Straumur hrynur ... og krónan styrkist

Það sýnir vel hvað gengi krónunnar er úr öllum takti við raunveruleikann að á þeim degi sem Straumur hrynur skuli gengi krónunnar styrkjast. Fall fjármálastofnunar ætti að öllu eðlilegu að veikja gjaldmiðil viðkomandi lands, en það gerist ekki vegna þess að gengi krónunnar er einfaldlega handstýrt - og jafnvel er verið að reyna að hnika því upp á við, en það eru mistök að mati Púkans.

Bankahrunið hefur gersamlega eyðilagt allt traust á íslensku krónunni erlendis, en það hefur líka stórskaðað lánstraust Íslendinga.  Við getum ekki sem þjóð haldið okkur uppi á erlendu lánsfé - okkur er nauðsyn að reka þjóðarbúið með jákvæðum jöfnuði - það er að segja, að meiri gjaldeyrir streymi inn í landið vegna útflutnings, heldur en streymir út vegna innflutnings.

Íslenska krónan var allt, allt of sterk um tíma og ekki var hlustað á umkvartanir útflutningsfyrirtækja - talað var um "eðlileg ruðningsáhrif" og annað í þeim dúr - öllum var sama þótt þau fyrirtæki sem reyndu að selja vörur úr landi yrðu að draga saman seglin, steypa sér í skuldir eða færa framleiðsluna úr landi.

Nú hefur dæmið snúist við og menn átta sig á því að útflutningsfyrirtækin eru þjóðarbúinu nauðsynleg.  Mörg þeirra eru hins vegar löskuð eftir hágengistímabilið - þau hafa eytt sínum varasjóðum og eru sum orðin stórskuldug. 

Til að vinna upp þann skaða sem hágengistímabilið olli er nauðsynlegt að þessi fyrirtæki fái að nóta lágs gengis krónunnar í verulegan tíma.  Það er að vísu óþægilegt fyrir innflutningsfyrirtæki og þá sem létu plata sig til að taka lán í erlendum gjaldmiðli á þess að hafa erlendar tekjur á móti, en þetta er nauðsynlegt engu að síður...sárt, en nauðsynlegt.

Tilraunir til að styrkja krónuna með handafli eru stór mistök, að mati Púkans.  Það er kannski ekki rétt að fleyta henni strax - fallið gæti orðið meira en ástæða er til, en áframhaldandi gervistyrking gerir meiri skaða en gagn til lengri tíma litið.
mbl.is Loka átti Straumi í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: birna

Það er ekkert skrítið þó seðlabanka-gengið styrkist, nú fara viðskiptin loks í gegn hjá þeim.

birna, 9.3.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Krónan hefur ekki verið nokkurs virði um langt árabil.  Síðan kom verðtryggða krónan sem átti að bjarga öllu og það rugl er að setja fjölskyldur á hausinn.  Farðu með íslenskar krónur út í hinn stóra heim og nokkra hraunmola líka og sjáðu til, það verður auðveldara að losna við hraunið 

Páll A. Þorgeirsson, 9.3.2009 kl. 16:32

3 Smámynd: TARA

það situr líka púki á hægri öxlinni á mér.....

TARA, 9.3.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það kemur ekki á óvart að krónan hafi styrkst enda hefur trú almennings tekið stökk uppávið eftir fréttirnar um þá spillingu í Kaupþingi sem dómstólar hafa nú hafið rannsókn á.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 19:16

5 Smámynd: Púkinn

Syrking krónunnar hefur ekkert að gera með "trú almennings" - ekki meðan gjaldeyrishöft eru í gildi ... það er bara spurning hversu niklu (eða litlu) af IMF peningunum er skammtað inn á markaðinn.

Púkinn, 9.3.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gjaldeyrishöftin vara vonandi stutt.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 22:13

7 Smámynd: Kebblari

Reyndar er alveg vitað að gengi krónunnar er handstýrt og í afar litlum veruleikatengslum. Er ekki málið að fyrir hvern flugmiða þá ætti maður að kaupa 500þús gjaldeyri og koma honum fyrir í öruggu skjóli erlendis?

Kebblari, 10.3.2009 kl. 07:07

8 Smámynd: Magnús Birgisson

Þó ég sé í meginatriðum sammála þér með það að það sé öfugsnúið að gengið styrkist með falli fjármálastofnunar þá sé ég samt eina viðskiptalega/hagfræðilega skýringu.

Lánadrottnar Straums eru væntanlega flestir erlendir og nettó erlendar skuldir þjóðarbúsins væntanlega lækka við þetta og afborgunarþyngding minnkar næstu misserin vegna þess að afborganir eiga sér ekki stað með tilheyrandi útstreymi gjaldeyris.

Just my two cents....

Magnús Birgisson, 10.3.2009 kl. 08:53

9 Smámynd: Bragi Skaftason

Sko... Þetta er ósköð einfalt. Peningar skila sér inn í gegnum Seðlabankann í gær og í dag vegna þess að nú geta fjármagnseigendur ekki lengur nýtt sér framhjákeyrsluna sem felst í krónubréfauppkaupum í gegnum Straum sem hefur skekkt markaðinn undanfarna mánuði.

Bragi Skaftason, 10.3.2009 kl. 10:17

10 Smámynd: Magnús Birgisson

Áhugaverður punktur hjá Braga.....

Kannski útskýrir þetta líka tregðu SB og ríkisstjórnarinnar að koma til bjargar....þeir sáu sér leik á borði að losna við hjáleiðina.

Magnús Birgisson, 10.3.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband