Mun "sjáandinn" biðjast afsökunar á morgun?

Það er auðvelt að þykjast vera "sjáandi" og spá fyrir um atburði, en tvær leiðir eru vænlegastar til að ná árángri á því sviði.

Annars vegar má koma með spádóma sem eru nægjanlega óljósir í stað og tíma.  Hins vegar má spá atburðum sem eru næsta líklegir að gerist hvort eð er.

Það er hins vegar sjaldan sem "sjáendur" gerast svo kræfir að nefna ákveðna atburði og tiltekinn stað og tíma - því þá er svo auðvelt að sýna fram á að viðkomandi hafði rangt fyrir sér.

Púkinn er þess fullviss að á morgun mun meintur "sjáandi" þurfa að biðjast afsökunar á því að hafa hrætt fólk að óþörfu og vonandi verður niðurstaðan sú að einhverjir hætta að taka mark á svona þvættingi.

Því miður mun niðustaðan sennilega frekar verða sú að næst þegar þokkalegur jarðskjálfti verður á Reykjanesi, þá munu einhverir trúa því statt og stöðugt að þar hafi spádómurinn verið uppfylltur - jafnvel þótt mánuðum skeiki og styrkur sjálftans verði ekkert í líkingu við spána.

Það er nefnilega svo auðvelt að vera auðtrúa og kokgleypa svona þvætting.


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er auðvelt að vera heimskingi... enn auðveldara er að hafa peninga af heimskingjum

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já.. en EF ;)  hvað þá ?

Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Liberal

Ok... en ef það verður jarðskjálfti, ætlar þú þá að biðja hana afsökunar?

Mér finnst nú einfaldlega mjög stórmannlegt af þessari konu að koma fram með það sem hún trúir að muni gerast, hún virðist sannfærð um það og vill að aðrir heyri það sem hún hefur að segja.

Eða viltu kannski að hún þegi yfir því sem hún er sannfærð um, vegna þess að annars verður hún að athlægi?

Hún segir frá þessu, vitandi það að fólk eins og þú munt hrauna yfir hana, en trú hennar er slík að henni finnst það samt vera þess virði.

Hvort sem þú kýst að trúa þessu eða ekki, það er aukaatriði, þarna er kona að fylgja sannfæringu sinni og heimurinn væri betri ef fleiri gerðu slíkt hið sama. 

Liberal, 27.7.2009 kl. 14:34

4 identicon

Óskar: Lucky guess...
Ótal miðlar og ruglukollar eru að spá hinu og þessu daginn inn og daginn út... einhver mun hitta á rétt... en það segir ekki neitt, rétt eins og það segir ekkert spes að fólk vinni í lottó

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 14:34

5 identicon

Liberal er alger ruglukollur... hún er að fylgja sannfæringu sinni... betra væri ef allir gerðu slíkt... HALLÓ þetta er ekki sannfæring, þetta er rugl í hausnum á henni.
Mansut eftir þeim sem flugu á turnana í NY, þeir voru að fylga sannfæringu sinni um að þetta væri það sem galdrakarlinn þeirra vildi
Þetta er eitt af því fáránlegasta sem ég hef heyrt... líklega er Liberal spámaður alveg eins og Lára.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 14:39

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, strákar...  það er þrælgaman að hamfara- og heimsendaspám þótt maður trúi þeim ekki.

Þær gefa lífinu lit og okkur eitthvað skemmtilegt til að tala um og hlæja að, ekki satt? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.7.2009 kl. 15:36

7 Smámynd: Púkinn

Vandamálið er þegar einfaldt og auðtrúa fólk trúir spádómaþvættingi og lætur hann stjórna lífi sínu - og það gildir einu hvort um er að ræða jarðskálftaspádóma sjáenda, guglið í Opinverunarbók biblíunnar eða skýrslur greiningadeilda bankanna um efnahagsþróun á Íslandi.

Púkinn, 27.7.2009 kl. 15:57

8 identicon

Það má ekki hlægja að þessu nema í og með... sjáið bara Gunnar á krossinum, hann lifir á útbrunnum fíklum og veiku fólki.
Við megum ekki hlægja að svona... við megum ekki hlægja að ríkiskirkju sem sýgur þúsundir milljóna af almúganum....
Við verðum að stoppa alla hjátrú af... annað er vanvirðing fyrir einföldu fólki :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 16:06

9 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Vá.

Hólmfríður Pétursdóttir, 27.7.2009 kl. 17:26

10 Smámynd: Kama Sutra

Ég held að spákellingin trúi þessu ekki einu sinni sjálf.  Sumt fólk gerir ýmislegt fyrir 15 mínútur af frægð...

Kama Sutra, 27.7.2009 kl. 17:57

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það alvarlega er hvað fjölmiðlar eru til í að hampa svona hlutum. Rökfærsla Liberal gengur auðvitað ekki upp. Þetta er ekki spurning um sannfæringu nokkurs manns. Það er verið að spá um hluti sem byggjast á eðlisfræði jarðarinnar. Spurningin er sú hvort einhverjar líkur séu fyrir því að spá sem byggð er á sýnum og sannfæringu sé skynsamlega líklega  og í samræmi við einhvern efnisveruleika. Slík spá getur reyndar ræst fyrir hreina tilviljun. En menn sjá ekki svona fyrir með vitrunum einum saman. Náttúruhamfarir eins og jarðskjálftar eru alvarlegir atburðir og þess vegna er það ábyrgðahluti af fjölmiðlum að flagga svona sem einhverri alvöru. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.7.2009 kl. 18:49

12 Smámynd: Óli Jón

Ég vek athygli á góðri klippu á YouTube sem útskýrir m.a. hvers vegna 'sjáendur' og 'miðlar' virðast stundum hafa rétt fyrir sér. Í henni kemur fram að það væri eiginlega afar undarlegt ef furðulegar tilviljanir ættu sér ekki stað endrum og sinnum :)

Óli Jón, 27.7.2009 kl. 19:54

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég skil reyndar ekki hvers vegna fólk lætur svona "spádóma" hræða sig. Við búum í landi þar sem við getum átt von á jarðskjálftum af mörgum stærðum og gerðum hvenær sem er... Ergo, ef fólk er hrætt við svona "spádóma" þá getur það ekki lifað hræðslulausu lífi á Íslandi, því næsti skjálfti gæti komið á morgun (er þetta kannski spádómur hjá mér ?)

Annars tek ég undir með Láru Hönnu, um að gera að hafa smá krydd í tilverunni, þó svo ekkert gerist...fyrr en á morgun

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2009 kl. 22:43

14 Smámynd: ThoR-E

viðbrögð fólks við þessu eru náttúrulega fáránleg ... hún segir í viðtali sem fjallar um hana sjálfa, fyrri spádóma ofl .. og tekur þetta fram .. og fólk algjörlega missir sig.

ég held að við ættum að hafa meiri áhyggjur af þessu millifærslum bankaeigendanna rétt fyrir hrunið ... það er mun alvarlegra mundi ég segja.

ThoR-E, 28.7.2009 kl. 00:11

15 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ef manneskjan er skyggn og hún sér þetta þá finnt mér hún mjög hugrökk að koma fram og láta vita af þessu, ef hún hefði ekki gert það og svo hefði komið þessi skjálfti sem á nú kanski eftir að koma fljótlega þá hefði allt orðið vitlaust af hverju lét hún ekki vita ?? þannig að ég tek upp hanskann fyrir þessari konu og endilega haldi hún áfram að tilkynna svona ef hún sér það

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.7.2009 kl. 00:27

16 identicon

Guðbjörg það er ekki til skyggn manneskja, slík manneskja hefur og mun aldrei verða til.
Ekki vera eins og villimenn í frumskógi.... aðeins fólk sem veit ekki neitt og eða er alið upp á trúarstofnun eins og ríkiskirkju trúir á yfirnáttúrulega hluti
Þetta er allt lygar krakkar, get over it

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 08:35

17 Smámynd: 365

En hvað segir Doctorinn þá um Magnús Skarp, bróður Össurrarr?

365, 28.7.2009 kl. 09:06

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Guðborg: ef hún hefði ekki látið vita, hefði enginn orðið brjálaður - vegna þess að hún lét engan vita...ekki urðu allir brjálaðir yfir öllu hinu sem hún á að hafa séð fyrir en sagði ekki frá.

Hins vegar finnst mér þetta Madeleine McCann mál frekar ógeðfellt. Allir heimsins "miðlar" virðast í beinu sambandi við vesalings barnið. Athyglissýki á kostnað syrgjandi aðstandenda, ekkert annað.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.7.2009 kl. 09:31

19 identicon

Maggi Skarp er er líka ruglukollur... allir sem lifa á að boða yfirnáttúrilega hluti geta bara verið geðsjúkir og eða glæpamenn.

Ég óska íslandi til hamingju með að vera með lélegasta blað í heimi... Mega Biskupa Blaðið AKA MBL

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 09:56

20 identicon

Óskar.. mbl er enn sjúkara... það má með sanni segja að mbl ýti undir ótta, hrekur fólk af heimilum sínum með þvaðri úr glæpakvendi sem segist tala við NAFNLEYSINGJA að handan.

MBL er þjóðarskömm

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:53

21 Smámynd: Sævar Einarsson

mbl.is bloggið er alveg tilvalið fréttaefni fyrir Penn & Teller Bullshit

Sævar Einarsson, 28.7.2009 kl. 12:10

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

@sævarinn.. Penn og Teller er bullshit.. afksaplega fátt sem kemur frá þeim af viti..

Óskar Þorkelsson, 28.7.2009 kl. 12:24

23 identicon

Penn & Teller hitta mjög oft naglann algerlega á höfuðið... stundum ekki..

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 12:31

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

oft ratast kjöftugum satt á munn... megnið af því sem þeir bulla er einmitt BULL

Óskar Þorkelsson, 28.7.2009 kl. 12:39

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Óskar: hvað er það sem þér finnst svona mikið bull?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.7.2009 kl. 13:21

26 Smámynd: Kommentarinn

Ég hugsa að P&T hafi rétt fyrir sér í vel yfir 50% tilfella.. Fólk sem trúir á kjaftæði á bara oft erfitt með að sætta sig við raunveruleikann eins og hann er...

Kommentarinn, 28.7.2009 kl. 13:26

27 identicon

Framtíðarsýn Láru frestaðist vegna þess að það var svo kalt....  hafið þið heyrt ÖMURLEGRI afsökun hahahaha

Og það frábærasta af öllu er að mbl styður þessa konu með ráðum og dáð, það má ekki segja sannleikann um hana... ég fékka að kenna á því og blogginu mínu lokað.
Er þetta ekki frábær vinnubrögð hjá mbl... fjölskyldur á flótta og sofa í tjöldum vegna hjátrúarfrétta mbl.
mbl er líklega að heimskuvæða ísland svo allir kjósi krossD í næstu kosningum. ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:41

28 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvar sagði hún það, Doksi?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 13:29

29 identicon

Hún þarf ekkert að byðjast afsökunnar á neinu.

Við ráðum því sjálf hvort við trúum henni eða ekki.

En hvað finnst okkur um fólk sem er alltaf að kalla úlfur, úlfur; og svo er enginn úlfur!

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 14:07

30 identicon

Þetta var á visir.is í gær...  sénsinn að framtíðarsýn einhver breytist vegna veðurs.. hrein vitleysa að koma með svona afsökun

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 14:59

31 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Væri þá allt í lagi fyrir mig að segjast hafa komið fyrir sprengju undir húsinu þínu, vegna þess að þú trúir því ekki, Jón? Því miður er til fólk sem þjáist af þeirri óheppilegu blöndu að vera bæði hrætt við jarðskjálfta og að trúa á miðla. Ég ímynda mér að það fólk hafi ekki átt skemmtilegt kvöld, og ekki skánar það þegar miðillinn segir að skjálftinn muni koma, hún viti bara ekki alveg nákvæmlega hvenær.

Ég er ekki hrifin af þeim sem kalla "úlfur, úlfur!", hvort sem þeir þykjast vera (eða halda í alvöru að þeir séu) skyggnir. Þessi dæmisaga á reyndar sérstaklega vel við í þessu tilviki - miðillinn vildi athygli svo hún gargaði "jarðskjálfti, jarðskjálfti!" Sem betur fer er engin hætta á því að hún hafi rétt fyrir sér í framtíðinni, svo skaðinn er minni en hjá smaladrengnum lygna.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 15:10

32 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Finn þetta ekki...var þetta í 'fréttum' eða slúðrinu?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 15:15

33 identicon

Fréttum... hún spáði líka heklugosi eða i einhverju öðru eldfjalli (Vá) sem og að Obama yrði sýnt banatilræðið(Sem er afar líklegt)...
Húnn sagðist einnig vita hvar Medelene McCann væri niðurkomin.

Frábær leit á visir.is NOT.... vonlaust að skoða eldri/finna fréttir; Leitarstrengur "Lára Ólafsdóttir" skilar blanko skjá með auglýsingum... kannski eitthvað yfirnáttúrulegt að ferðinni ha :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 15:48

34 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kannske birtist fréttin ekki fyrr en á morgun og þú ert bara skyggn

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 23:39

35 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég sé...ég sé...alltof margar gæsalappir...

Ég fann þetta á dv.is, en þarna talar bara um veðrið, en minnist ekki á eldgos.

"Hún sagði jafnframt að miklar breytingar hefðu verið í veðri undanfarið svo sem mikið rok og frost. Það væri eitthvað sem væri að fara gerast."

Mér finnst hún reyndar ekki kenna veðrinu um "frestun" "spádómsins" þarna, heldur telur hún að veðrið undanfarið sé "tákn" í sjálfu sér.

Í eldri "frétt" kemur þetta svo fram: 

"„Ég sé jarðsprungu þarna á Krýsuvíkursvæðinu. Það er heldur ekki langt í tvö eldgos á landinu, hvort annað verður þar og hitt í Heklu, ég hef ekki fengið nægilega skýr skilaboð um það til að vilja fullyrða það."

og 

"Einnig segir hún vera stutt í banatilræði við Barack Obama Bandaríkjaforseta."

Ég finn samt enn ekkert á vísi...ætli kerlingin hafi látið þá kippa þessu út aftur?

"Hæfileikar" Láru (til sjálfsblekkingar og/eða lyga) koma mér sífellt á óvart.  Ætli ég verði ekki að kíkja í Vikuna og sjá hvort ég megi búast við einhverju fleira. Með svona track-record er auðvitað ekki annað hægt en að taka mark á manneskjunni...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.7.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband