Er afsökunarbeiðni nóg?

skilling.jpgBankahruninu hefur verið líkt við fall Enron...sjáum nú til.

Eftir margra ára málaferli varð niðurstaðan í Enron málinu sú að  Andrew Fastow var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar (sem síðar var stytt) og upptöku 23.800.000 dollara.  Lea Fastow var dæmd í fimm mánaða fangelsi og einn höfuðpaurinn, Jeffrey Skilling var dæmdur í 24 ára fangelsi. Að auki voru David Bermingham, Giles Darby og Gary Mulgrew dæmdir til um þriggja ára fangelsisvistar hver.

Samt rústuðu þessir menn bara einu fyrirtæki og lífeyirssparnaði starfsmanna, en aðgerðir þeirra höfðu óveruleg áhrif utan Kaliforníu.

Hér á Íslandi rústuðu vanhæfir og gráðugir einstaklingar innan og utan bankakerfisins efnahag þjóðarinnar - og Gylfi segir nauðsynlegt að menn biðjist afsökunar.

Tja...ekki er nú farið fram á mikið.


mbl.is Verða að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

Verða menn ekki að hafa brotið lög til að fá á sig dóm? 

Valdimar Hreiðarsson, 25.3.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Sigurjón

Ég er sannfærður um að lög hafi verið brotin.  Ég veit ekki nákvæmlega hvaða lög, en ég trúi því ekki að þetta hafi allt saman verið löglegt.  T.d. er nánast pottþétt að skattalagabrot hafi verið framin...

Sigurjón, 25.3.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

Þakka þér málefnalegt svar.  Ef brot hafa verið framin er nauðsynlegt að refsa þeim seku og fá sem mest til baka af illa fengnu fé.  Hins vegar er ég hræddur um að lagaramminn hafi verið of rúmur og reglur túlkaðar of rúmt líka, sbr. bindiskyldu bankanna sem virðist hafa verið framkvæmd þannig að í raun var hún nánast engin.  Því fór sem fór.  Það á að læra af mistökunum og koma í veg fyrir svona ófarir í framtíðinni.

Valdimar Hreiðarsson, 25.3.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Sigurjón

Bindiskylda Seðlabankans var ábyggilega aldrei brotin, enda fylgst með því gaumgæfilega.  Gallinn er sá að bindiskyldan er bara á innlánum hérlendis, sem voru ekki nema lítið brot af fjármögnun bankanna.   Innlán og lántökur erlendis voru miklu fyrirferðarmeiri.

Mig grunar reyndar að allt of mikið af þessari vitleysu hafi verið lögleg eftir allt saman...

Sigurjón, 25.3.2009 kl. 17:47

5 Smámynd: TARA

Afsökunarbeiðni bætir alls ekki þann skaða sem orðinn er og svo langt frá því að málið falli um sjálft sig með því. En er það ekki bara eins og venjulega, fórnarlömbin taka á sig afleiðingarnar og verða að hreinsa upp eftir gerendurnar !!

TARA, 25.3.2009 kl. 19:45

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tek undir orð þín Sigurjón en tel þó að við getum ekki dæmt menn fyrirfram. Við búum í landi þar sem dómstólar kveða upp dóma og óskandi er að þeir vinni störf sín vel og reyndar er ég sannfærður um að fagmannlega verði staðið að verki í réttarhöldunum.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Sigurjón

Ég deili því miður ekki bjartsýni þinni Hilmar.  Bara að horfa upp á ,,sérstaka" saksóknarann, að ekki hafi átt að finna sökudólga í upphafi og að margir þingmenn eru innmúraðir í þessa spillingu á kaf er nóg til að ég telji litlar líkur á að nægjanlegar refsingar verði dæmdar.

Sigurjón, 26.3.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband