Sunnudagur, 29. mars 2009
Vesturlönd að vaxa upp úr þörf fyrir trúarbrögð?
Púkanum finnst trúleysisstrætisvagnarnir vera gott framtak - vekur fólk til umhugsunar um réttmæti þess að láta leiða sig áfram í blindni af trú á einhverja ósýnilega súperkarla, en sýnir í leiðinni þá ánægjulegu staðreynd að trúarbrögð eru á vissan hátt á undanhaldi.
Fyrir nokkur hundruð árum hefðu menn átt á hættu að vera teknir af lífi fyrir að halda á lofti skoðunum eins og þeim sem nú skreyta strætisvagnana. Síðar hefðu slíkar skoðanir ekki varðað refsingu, en menn hefðu átt á hættu að vera nánast útskúfað úr samfélaginu vegna þeirra.
Í dag getur fólk leyft sér að segja "Ég trú ekki á tilvist ósýnilegra súperkarla". "Ég trúi ekki að trúarrit sem voru skrifuð fyrir nokkrum þúsundum ára (og ritskoðuð í gegnum tíðina) hafi nokkra raunverulega þýðingu fyrir heiminn eða mig persónulega". "Ég hafna þeirri skoðun að nokkur trúarstofnun hafi nokkurn rétt til að setja mér siðareglur eða segja mér hvernig ég á að lifa mínu lífi". "'Ég er frjáls undan bábiljum trúarbragðanna og stoltur af því."
Já, þetta er framför - því miður er þessi þróun ekki sjáanleg alls staðar - en mörg Vesturlanda (að Bandaríkjunum undanskildum) eru þó á réttri leið.
Herferð heiðingja á hjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Þetta er náttúrlega ekki réttvísandi. Nýja trúin í Evrópu í dag heitir trúin á Ríkið. Menn trúa á og tilbiðja Ríkið og Ríkiskassann. 75% af kjósendum í sumum löndum ESB eru á framfærslu ríkisins. Þeir trúa á Ríkið og munu alltaf trúa á ríkið á meðan það er til peningur í kassanum. Þetta er hið nýja DDR Light.
.
Hver skyldi knýja þessa vagna. Ríkið ?
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2009 kl. 17:09
Sammála Friðrik, þetta er gott mál og hjálpar málsstað okkar trúfólksins en frekar. Endilega, meira af svona til þess fólk geti gert upp hug sinn hvað það kýs í þessum málum. Ég veit að þig svíður að ég sé sammála þér í þessu, en ég lít á svona framtak björtum augum því tel þetta vera mínum málsstað til hagsbóta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.3.2009 kl. 18:35
„ánægjuleg staðreynd að trúarbrögð séu vissulega á undanhaldi.“ ? ? ?
Bíddu, á hvaða plánetu býrð þú, drengur? Þetta er held ég án efa einhver taktlausasta fullyrðing sem ég hef rekist á, það sem af er ári!
Magnús V. Skúlason, 29.3.2009 kl. 20:41
Hjátrúin er að deyja út, kannski við getum þakkað ofurkrissum fyrir að kynna fólki hversu rugluð biblían er :)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:16
Bíddu, á hvaða plánetu býrð þú Magnús? Hvað er svona "taktlaust" við það að finnast undanhald trúarbragða vera góða þróun?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.3.2009 kl. 22:44
Púki, ekki undanskilja Bandaríkin, þetta er nefnilega á réttri leið þar líka.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.3.2009 kl. 00:02
Nietzsche er dauður....
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 07:36
Vel mælt Svanur, var svo ekki einhver sem skrifaði á leggstein Nietzsche:
Einhvern tíma heyrði ég það! En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.3.2009 kl. 12:27
Magnús V., þegar maður vísar í orð annarra, þá er betra að gera það rétt.
Það er reginmunur á „vissan hátt“ og „vissulega“.
Billi bilaði, 30.3.2009 kl. 15:27
Hvað taktleysið varðar þá stend ég við það sem ég sagði - trúarbrögð hafa gert meira illt en gott í gegnum tíðina, og verst af öllum eru eingyðistrúarbrögðin.
Púkinn vill sjá mannkynið losa sig við þennan ófögnuð - og hérhvert skref til undanhalds er skref í rétta átt.
Púkinn, 30.3.2009 kl. 18:47
Það er óhollt og forheimskandi að lifa við lygar og blekkingar og miða heimsmynd sína út frá þeim og er td. þjóðargjaldþrot okkar nærtækt dæmi um afleiðingar slíks.
Ekkert bendir til þess að til sé einhver guð eða guðir. Séu þeir til hafa þeir aldrei gert sannanlega vart við sig. Það nægir ekki að pétur og páll segist vera í daglegu sambandi við einhvern guð, þegar þeir segja öðrum frá því þá verður það bara eins og hver önnur kjaftasaga og þar að auki um abstraksjón, óhlutbundið fyrirbæri, sem eðli málsins samkvæmt er hægt að rífast um endalaust án þess að komast að neinni endanlegri niðurstöðu.
Ef til væri guð eða guðir (sem væru þá færir um að gefa mönnum tilveru sína til kynna) þá hefði raunverulegur fjöldi þeirra verið ljós fyrir lifandis löngu. Það er augljóst. En enn í dag er deilt um þetta og það eru ótal trúarbrögð og ótal klofningstrúarbrögð innan þeirra og hvorki liggur fyrir fjöldi guðanna né hvaða trúarbrögð eru með rétta módelið að guðinum eða guðunum. Öll þessi trúarbrögð telja sig vera með einmitt réttu línuna sem þá þýðir að öll hin eru með upplogna villutrú - sem ber að uppræta. Þannig hefur þessi innbyrðis barátta vitleysunnar kostað fjöldamorð, pyndingar og aðrar ólýsanlegar hörmungar í gegnum aldirnar og gerir enn.
Allt þetta guðakraðaðk sem við blasir í ótal trúarbrögðum og mismunandi túlkanir í klofningsbrotum innan trúarbragða, ekki síst kristninnar, eftir að búið er að hjakka á dellunni í hringi árþúsundum saman, þýðir augljóslega að það eru engir guðir til amk. ekki í þeirri mynd sem trúarbragðaævintýri setja þá fram.
Baldur Fjölnisson, 31.3.2009 kl. 11:09
Ég var sjálfur skírður þarna í denn af sérstökum fulltrúa eins ótalmargra meintra guða en það var í raun bara formsatriði og viðskiptagjörningur og ekkert annað. Seinna var ég fermdur af sömu ástæðum og lofaði við það tækifæri að gera Jesús að leiðtoga lífs míns eins og hin en samt hafði það ekki nein sérstök merkjanleg áhrif sem er skiljanlegt þar sem Sússi var aldrei til, amk. ekki í þeirri mynd sem áróðursmaskína kirkjunnar nauðgaði honum fram. En þetta var að gerast í allt öðrum heimi, á annarri öld þegar veruleikahönnunin var á hendi örfárra. Það eru tvær ruslveitur og eiginlega búið, mogginn og ríkisútvarpið, biskupinn var næstum því eins mikill staðgengill jesúsar og pabba hans og páfinn og ef þú dirfðist að svo mikið sem gera grín að vitleysunni áttirðu yfir höfði þér málaferli vegna guðlasts. Er það ekki magnað, fyrir örfáum áratugum var það beinlínis lögbrot að bera opinberlega brigður á viðtekinn opinberan sannleika um trúarlegar abstraksjónir og þjóðsögur um einhverja óljósa himneska drauga og misheppnaða heimsendaspámenn! Sér var nú hver pólitíski rétttrúnaðurinn. Og að sjálfsögðu byggjast þessi trúarbragðaævintýri að vissu leyti á pólitík og pólitísk hugmyndafræði og átrúnaður á hana eru á hinn veginn amk. að hluta greinilega trúarlegs eðlis. Þeir sem eru prógrammeraðir til að trúa himneskum ævintýrum verða þeim mun móttækilegri fyrir ómögulegri jarðneskri vitleysu sem er mokað í þá af pólitískri hlið trúmálanna. Að vísu bað Geir H. Haarde ekki gudda opinberlega að bjarga Íslandi fyrr en það var opinberlega farið á hausinn og hann gafst upp á að vera klappstýra og gerðist svefnmeðal.
Baldur Fjölnisson, 31.3.2009 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.