Einstefna...en bara hluta götunnar

Púkanum fannst þetta einstefnumál í Frakklandi svolítið skondið með tilliti til þess sem var að gerast við þá götu sem fyrirtæki Púkans stendur við.

Í gær var nefnilega miðhluti götunnar gerður að einstefnugötu.   Norður- og suðurendi götunnar er áfram tvístefnugata, en á kafla í miðjunni var gatan gerð einstefnugata (þannig að þeir sem villast inn í götuna að sunnan verða að gjöra svo vel að taka U-beygju á miðri götu)

Það sem Púkanum finnst hinsvegar furðulegra er að þetta var gert án þess að láta íbúa götunnar vita, án þess að hafa samráð við þá og án þess að gefa þeim kost á að andmæla.

Þessi breyting hefur að sjálfsögðu óþægindi í för með sér, og verður andmælt, en það er augljóslega ekki bara í París sem borgaryfirvöld taka upp á undarlegum hlutum varðandi einstefnu.


mbl.is Einstefna í báðar áttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

eitthvað svipað og þegar heimkeyrslu akreinin á Háaleitisbraut var skipt í tvennt með steypukanti og fólk þarf að taka u beygju inn í neðri hluta götunnar komi það ofan frá hehe.

Skil að þú sért ekki kátur sértu með fyrirtækið þitt staðsett þarna. Held að kúnnarnir vilji geta komið beggja vegu frá til að fá þjónustu, tala nú ekki um ef hún er eitthvað svipuð og þjónustan í Þverholtinu en hún fær 12 af 10 mögulegum stjörnum......en það er annað mál. Gatnakerfi Reykjavíkur er á stundum frekar skrítið.

Sverrir Einarsson, 2.9.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband