Sjálfstæðisflokkurinn stórskaðar Ísland

En hvað það væri nú gaman ef formaður Sjálfstæðisflokksins myndi viðurkenna ábyrgð flokksins á því hvernig staða Íslands er í dag...

...viðurkenna ábyrgð flokksins á að hafa (ásamt Framsóknarflokkinum) klúðrað einkavæðingu bankanna gersamlega.

...viðurkenna ábyrgð flokksins á að hafa ekki lögleitt regluverk sem hélt aftur af fjárglæframönnunum,á þeim tíma þegar flokkurinn var leiðandi í stjórn landsins.

...viðurkenna að flokkurinn brást gersamlega (ásamt Samfylkingunni) á þeim tímapunkti þegar allt hrundi.

 Já, það væri gaman ef menn gætu viðurkennt hvar stór hluti ábyrgðarinnar liggur.


mbl.is Stórskaðar hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli frjósi ekki fyrr í helvíti ... eins og einhver sagði.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Helgi Baldvinsson

Það væri óskandi að þessir menn í framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum lærðu að skammast sín, í að minnsta að þegja.

Helgi Baldvinsson, 17.8.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Bergur sagði það........

Ævar Rafn Kjartansson, 17.8.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Billi bilaði

En af hverju ætti hann að gera það með 30% fylgi? Eða ætli það sé 40% núna?

Billi bilaði, 18.8.2009 kl. 04:36

5 Smámynd: Einar Indriðason

Afhverju ætti formaður sjálfstæðisflokksins að biðjast afsökunar?  Það er ekki til hefð fyrir því að stjórnmálamenn biðjist afsökunar, hvað þá sjálfstæðisflokkurinn, þrátt fyrir 18 ára rányrkju.  Samanber fleyg orð:  "*HAFI* mér orðið á, þá biðst ég afsökunar".  Þessi orð segja manni að viðkomandi er ekki enn að sjá sinn hluti í hrunin, en hann er tilbúinn til að sletta svona smá afsökun í skrílinn, ef ské kynni að það gæti lagað málið eitthvað.  (Þetta er samt á engan hátt viðurkenning á því að eitt eða neitt hafi verið að.... af þeirra hálfu...)

Og hví ætti núverandi formaður að vera neitt betri?  Nei, nú er sko um að gera að spila á gullfiskaminnið hjá fólki, og reyna að veiða, veiða atkvæði.....

Í öllum þeim viðtölum sem ég hef heyrt og/eða séð við núverandi formann sjálfstæðisflokksins, þá hef ég aldrei nokkurn tímann séð bljúgan stjórnmálamann vera að tjá sig með hagsmuni almennings að leiðarljósi.  *ALDREI*.  Hann er að hugsa um sig og sína... fyrirtækin sín, og einkavinina.  En *ALDREI* almenning.  Hann er ekki til þess hæfur, þar sem hann er ekki á sama level og flestallur almenningur.

það besta sem hann gæti gert, væri einfaldlega að stein-grjóthalda kjafti, og gá hvort það virki á gullfiskaminnið... Betur heldur en vera sífellt að kroppa í sárið eða minninguna.....

(En ekki segja honum þetta.)

Einar Indriðason, 18.8.2009 kl. 08:49

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú virðist gersamlega blindur fyrir því sem er að gerast hér í samfélaginu, Friðrik. Allur í fortíðarhyggju, þegar stefnt er á það í þessari viku að ljúka sumarþinginu (orð Ragnheiðar Ástu) og samþykkja ríkisábyrgðina, sem yrði okkur til mesta stórskaða sem við höfum nokkurn tímann orðið fyrir frá móðuharðindunum.

Í 1. lagi eigum vð ekki að borga, það er morgunljóst af tilskipun Evrópubandalagsins frá 1994.

Í 2. lagi er stefna stjórnvalda nú stórhættuleg, eftir því sem ráða má af ummælum Jóhönnu og Steingríms í hádegisútvarpi Rúv. Hún "hefur ekki trú á gagntilboði" frá bretum og Hollendingum, þótt fyrirvararnir geti þýtt margfalt minni greiðslur árlega en til stóð skv. svavarssamningnum! Fyrirvararnir eru einskis nýtir, ef þeir eru ekki settir inn í Icesave-samninginn sjálfan, en það tekur Steingrímur ekki í mál, en þau kalla það samt ekki samningsrof, að skilmálum sé þannig gerbreytt eftir á! Fyrirvararnir eru einhliða gjörð, sem verður því ekki virt neins, en hins vegar mun samþykkt ríkisábyrgðarinnar fela í sér viðurkenningu Alþingis á því, að við skuldum þeim allt þetta fé (sem við skuldum þeim vitaskuld alls ekki allt til þessa dags), hundruð milljarða króna, og að vextirnir skuli vera eins og samið var um (5,55%). Til þess að svavarssamningurinn yrði bindandi fjárskuldbinding ríkisins og þjóðarinnar, yrði Alþingi að samþykkja hann, og það ætla þau sér, Steingr. og Jóhanna. Þá mun loks, eftir 7 ár, koma endanlega í ljós, að Bretar hrósa hér happi, þeir gera fullar fjárkröfur skv. samningnum, en ekki skv. e-m fyrirvörum sem þeir áttu engan þátt í. Núv. stjórnvöld eru að leggja þá byrði á eftirmenn sína að segja við Breta: "Við borgum bara skv. fyrirvörunum, við höfum ekki skyldu til neins annars skv. lögum frá Alþingi." En þá svara bretar með því að leggja samninginn í dóm – ekki gerðardóm, ekki alþjóða- né Evrópudóm, heldur sinna eigin brezku dómstóla, sem skv. svavarssamningnum hafa dómsvald í málinu!! (Já, burt með svavar, hann á útlegðardóm skilið). Síðan geta bretar gert aðför að eignum ísl. ríkisins, að vísu ekki hér á landi skv. ísl. lögunum, en skv. samningnum, og þá yrði gjaldeyrisforði okkar í Washington ekki óhultur fyrir þeim, né varðskip okkar utan landhelginnar o.s.frv.! Komi þeir ekki höndum yfir eignir okkar þannig, munu eir valda okkur hrikalegum vandræðum með öðrum hætti, viðskiptaþvingunum o.s.frv. til að nýja okkur til uppgjafar, og þeir munu hugsanlega, ef sjóðþurrð er hér, taka fiskveiðiheimildir upp í allt heila klabbið.

Og þú hamast gegn Sjálfstæðisflokknum! Ertu ekki í honum sjálfur?! Hamastu gegn honum, þegar hann hefur rangt fyrir sér, en hér hefur Bjarni margfalt réttara fyrir sér en þú og samanlögð Icesave-stjórnin.

Aðgerða er þörf. Mætum nú alla daga á Austurvöll að mótmæla!!! Látum ekki "ljúka málinu" með þeim hætti, að íslenzk þjóð sé svikin og særð holundarsári.

Jón Valur Jensson, 18.8.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband