Laugardagur, 9. maí 2009
Góðar fréttir fyrir suma
Þótt sumum finnist það ef til vill eins og að strá salti í sárið, þá vill Púkinn nú minna á að verði krónan veik í nokkur ár, þá eru það góðar fréttir fyrir ýmsa.
- Útflutningsfyrirtæki sem höfðu vit á að taka ekki lán í erlendri mynt ættu að vera í góðum málum. Á "góðærisárunum" var erfitt að reka þannig fyrirtæki. Þessir örfáu vitleysingar sem voru vorui að rembast við að flytja út vörur og þjónustu voru í slæmum málum á þeim tíma þegar krónan var allt, allt of sterk. Enginn hlustaði á umkvartanir þeirra um taprekstur og fyrirtækin urðu að steypa sér í skuldir, ganga á varasjói eða flytja framleiðsluna úr landi. Nei, þau svör sem þessi fyrirtæki fengu var bara að um "eðlileg ruðningsáhrif" væri að ræða - þau gætu bara sjálfum sér um kennt að vera í svona rekstri. Nú hefur pendúllinn sveiflast í hina áttina og "eðlilegu ruðningsáhrifin" eru að hreins burt innflutningsfyrirtæki og aðila sem fóru óvarlega í fjárfestingum....en skuldlausu útflutningsfyrirtækin fá nú loksins tækifæri til að vinna til baka tap "góðæristímans".
- Ferðaþjónusta innanlands ætti að njóta góðs af því að ísland verði "ódýrt" land um tíma í augum erlendra ferðamanna.
- Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki sem sníða sér stakk eftir vexti og treysta ekki alfarið á utanaðkomandi fjármagn gætu mörg verið í góðum málum.
Eins og blaut tuska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
það er búið að skapa skattaparadís hér á íslandi fyrir fyrirtæki, afhverju þurfa þau að flytja úr landi ? það virðist eingin endir á heimtifrekju þeirra sem eiga fyrirtæki , svo í frekjukastinu hóta þeir að fara úr landi, en gleima að í útlandinu er ekkert betra að vera. svo á að taka upp dollar eða einhverja allt aðra mynnt en við notum núna.
GunniS, 9.5.2009 kl. 11:29
af hverju þurfa fyrirtæki að flytja úr landi? Tja, t.d. vegna skorts á réttu starfsfólki, eða vegna þess að Ísland er ekki samkeppnishæft að einu eða öðru leyti...nú eða til að vera nær viðskiptavinunum.
Púkinn, 9.5.2009 kl. 15:18
Ekki gleyma pólískum og efnahagslegum stöðuleika. Þetta skiptir fyrirtæki miklu máli, þau þurfa að vita að lögum og reglum sé ekki breytt á 5 mín. fresti. Gunni, af hverju heldu þú að fyrirtæki í Evrópu séu að flykkjast til Sviss um þessar mundir en ekki til Íslands?
Andri Geir Arinbjarnarson, 10.5.2009 kl. 07:37
Gott að þú ert kominn aftur. Ég hélt að þú hefðir sokkið í valkvíða þess hvar þú ættir að setja atkvæðið þitt.
Billi bilaði, 10.5.2009 kl. 23:44
Þjóð sem ekki getur boðið þegnum sínum mannsæmandi kjör heldur ekki í þá.
Þegar þvottavélin kostar u.þ.b. mánaðarlaun verkamanns er eitthvað að.
Ef núverandi gengisvísitala verður staðreynd um langan tíma þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að það verður fólksflótti frá landinu og þá verður skortur á ,,réttu starfsfólki"
Magnús Birgisson, 11.5.2009 kl. 08:20
"Þegar þvottavélin kostar u.þ.b. mánaðarlaun verkamanns er eitthvað að"
Vá, hvað sumir eru orðnir spilltir af góðærinu!!
Segðu Indverjum, Kínverjum, Indónesíubúum, íbúum ýmissa Afríkulanda og landa í Suður-Ameríku að þvottavél eigi að kosta minna en mánaðlaun verkamanns...Ég get alveg sagt þér hvert svarið verður:
Hvað er þvottavél?
Maelstrom, 19.5.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.