Að toppa á réttum tíma

Það skyldi þó aldrei vera að Borgarahreyfingunni takist það sem margir flokkar hafa árangurslaust reynt að gera í gegnum tíðina - að toppa í vinsældum á hárréttum tíma - á kjördeginum sjálfum?

Nú er Púkinn ekki að lýsa yfir stuðningi við Borgarahreyfinguna - ekki beint - Púkinn er hreinlega ekki viss hvað hann á að kjósa og sumt af því sem kemur frá Borgarahreyfingunni er aðeins of barnalegt til að höfða til Púkans.

Sú hugmynd að handfæra vísitölur til baka er engu betri en 20% skuldaniðurfellingarhugmynd Framsóknarflokksins og  hefur sömu galla og sú hugmynd.

Sú hugmynd að velja einstaklinga af handahófi úr þjóðskrá til að endursemja stjórnarskrána er arfavitlaus að mati Púkans - svona svipuð því og að segja að Alþingi eigi að endurspegla þjóðina.  

Þegar Púkinn hefur heyrt einhverja halda þessu fram spyr hann gjarnan: "Þú vilt semsagt að helmingur alþingismanna sé með greind undir meðaltali"?  Púkinn er nefnilega að þessu leyti fylgjandi ákveðinni elítustefnu - hann við að leiðtogar þjóðarinnar séu ekki meðaljónar, heldur úr hópi þeirra sem hafa betri menntun og reynslu en meðaltalið.

Sama á við um þá sem endursemja stjórnarskrána - það er full þörf að gera það, en Púkinn treystir ekki hverjum sem er til þess.  Púkinn myndi frekar vilja setja landsliðið í skák í það mál - þá fengi maður þó einhverja sem eru færir um að hugsa meira en einn leik fram í tímann - nokkuð sem dæmigerðir stjórnmálamenn virðast ófærir um.

Hins vegar er Púkinn ekki viss um að þetta skipti miklu máli - hann er nefnilega að komast á þá skoðun að Íslendingar séu upp til hópa fífl og eins og Lao Tzu sagði, "Sérhver þjóð fær þá leiðtoga sem hún á skilið".

Púkinn efast um að nokkuð muni breytast, jafnvel þótt veruleg uppstokkun verði á Alþingi, eins og útlit er fyrir.


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég hef nú ekki orðið var við að þingmenn hafi greind yfir meðaltali.

Baldvin Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Og ég er ekki viss um að menntun skili endilega aukinni greind eða hæfni til að leiða þjóð á heiðarlegan hátt!

Margrét Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 11:30

3 Smámynd: Sigurjón

Hvor skyldi vera líklegri til að misnota aðstöðu sína: Sá greindi eða meðaljóninn?

Sigurjón, 21.4.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Púkinn

Það er alveg rétt að menntun er ekki allt - gott dæmi um það er hvernig tiltekinn dýralæknir brást gjörsamlega ... og þeir eru nú margir lögfræðingarnir sem hafa notað aðstöðu sína á ýmsa vafasama vegu.

Ef hins vegar ætti að gera Alþingiað einhverju þversniði þjóðarinnar, þá mætti allt eins stíga skrefið til fulls og beinar, milliliðalausar rafrænar kosningar þjóðarinnar um öll mál.  Það væri hins vegar fáránlegt - það myndi krefjast þess að fólk væri að eyða sínum tíma í að setja sig inn í mál sem það hefur ekki tíma til að gera svo vel sé.

Púkinn, 21.4.2009 kl. 14:17

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég vissi ekki til að menn þyrfti að standast greindarpróf til að bjoða sig fram til þings.  Kannski ekki vitlaus hugmynd.

Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 20:27

6 Smámynd: Billi bilaði

Ég útbjó greindarpróf, og stóðst það svo. Kannski maður bjóði sig fram næst...

Billi bilaði, 25.4.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband