Dapurlegur stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki

Púkinn var aðeins að velta fyrir sér þessu nýsköpunarstuðningsfrumvarpi og sýnist það meingallað.

Það er rætt um að að þessi fyrirtæki fái endurgreiddan skatt sem svarar til 15% af rannsóknar- og þróunarkostnaði á bilinu 20-50Mkr.

Það eru tveir stórir gallar á þessu.  Í fyrsta lagi eru mörg þeirra nýsköpunarfyrirtæki sem helst þurfa á stuðningi að halda ekki farin að skila hagnaði og greiða því ekki tekjuskatt.  Þá verður ekki um neina endurgreiðslu af greiddum skatti að ræða.

Hinn gallinn er sá hve upphæðirnar eru lágar.  Sé fyrirtæki með a.m.k 50.000.000 í rannsóknar- og þróunarkostnað, þá fær fyrirtækið endurgreiddar heilar 7.500.000 krónur, sem eru rúmlega ein þokkaleg árslaun, með launatengdum kostnaði og tilheyrandi.

Á móti kemur sá kostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í vegna skriffinnsku og utanumhalds, en ekki er alveg ljóst hversu umfangsmikið það verður.

Niðurstaðan er semsagt sú að fyrirtæki sem eru búin að hasla sér völl og farin að skila sæmilegum hagnaði fá endurgreiddan hluta af launakostnaði eins starfsmanns, en aðrir fá ekki neitt.

Vá...

Eða er Púkinn að misskilja eitthvað?

 

 

 

 


mbl.is Sprotafrumvarp væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef þú dirfist að reyna að brjóta upp hefðbundnar aðferðir til atvinnusköpunar þá gerir þú það á þína ábyrgð góði. Ef þér heppnast að koma á laggirnar arðvænlegri starfsemi þá er auðvitað sjálfsagt að sjá í gegnum fingur sér og styðja við þig.

Árni Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband