Mánudagur, 30. mars 2009
Er einhver hissa á lækkun krónunnar?
Púkanum finnst ekki skrýtið að krónan lækki. Þvert á móti finnst Púkanum furðulegt að sumir tali eins og hækkun krónunnar á næstunni sé algerlega óhjákvæmileg.
Staðan núna er sú að þau fyrirtæki sem gætu aflað gjaldeyris reyna mörg hver að komast fram hjá reglunum um skilaskyldu á gjaldeyri, með því að selja vörur fyrir krónu.
Þetta fer til dæmis þannig fram að fiskútflytjandi sendir fisk til kaupanda erlendis - sá kaupandi borgar í evrum til eiganda jöklabréfa, sem síðan borgar í krónum hér á Íslandi.
Allir þátttakendur í þessum þríhliða viðskiptum "græða".
Fiskútflytjandinn græðir, því hann fær á endanum fleiri krónur en ef hann hefði fengið evrur hingað heim og skipt þeim á því hálfopinbera gengi sem er hér.
Kaupandinn græðir því hann þarf að borga færri evrur en annars.
Jöklabréfaeigandinn græðir, því honum tekst að losna við krónurnar sínar á gengi sem er skárra en það gengi sem er í gangi erlendis.
Þeir sem tapa á þessu eru þeir sem þurfa af þessum sökum að horfa upp á minnkandi gjaldeyrisflæði til Íslands, sem aftur veldur stöðugri veikingu krónunnar, sem kemur sér illa fyrir flesta.
Jú, veikingin er góð fyrir skuldlaus útflutningsfyrirtæki - þau sem börðust í bökkum þegar krónan var allt, allt of sterk .... en þau eru bara ekkert voðalega mörg.
Þetta ástand er að hluta afleiðing kolrangrar stefnu undanfarin ár og alvarlegum mistökum Seðlabankans, en að mati Púkans er enn það mikill þrýstingur á krónuna til staðar vegna jöklabréfanna, að engin ástæða er til að halda að hún styrkist á næstunni.
Krónan lækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 31.3.2009 kl. 17:38 | Facebook
Athugasemdir
Hvenær fer svo krónan aftur upp?Eða aðrir gjaldmiðlar niður?
Offari, 30.3.2009 kl. 13:37
2011?
Púkinn, 30.3.2009 kl. 14:18
Er ekki viðurlög við þessu mig minnir að ég hafi heyrt tveggja ára fangelsi er ekki bara að beita því og sjá hvort að þeir sem að sleppa vitkast ekki
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.3.2009 kl. 16:53
Þetta er leikið algjörlega með vitund og vilja kerfisins sjálfs enda liggur alveg ljóst fyrir hvað flutt er út og lítið mál að rekja þetta í (gervi)eftirlitsstofnunum ríkisins og síðan lögsækja þá og eftir atvikum fangelsa sem brjóta lög.
Baldur Fjölnisson, 30.3.2009 kl. 18:19
Það er ekki ljóst hvort lög séu brotin. Frá sjónarhóli útflutningsfyrirtækisins er það bara að selja í krónum.
Ef útflutningsfyrirtækið selur í erlendri mynt, þá er hægt að skylda fyrirtækið til að koma með gjaldeyrinn hingað heim og selja hann á þessu "falska" gengi sem er í gangi hér heima - sem jafngildir hreinlega eignaupptöku.
Málið er bara að í þessu dæmi sem ég lýsi, selur útflutningsfyrirtækið ekki í gjaldeyri - það gerir samning um greiðslu í íslenskum krónum. Kaupandinn útvegar þær síðan með samningi við jöklabréfaeigandann, sem er bara feginn að losna við þær krónur sem hann situr uppi með - en þær krónur voru hér á landi allan tímann....það er ekki um það að ræða að þær komi til landsins.
Útflutningsfyrirtækin voru svelt í langan tíma með allt, allt of háu gengi krónunnar - það er engin furða að þau vilji reyna að hagnast aðeins núna....og ef einhver vill halda því fram að einhver lög séu brotin væri forvitnilegt að heyra hvaða lög það ættu að vera.
Púkinn, 30.3.2009 kl. 18:43
Öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast fyrir seldar vörur og þjónustu eða á annan hátt, skal skilað til fjármálafyrirtækis hér á landi innan tveggja vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Þetta er skv. lögum um gjaldeyrismál sem var síðast breytt í lok nóv. sl. ef ég man rétt. Geti eða vilji ekki kerfið og (gervi)eftirlitsstofnanir þess framfylgja þessum reglum þá þarf það að sjálfsögðu að fara í rannsókn.
Baldur Fjölnisson, 30.3.2009 kl. 19:06
Baldur - í því dæmi sem ég lýsti, þá eignast útflutningsfyrirtækið ekki erlendan gjaldeyri - það selur í krónum. Það er auglljóslega verið að fara í kringum lögin, en ég sé ekki að þau séu brotin að þessu leyti.
Púkinn, 30.3.2009 kl. 19:18
Þetta er reyndar skv. Reglum um gjaldeyrismál, nr. 1082/2008. Þær byggjast á lögum um gjaldeyrismál og má finna í stjórnartíðindum, stjornartidindi.is
Baldur Fjölnisson, 30.3.2009 kl. 19:19
Skal ekki segja um það Púki. Þetta virðist það einföld hola sem þú lýsir að jafnvel það heiladauða lið sem skrifar undir Reglur nr. 1082/2008
Davíð Oddsson,
formaður bankastjórnar.
Eiríkur Guðnason
bankastjóri.
Ingimundur Friðriksson
bankastjóri.
hefði átt að geta (amk. með aðstoð) séð við holunni.
Baldur Fjölnisson, 30.3.2009 kl. 19:22
Óheimilt er að gefa út og selja verðbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjöl eða aðra framseljanlega fjármálagerninga þar sem uppgjör fer fram í öðrum gjaldeyri en útgáfan og íslensk króna er einn af gjaldmiðlum uppgjörs. Hafi útgáfa farið fram í íslenskum krónum er skylt að leggja andvirði sölu inn á reikning í íslenskum krónum á nafni útgefanda í fjármálafyrirtæki hér á landi.
...segir í téðum Reglum.
Baldur Fjölnisson, 30.3.2009 kl. 19:28
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lét eignir sínar hér setja þessar reglur þarna í lok nóv. þegar evran var komin í 180 kr. og frekara hrun og fjármagnsflótti blasti við á hérlendum gervigjaldeyrismarkaði. Eftir um hálfan mánuð hafði evran fallið í eitthvað 145 kr. en var samt komin um eða yfir 170 um áramótin. Síðan féll hún í tæpar 140 kr. núna snemma í mars en þá höfðu viðskiptaaðilar á þessum gervimarkaði náð að gera heiladautt lið í seðlabankanum algjörlega fallít og evran hefur því risið í yfir 160 kr. og virðist fátt geta stoppað hana jafnvel á þessum gervimarkaði.
Baldur Fjölnisson, 30.3.2009 kl. 19:45
Hvað ofanfarandi reglur varðar, þá eru menn að fara á svig við anda þeirra, en mér sýnast menn nota sér "loophole" til að komast hjá því að beinlínis brjóta þær.
Gengi krónunnar er nálægt því að vera "eðlilegt" um þessar mundir. Hún myndi falla langr niður fyrir það sem eðlelegt er, ef gjaldeyrishöftum væri aflétt, en það er ekkert annað en barnaskapur að gera ráð fyrir því að umtalsverð hækkun hennar á næstunni sé raunhæf.
Púkinn, 30.3.2009 kl. 21:01
Púkinn, Eins og þú lýsir þessu er 2 erlendir lögaðilar að versla með gjaldeyri í erlendri lögsögu. Engin íslensk lög ná yfir erlenda lögaðila sem gera samning sín á milli á erlendri grund. Jöklabréfaeigendur hafa sett á stofn gjaldeyrismarkað með ISK í erlendri lögsögu sem er löglegt í þeirra landi. Á meðan gengið fyrir utan Ísland er 240kr evran verður mikil eftirspurn eftir evru á 160 kr, 180 kr og 200kr. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum um vanhugsuð lög þar sem útlendingar halda á öllum spilunum og íslendingar borga. Það sorglega við þetta var að í nóvember hefði átt að setj kr. á flot láta gengið falla niður fyrir 300kr evran og losna við óþolinmóða eigendur. Kr hefði síðan rétt úr sér og nú værum við ekki í þessu erfiðum málum borgandi himinháa vexti. Miðað við að eigendur bréfanna hefðu leyst þau út á 300 kr evran eru við nú að borga þeim 35% vexti á þessum bréfum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 30.3.2009 kl. 21:48
hvað er til ráða PÚKI'?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:10
Það er engin fullkomin lausn. algert, snögg afnám gjaldeyrishafta myndu leiða til verulegs hruns krónunnar, með fífurlegri aukningu skulda .þeirra sem skulda í erlendri mynt, auk verulegra hækkana á innfluttum vörum, með tilheyrandi verðbólgu. Viðskiptajöfnuðurinn yrði hins vegar mjög jákvæður að þessu loknu, sem myndi leiða til jafnrar, stöðugrar styrkingar krónunnar í framhaldinu.
Það er hægt að draga þetta á lnginn með því að mjatla peningum krónubréfaeigendanna út smám saman, en það í raun viðheldur bara núverandi ástandi meðan á því stendur - þannig væri hægt að halda gengi krónunnar sæmilega stöðugu, á því róli sem hún er núna.
Það er hægt að velta vandanum yfir á framtíðina með því að semja við krónubréfaeigendur um að taka við löngum skuldabréfum.
Það er hægt að taka gríðarstórt lán og skuldsetja næstu kynslóðir til að leyfa krónubréfaeigendunum ap skipta krónunum í evrur núna.
Það eru fleiri leiðir...allar slæmar...bara misslæmar.
Púkinn, 31.3.2009 kl. 13:12
Allavega er eins og kerfið hafi allt í einu fengið vítamínsprautu í afturendann ...
"""Dreift var á Alþingi nú síðdegis nýju stjórnarfrumvarpi um breytingar tolla- og gjaldeyrislögum sem á að tryggja að markmið um skilaskyldu gjaldeyris náist þannig að hægt verði að byggja upp gjaldeyrisforða hér á landi. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum í nótt."""
"""Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir því, að útflutningsviðskipti vöru og þjónustu skuli fara fram í erlendum gjaldmiðli. Í greinargerð með frumvarpinu segir, að gengi íslensku krónunnar hafi farið lækkandi síðustu vikur og séu sterkar vísbendingar um að því markmiði með skilaskyldu á gjaldeyri að byggja upp gjaldeyrisforða vegna útflutningstekna, verði ekki náð þar sem aðilar séu ekki skuldbundnir til að selja útflutningsafurðir í erlendum gjaldmiðli.""" mbl.is
Baldur Fjölnisson, 31.3.2009 kl. 18:09
Jamm...þetta lokar þessari ákveðnu holu. Það eru hins vegar tvö önnur göt sem ekki er stoppað upp í.
Ekki vanmeta sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga.
Púkinn, 31.3.2009 kl. 18:14
Rífum þennan plástur af!!!...þetta ástand óvissu er óþolandi og allt of langt ferli???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 18:32
22. maí 2008 kl. 11.44 |
Seðlabankinn segir ekki unnt að slaka á peningalegu aðhaldi
Vísir, 22. maí. 2008 11:15
Seðlabankinn segir ekki unnt að slaka á peningalegu aðhaldi
Atli Steinn Guðmundsson skrifar:
Rökstuðningur Seðlabanka Íslands fyrir óbreyttum stýrivöxtum, 15,5%, felst fyrst og fremst í því að gengislækkunin fyrstu þrjá mánuði ársins hafi leitt til meiri verðbólgu í apríl og gæti jafnvel orðið meiri á næstu mánuðum en Seðlabankinn spáði í apríl.
Aukinn innlendur kostnaður og áhrif minnkandi framleiðsluspennu geri það að verkum að innlend eftirspurn dragist verulega saman á næstu árum og húsnæðismarkaðurinn kólni.
Seðlabankinn segir það brýnt að skammtímaverðbólga leiði ekki til víxlbreytinga launa, verðlags og gengis. Háum stýrivöxtum og öðrum aðgerðum sé ætlað að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem sé forsenda þess að böndum verði komið á verðbólgu og verðbólguvæntingar. Gjaldmiðlaskiptasamningar bankans við erlenda seðlabanka hafi haft jákvæð áhrif en leysi þó ekki allan vandann.
Tekur Seðlabankinn að lokum fram að ekki verði unnt að slaka á peningalegu aðhaldi fyrr en sýnt sé að verðbólga sé á undanhaldi enda fátt mikilvægara fyrir efnahag heimila og fyrirtækja en að sú þróun hefjist og verði hnökralítil.
Baldur Fjölnisson, 31.3.2009 kl. 22:30
Gjaldþrot ríkissjóðs og seðlabanka líklegt til að valda áfram stórfelldu hruni krónunnar
16. september 2008 kl. 9.16 |
Í lok 2. ársfjórðungs var staða ríkissjóðs gagnvart útlöndum neikvæð um 496 milljarða króna og hafði staðan versnað um 173 milljarða á 2. ársfjórðungi. Staða seðlabankans var þá jákvæð um 138 milljarða og hafði versnað um 81 milljarð á ársfjórðungnum. Það hefur greinilega verið mikið örvæntingarpump í gangi til að reyna að halda lífinu í heldur lasburða efnahagskerfi og húsnæðismarkaði sem líklega hrynur um amk. 50% á næstu misserum.
4. september 2008
Erlend staða þjóðarbúsins
2. ársfjórðungur 2008
Næsta birting: 4. desember
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir
Baldur Fjölnisson, 31.3.2009 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.