Mánudagur, 31. ágúst 2009
Bílalán í erlendri mynt - heimska eða vítavert athæfi?
Sparsemi og þolinmæði virðast sjaldgæfir eiginleikar meðal Íslendinga. Þeir þóttu skrýtnir árið 2007 sem vildu spara sér fyrir bíl, staðgreiða hann, aka á honum skuldlausum frá fyrsta degi - og láta hann endast í 10 ár eða meir.
Nei, stór hluti þjóðarinnar vildi það nýjasta og það besta...og vildi það strax. Bíl núna...borga seinna.
Fólki var boðið upp á "hagstæð" gengisbundin lán til að fjármagna bílakaupin, en fáir hlustuðu á þá sem vöruðu við og sögðu slík lán vera hreina heimsku, nema fyrir þá sem hefðu tekjur í erlendum gjaldeyri.
Margir tóku þessi lán á þeim tíma þegar ljóst var að krónan var allt, allt of hátt skráð. Það var engin spurning um hvort gengi krónunnar myndi falla hressilega - spurningin var bara hvenær hún félli og hversu mikið.
Sumir þeirra sem tóku þessi lán gerðu sér grein fyrir gengisáhættunni, en litu svo á að jafnvel þótt gengið félli um 15%, þá væru þeir samt betur staddir en ef þeir hefðu tekið lán í íslenskum krónum á miklu hærri vöxtum. Aðrir virðast hreinlega ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni, eða ekki trúað því að krónan gæti fallið um 30-40-50%.
Það er hins vegar sennilegt að margir aðilar innan bankakerfisins hafi gert sér grein fyrir hættunni - sérstaklega seinni hluta ársins 2007 og síðar, þegar ljóst var hvert stefndi. Samt héldu bankarnir og fjármögnunarfyrirtækin áfram að bjóða þessi lán.
Púkinn er þeirrar skoðunar að í mörgum tilvikum þá hafi þessir aðilar verið að nýta sér vanþekkingu fólks á áhættunni - og héldu áfram að bjóða upp á lán án þess að vara við því að líkurnar væru að aukast á því að greiðslubyrðin af láninu gætu snaraukist.
Það er hins vegar ekki bara við bankana að sakast. Hluti ábyrgðarinnar liggur líka hjá öllum þeim sem tóku þessi lán, í stað þess að láta gamla bílinn duga aðeins lengur og spara fyrir nýjum bíl á meðan.
Allt að 12 milljón króna bílalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við endurnýjuðum bílinn 2007 vegna stækkunar í fjölskyldunni. Keyptum fínasta skutbíl og tókum yfir lán. Við undirritunina var mér tjáð að lánið væri í myntkörfu þar sem helmingurinn væri yen og svissneskir frankar. Ég hikaði en leit svo á að sveiflan yrði varla mikið meiri, krónan þegar lækkað talsvert (30%?) og því líklega á leiðréttu gengi.
Afborganir eru nú farnar úr 25þ á mánuði í 45þ. Það er fásinna að halda því fram að almennir borgarar hefðu átt að geta séð fyrir 100% fall gagnvart öðrum gjaldmiðlum, við erum sparsöm, íbúðin í góðum málum, öll tæki staðgreidd eða á stuttum afborgunum. Þessi auka 20þ kall á mánuði er blóðugur en krafan á okkur hin er það líka, að við hefðum átt að geta séð fyrir okkur meiri sveiflu en þessi 10-15%.
Hefði ég getað skuldbreytt? Hugsanlega, en ég var ekki viss hvort að það borgaði sig miðað við 10% gengissveiflur. Eðlilegar forsendur fyrir þá sem ekki höfðu í höndum það sem bankarnir, eftirlitsstofnanir og stjórnvöld höfðu og þögðu um.
Jóhannes Birgir Jensson, 31.8.2009 kl. 11:21
Þú spyrð hvort ég hafi gert ráð fyrir hruninu.... tja, hér er klausa úr blogggrein sem ég skrifaði í júlí 2007:
Önnur klausa frá svipuðum tíma:
Hvað "meðalgengisvísitöluna" varðar, þá er hún marklaus með öllu - hún hefur bara merkingu ef efnahagslífið hér þróast nákvæmlega eins og vegið meðaltal efnahags viðskiptalanda. Það mátti hins vegar hver sem var sjá að krónan var allt of sterk 2007 - það þurfti ekki annað en að líta á taprekstur útflutningsfyrirtækja og þá gengarlausu innflutningsmaníu sem hrjáði þjóðina.
Púkinn, 31.8.2009 kl. 11:27
Sem sagt: Þú ert rosalega gáfaður að sjá þetta allt fyrir en þeir sem hlustuðu á bankana, seðlabanka, fjármálaeftirlit og stjórnvöld og treystu þessum aðilum eru heimskir.
Fyrir utan það að það voru ekkert allir í þeirri aðstöðu að geta sparað sér fyrir bíl sem entist í áratug eða lengur. Þannig bílar kostuðu bara það mikið að fólk eins og ég með venjuleg laun hefðum aldrei getað safnað fyrir þeim.
Sem betur fer fyrir mig virkar druslan mín ennþá svo ég slapp við bílalán en ekki dettur mér í hug að kalla þá heimska sem trúðu yfirgnæfandi meirihluta sem tjáðu sig um stöðu krónunnar.
Þessi klausa þín spáir auk þess engu í líkingu við það sem gerðist síðast liðið haust, algjöru bankahruni og þvílíkri veikingu krónunnar og raun bar vitni.
Karma (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:02
Ég skal alveg viðurkenna að hrunið varð verra en ég átti von á og krónan veiktist meira en ég bjóst við. Ef stjórnmálamenn og Seðlabankinn hefðu brugðist rétt við, þá hefði skellurinn átt að verða minni - á þeim tíma sem evram var um 90 kr, hafði ég spáð því að hún færi í 120 - það væri eðlilegt gengi hennar - og hú væri hugsanlega á því róli í dag ef bankarnir hefðu ekki hrunið.
Hvað bankahrunið varðar, nei - almenningur gat ekki séð það fyrir, enda var þeim upplýsingum sem fólk hefði þurft að hafa aðgang að haldið leyndum. Það voru að vísu hættumerki í ársskýrslum bankanna, en það bjóst sennilega enginn við því að Fjármálaeftirlitið væri eins óhæft og kom á daginn.
Púkinn, 31.8.2009 kl. 12:20
Við hjónin keyptum okkur nýlegan subaru árið 2006 .Ég vildi myntkörfulán og bílasalinn sagði að þau væru best.Konan mín var nervös og við tókum vísitölulán venjulegt.Það hefur hækkað um 6-7 þúsund kall sem er meira en nóg.Lánið og bíllin hanga nokkurn vegin saman að ég held.
Hörður Halldórsson, 31.8.2009 kl. 12:46
Ég vildi ekki fá lánað fyrir bil.. er þá 10 ára gömlum kagga.
Ég bara veit að á íslandi skiptast á dalir og hæstu hæðir í fjármálum, ekki hægt að treysta á neitt, sérstaklega með erlenda mynt.. so.
Alveg eins og þegar Glitnir boðaði mig á fund í jan. 2008 og bauð mér að skipta mínu íbúðarláni í myntkörfu... ég spurði hvort allt væri ekki að fara til andskotans.. gaurinn sagði: Nei nei, bara tímabundið, þú eignast íbúðina miklu fyrr.
Ég sagðist ekki treysta á svona lán, gaurinn karpaði og karpaði í mér; En ég sagði nei takk og byrjaði að ganga út: Kallar gaurinn á eftir mér: Hey en hvað með 50%
Ég sagði bara bless
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:47
Ég tók bílalán í erlendri myntkörfu. Ég vissi vel af áhættunni, gengið gat vissulega lækkað. En það sem mér óraði ekki fyrir var að fjármálastofnanir væru að taka umtalsverðar stöður gegn krónunni. Þar finnst mér óréttlætið liggja.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 13:01
Ég keypti mér ársgamlan Honda Jazz haustið 2006. Bíllinn var ekki auglýstur á heildarverði, heldur mánaðargreiðslum. Ég á samning um þessar mánaðargreiðslur og var svo vitlaus að halda að það væri skuldbindingin sem ég var að skrifa undir.
Ég dró samninginn fram um daginn og eftir einhverja leit fann ég klausu sem hengir lánið við gengi erlendra gjaldmiðla. Ég er ekki viðskiptafræðingur, ekki hagfræðingur, ekki fyrirtækjaeigandi eða útflytjandi. Ég fylgist að jafnaði ekki mikið með gengi krónunnar, enda taldi ég mig vera að taka íslenskt lán. Allar upphæðir voru í íslenskum krónum í samningum.
Samningurinn segir að í dag eigi ég að vera að borga um 18 þús ISK af lúxuskerrunni minni á mánuði en síðasti reikningu frá Lýsingu hljóðaði upp á rúmar 42 þús ISK.
Ég tek undir með öðrum bloggara sem tók myntkörfulán sem segir að sér líði eins og honum hafi verið nauðgað af nákomnum. Hann treysti í blindni, taldi sig vera öruggan með sín mál, fékk það rækilega aftan í, skammast sín svo fyrir allt saman og vill helst ekki segja einum einasta kjafti frá því að hann hafi lent í þessu.
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 31.8.2009 kl. 15:50
Alveg var ég með á hreinu að þetta háa gengi myndi aldrei standa lengi. Mér datt þess vegna ekki í hug að taka myntkörfulán þegar ég keypti mitt hús árið 2007. Nóg hefur afborgunin hækkað samt með ÍLS-láni...
Sigurjón, 31.8.2009 kl. 15:50
Eru mynntkörfulánin endilega verri en lán í íslenskum krónum?
Tökum tvo einstaklinga sem tóku milljón króna kúlulán (aðalega til að auðvelda útreikningana) til 8 ára á meðan að gróðærið (ekki góðæri eins og sumir vilja kalla þetta) ríkti.
Sá sem tók myntkörfuna var boðið 4% vextir, en sá sem tók í íslenskum krónum 18% vextir (sem ef ég man rétt ætti ekki að vera mjög fjarri lagi miðað við það sem gerðist á markaði.
Vextirnir héldust fastir út tímabilið en krónan veiktist um 50% (erlenda lánið hækkaði 100%).
Sá sem tók íslenska lánið þarf að borga 3759 þúsund að lánstíma loknum en sá sem tók myntkörfuna 2737 þúsund. Þannig að í samanburðinum við þau lánakjör sem gengu og gerðust þá kemur mynkarfan betur út.
Íslenskt lán = 1000*(1+18%)^8 ár
Erlent lán = 1000*(100%+100%)*(1+4%)^8 ár
Stokkarinn, 31.8.2009 kl. 16:37
Það er reyndar rétt að ef gengið hækkar aftur, þá verður myntkarfan betri. Nú væri hins vegar lag til að taka myntkörfulán og greiða upp vísitölutengda lánið með því...
Sigurjón, 31.8.2009 kl. 16:48
Ég get engan veginn lesið annað út úr fyrri skrifum Púkans en að þetta sé hefðbundið röfl útflytjanda yfir háu gengi krónunnar en ekki sem aðvörun til almennings um yfirvofandi efnahagshrun og gengisfall um 70-80%.
Ég held að flestir sem á annað borð tóku gengistryggt lán hafi gert ráð fyrir sveiflum uppá 10%, jafnvel 20% til 30%. Alveg einsog þeir sem tóku verðtryggt lán hafi mátt búast við hækkun uppá 10-12% á hverju ári. Á móti kemur að gengistryggða lánið er með 2-3% lægri vexti og það munar um minna yfir ævitíma lánsins.
Staðreyndin er nefnilega sú að jafnvel þótt almenningur á Íslandi sé ekki með gengistryggðar tekjur á móti gengistryggða láninu sínu þá er hann heldur ekki með verðtryggðar tekjur á móti verðtryggða láninu sínu. Rannsókn á vegum útskriftarnema á Bifröst fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að yfir lengri tíma litið (10 ár+) eru gengistryggð lán alltaf betri.
Því má segja að jafnvel þótt erfiðleikarnir í dag séu miklir hjá þeim sem eru með gengistryggð lán, þá eru þeir einnig til staðar hjá þeim sem eru með verðtryggð lán. Munurinn til lengri tíma litið er sá að af öllum líkindum mun gengið jafna sig og ganga til baka sem nemur 20-30%...en verðtryggða lánið mun hækka...og hækka...og hækka...og hækka.
Á Íslandi hefur verið framið efnahagslegt hryðjuverk. Að segja við fórnarlömb hryðjuverksins að þau hefði átt að vita betur er eins og eins og að segja um fólk í WTC að þeim hafi verið nær að vinna þarna. Það hafði jú verið reynt hryðjuverk í WTC áður og bara spurning um tíma hvenær yrði reynt næst.
Mér finnst þessi skrif Púkans vera skrifuð af litlum skilningi, og þá á ég bæði við efnahagslegan skilning og mannlegan skilning.
Magnús Birgisson, 31.8.2009 kl. 16:54
Vegna rekstrar sem ég stend í þá tók ég eftir því að erlend lá sem ég tók í kringum 2000 til 12ára höfðu lækkað umtalsvert þrátt fyrir hrunið en íslensk verðtryggð lán tekin á sama tíma standa í dag í um 10% hærra en þegar ég tók þau
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 31.8.2009 kl. 16:56
Sumir höfðu ekki tíma til að safna sér fyrir bíl og urðu að kaupa á láni.
Ég er ein af þeim, með 3 lítil börn á stað þar sem engar verslanir eru í göngufæri og almenningsamgöngur voru til skammar. Það var lítið annað í stöðunni að taka bílalán. Borgaði út helminginn í bílnum og tók hitt á lánum. Þetta var í blá byrjun árs 2007. Hvarlaði aldrei að mér að krónan myndi falla svona mikið, en reiknaði alveg með að hún myndi lækka. Borga af mínu láni mánaðalega og mun gera eins lengi og ég get. En ef það er raunin að þessi lán voru ólögleg vil ég fá minn hlut leiðréttann.
Persónulega finnst mér ömurlegt að heyra í fólki sem hlakkar í núna, jafnvel umræður hérna frá fólki sem montar sig af sínum bílum sem eru svo gamlir að þeir teljast sjálfráða. Spurning samt hversu öruggir þessir bílar eru verði þeir fyrir miklu hnjaski. Tala nú ekki um kostnaðinn sem fylgir þessu gömlu bílum í viðhaldi.
A.L.F, 31.8.2009 kl. 18:56
Erlendu lánin eru í raun bara "brella". Bankarnir voru í raun ekki með neina sér lánasamninga við Japan né Sviss. Þessi hugmynd einhvers bankamanns var snjöll - enda lánin "gengistryggð" - bankarnir gætu ekki tapað.
Ég kalla þetta - Barbabrellu - :)) Þessi lán eru - fake it, until you make it and the power of belief.
~ B L E K K I N G ~
Vilborg Eggertsdóttir, 31.8.2009 kl. 19:24
Friðrik (púkinn)
Þú fjárfestir í helling af gjaldeyri fyrir hrunið, var það ekki?
Páll Blöndal, 31.8.2009 kl. 19:45
Þessar brellur banka og stjórnvalda ganga bara út á eitt að gera íslendinga heimilislausa á eigin landi, svo er útlendingum selt góssið.
Lárus Baldursson, 31.8.2009 kl. 21:25
eftir að hafa safanað mér í nokkur ár þá keyptum við okkur bíl 2007 staðgreitt - ég hef reint að eiga þetta dót mitt sem og fötin sem ég er í
Jón Snæbjörnsson, 31.8.2009 kl. 21:51
Glæsileg heimska hjá mér ? afborgun fór úr 35 - 37 í 100.000 (þessi seðill er með 33% frystingu og vexti)
Sævar Einarsson, 31.8.2009 kl. 22:13
Friðrik, þú vilt ekkert svara minni spurningu? 18.
Páll Blöndal, 31.8.2009 kl. 22:49
A.L.F skrifar hér að framan:
"Persónulega finnst mér ömurlegt að heyra í fólki sem hlakkar í núna, jafnvel umræður hérna frá fólki sem montar sig af sínum bílum sem eru svo gamlir að þeir teljast sjálfráða. Spurning samt hversu öruggir þessir bílar eru verði þeir fyrir miklu hnjaski. Tala nú ekki um kostnaðinn sem fylgir þessu gömlu bílum í viðhaldi."
Ég keypti Toyota Carina, árgerð 1991, sumarið 2004 á 200 þús kr. Ég efast ekki um eina mínútu að hann er öruggari en Yaris eða aðrir nýrri smábílar. Þessi bíll hefur kostað mig u.þ.b. 200 þús. kr. í viðhald á þeim fimm árum sem ég hef átt hann.
Fólk verður að hafa það í huga hverjir hafa haldið því látlaust að fólki að gamlir bílar séu hættulegir og óhagkvæmir en það eru bílaumboðin og bílgreinasambandið (sami hluturinn).
Sigurður Haukur Gíslason, 1.9.2009 kl. 00:58
Friðrik (Púkinn) vill ekki svara minni spurningu af einni ástæðu.
Af því að svarið er nei.
Páll Blöndal, 1.9.2009 kl. 01:48
Ástæða þess að ég svaraði ekki var nú einfaldlega sú að ég var ekkert í tölvunni eftir vinnu í gær. Ég hef hgins vegar aldrei lagt það í vana minn að ræða mínar einkafjárfestingar og ætla ekki að gera það nú. Læt nægja að segja að ég átti engin hluta- eða skuldabréf í fyrirtækjum sem hrundu.
Púkinn, 1.9.2009 kl. 10:24
Auðvitað "röfluðu" útflytjendur 2007, þegar fyrirtæki sem höfðu verið rekin með plús árum saman voru allt í einu í bullandi tapi vegna gengis krónunnar - já og jafnvel líka vegna hækkandi launakostnaðar ef menn voru í samkeppni við bankana um starfsfólk.
Menn röfla þegar ljóst er að ef ekkert breytist þá er rekstrinum sjálfhætt - annað hvort loka menn búllunni eða flytja úr landi.
Menn röfla þegar viðskiptahallinn er að verða gengdarlaus - nokkuð sem hefði undir eðlilegum kringumstæðum átt að leiða til sigs krónunnar, en vanhugsaðar aðgerðir Seðlabankans héldu uppi fölsku gengi hennar.
Menn röfla þegar óhæf yfirvöld eru að keyra allt í þrot - finnst einhverjum það skrýtið?
Púkinn, 1.9.2009 kl. 11:53
Bílalán heyra fortíðinni til á Íslandi. Í framtíðinni verða menn að staðgreiða bíla. Það verður ekkert val. Eftir um það bil 10 ár verða bílar forréttindi eldri kynslóðarinnar hér á landi.
Andri Geir Arinbjarnarson, 1.9.2009 kl. 12:05
Púkinn, ástæða mín fyrir þessari spurningu,
Þ.e
"hvort þú hafir fjárfest í gjaldeyri í stórum, stíl þar sem þú sást fyrir þetta mikla gengisfall krónunnar"
er enfaldlega sú að ef þú hefur ekki fjárfest í gjaldeyri vitandi þetta,
þá ertu óttalega heimskur í fjármálum.
Páll Blöndal, 1.9.2009 kl. 12:57
Guðjón, bílalán eru ekki nema til 7-8 ára.
Það var líka almennt talið að krónan myndi falla.
Miðað við 15-20% fall, væri lánið samt hagstæðara en ísl. krónulán
Varaðirðu hann við því að bankakerfið myndi hrynja líka?
Varaðrirðu hann við því að gjaldeyrisreikningar fólks yrðu frystir?
Varaðirðu hann við því að hlutabréf fólks færu á einni nóttu?
Ef þú reiknaðir venjulegt gegsitryggt lán vs verðtryggt íslenskt í reiknivélum bankanna
Lán til 40 ára. Segjum 10 milljónir
Gengislán: Þá endurgreiddir þú ca. 50 milljónir (m.v. gengistryggt lán og gengissig 5% á ári)
Verðtryggt: Þá endurgreiddir þú ca. 85 milljónir (m.v. verðtryggt lán og verðbólgu 5% á ári)
Páll Blöndal, 1.9.2009 kl. 14:38
Það er fáránlegt að ætlast til þess að togarasjómaður eða sjúkraþjálfi nenni að vera velta sér upp úr gengi gjaldmiða. hann fer bara í bankann og gerir eins og honum er ráðlagt þar. 98% af klúðrinu er í bönkunum. Af hverju heyrist ekkert af málaferlum ?
Afglöp eða glæpur
Guðmundur Jónsson, 2.9.2009 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.