Púkinn og kosningakompásinn

Púkinn er í hálfgerðum vandræðum fyrir þessar kosningar - enginn flokkanna höfðar sérstaklega til hans og flokkurinn sem Púkinn kaus síðast er ekki til lengur.

Í von um að kosningakompásinn myndi gefa einhverjar vísbendingar svaraði Púkinn spurningunum, en niðurstöðurnar voru ekki afgerandi:

Lýðræðishreyfingin (P) 69%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) 65%
Borgarahreyfingin (O) 64%
Samfylkingin (S) 63%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 61%
Sjálfstæðisflokkur (D) 61%
Framsóknarflokkur (B) 60%

 Öll framboðin voru á bilinu 60-69%.  Nei, ekki er það gæfulegt....


mbl.is Kosningakompás mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Og Ástþór efstur! 

Einar Indriðason, 17.4.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Sigurjón

Þú kaust augljóslega Íslandshreyfinguna síðast.  Ég held að auður seðill eða jafnvel ógildur sé málið nú.

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Teljum bara niður listann.

Virðist ljóst miðað við kannanir að líkurnar á að P nái inn manni eru hverfandi.

VG eru ágætis kostur ef þú vilt stórauka hér aðkomu ríkisins að öllum málum og ert sáttur við að AGS stýri hér ríkisfjármálunum.

Borgarahreyfingin er meðal annars sá hluti Íslandshreyfingarinnar sem gekk ekki inn í Samfylkinguna. Við sem gátum ekki hugsað okkur að ganga til liðs við Samfylkinguna, sem tók jafnan þátt á við Sjálfstæðisflokk í því að blekkja okkur í aðdraganda hrunsins, tókum þátt í lýðræðis starfinu sem fram fór í aðdraganda Borgarahreyfingarinnar og síðan stofnun hennar. Þú kannast að sjálfsögðu við wiki vefinn Lýðveldisbyltinguna og hvernig þetta þróaðist.

Borgarahreyfingin vill ekki lofa neinu, en þú mátt trúa því að við ætlum okkur að taka til "Óspilltra" málanna.

Alvöru rannsókn og uppgjör við fortíðina mun auka traust alþjóða samfélagsins á okkur hraðar og þar með til dæmis skapa þér og þínum rekstri aftur betri rekstrarskilyrði erlendis.

Svona kompás gefur þó að sjálfsögðu aldrei skýra mynd, en hjálpar manni kannski að sjá svona landslagið aðeins.

En ef þú vilt sjá hér niðurfærslu vísitöluskráningar, rannsókn á hruninu sem um sakamál sé að ræða, upptöku annars gjaldmiðils í myntbandalagi eða einhliða, alhliða lýðræðisumbætur og uppstokkun í stjórnsýslunni. Fagráðningar ráðherra þar með taldar. Já þá er Borgarahreyfingin eitthvað sem þú ættir að skoða gaumgæfilega

http://borgarahreyfingin.is/stefnan

Baldvin Jónsson, 18.4.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sigurjón, að skila auðu á Íslandi er einfaldlega bara að henda rétti sínum til áhrifa út um gluggann.

Baldvin Jónsson, 18.4.2009 kl. 01:54

5 Smámynd: Sigurjón

Reyndar er það rétt hjá þér Baldvin.  Mér finnst líklegast að ég setji x við borgarahreyfinguna ef ég set x við eitthvað.  Það gæti kannske hrist upp í þessu fjárans pakki...

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 02:39

6 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Ég lét það eftir mér að prufa kompásinn og þá kom í ljós að (O) virðist falla best að minni sýn með um 87% fylgni en (D) er neðst með 50%.  Eftir að hafa lesið um "hvorki-né" aðferð Púkanns þá datt þá í hug að snúa þessu við og merkja við það sem ég vil ekki og mikilvægi þess í réttu hlutfalli.  Þá snérist dæmið við og gaf mjög ákveðna útkomu,  (D) var þá með 94% en (O) með 19%.     Kannski er betra að nota þá aðferð því þá virðist teygjst úr listanum og munurinn eykst.  Niðurstaðan er þó allavega sú að ljóst er að (D) er ekki inni í myndinni hjá mér í þessum kosningum hvar sem X-ið lendir svo á endanum.

Sigurður Sigurðarson, 18.4.2009 kl. 11:44

7 Smámynd: Sigurjón

Prófaðu x-o.  Bara einu sinni...  Það getur ekki orðið verra en fjórflokkurinn ferlegi!

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 15:18

8 Smámynd: Billi bilaði

Ég hef greinilega kosið rétt:

Kosningakompás mbl.is - niðurstaða

Samsvörun svara þinna við svör flokkanna er sem hér segir:

Flokkur Samsvörun
Borgarahreyfingin (O)84%
Samfylkingin (S)77%
Lýðræðishreyfingin (P)64%
Framsóknarflokkur (B)64%
Frjálslyndi flokkurinn (F)62%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)62%
Sjálfstæðisflokkur (D)34%

Slóð: http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/compass.html
Skoðað: 2009-04-19 16:08
© mbl.is/Árvakur hf

Billi bilaði, 19.4.2009 kl. 16:12

9 Smámynd: Sigurjón

Borgarahreyfingin (O) 80%
Framsóknarflokkur (B) 79%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 78%
Samfylkingin (S) 75%
Lýðræðishreyfingin (P) 72%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) 68%
Sjálfstæðisflokkur (D) 67%

Það er greinilegt að ég ætla líka að kjósa rétt...

Sigurjón, 19.4.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband