar líkur á þjóðargjaldþroti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Löggæsla | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.