Færsluflokkur: Bloggar

Ábyrgð bloggelítunnar

Undir fyrirsögninni "Umræðan", sem áður hét "Valin blogg", birtast greinar eftir valda menn og konur.  Í þessum hóp eru landsþekktir einstaklingar og fólk sem fellur í hóp virkra bloggara sem hafa eitthvað málefnalegt fram að færa. Úr þessum flokki eru þau blogg síðan valin sem birtast á forsíðu mbl.is, en það beinir umferð til þeirra, sem aftur heldur við vinsældum elítunnar.  Samkvæmt lauslegri könnun sem Púkinn gerði, þá "á" þessi hópur stærsta hluta topp-50 listans og virðist lítið breytast frá viku til viku.

Púkanum varð í dag hugsað til þess að hve miklu leyti þessi lokaði hópur getur meðvitað, eða ómeðvitað stýrt bloggumræðunni.

Skoðum eitt dæmi.  Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er einn fulltrúi bloggelítunnar - þetta er ekki meint neikvætt, því þótt Púkinn sé vissulega ósammála mörgu sem kemur frá henni (og Samfylkingunni almennt) er Bryndís þekkt manneskja, virkur bloggari og skrif hennar málefnaleg, þannig að hún á fyllilega skilið að vera í þessum hóp.  Sem stendur er Bryndís í 36. sæti á topp-50 listanum.

Bryndís bendir í dag á bloggsíðu Kristna Þjóðarflokksins, sem henni finnst furðuleg og er ljóst að hún mun væntanlega ekki verða sammála því sem þar mun koma fram í framtíðinni.  Með því að birta hlekk yfir á síðuna gerir Bryndís fólk forvitið (já, Púkann líka) og margir heimsækja síðuna fyrir vikið og hefur hún nú fengið hátt í 200 heimsóknir í dag.

Síðan fékk þannig verulega athygli sem hún hefði annars aldrei fengið.  Vond auglýsing er betri en engin auglýsing, ekki satt?  Var það þetta sem Bryndís vildi - vekja athygli á aðilum sem hún virðist verulega ósammála?

Bloggelítan er að hluta eins og forystusauðir, sem leiða umræðuna, en verða að gæta sín að villast ekki í þokunni og falla fyrir björg.

(Það að Púkinn er sammála Bryndísi um Kristilega Þjóðarflokkinn er síðan allt annað mál og Púkinn er reyndar farinn að hafa alvarlegar áhyggjur af því að hafa tvisvar á jafn mörgum vikum verið sammála Samfylkingarmanneskju - hitt málið varðaði strætisvagnafargjöld)


Kunna bloggarar ekki íslensku?

Púkinn tók sig til í morgun og las allnokkur blogg af handahófi - blogg frá fólki sem hann hafði aldrei heimsótt áður.  Það sem sló Púkann var hver algengt það var að bloggin væru illa skrifuð og morandi í málvillum af ýmsum gerðum.

Nú er Púkinn ekki að ræða um einfaldar innsláttarvillur - þær geta komið fyrir hjá öllum og Púkinn finnur reglulega slíkar villur í eigin skrifum.  Það getur líka verið að höfundurinn sé haldinn lesblindu og geri villur eins og að víxla stöfum. Slíkt er afsakanlegt.  Það sem um er að ræða hér eru villur þar sem orð eru skrifuð í samræmi við óskýran framburð, eða villur sem Púkinn hélt að enginn gerði eftir 10 ára aldur.

Púkinn safnaði saman nokkrum dæmum um þessar villur:

aðalega, afþreyging, byðja, bæjinn, dáldið, eikkað, einhvað, einhverntímann, einhvernveginn, einhvert, einkunina, eiturlif, engan, enþá, fáranlega, fjarðlægja, fyritæki, fæturnar, góðann, gríðalega, haldiði, hlítur, hvorukynsorð, hyggðist, hæðsti, kerjum, kvíður, leikskólan, meiraðseigja, næginlega, orusta, ransókn, samþykt, sistkyni, sífelt, sjálfann, stiðja, systkyni, snylld, soldið, stæðstu, Svíðþjóð, svoldið, umræðuni, vitiði, væntalega, örvinlun.

Púkinn skilur þetta varla, en hann hefur nokkrar tilgátur.

  1. Stafsetningarkennslu hefur hrakað.
  2. Ungt fólk les minna í dag en fyrir nokkrum áratugum og máltilfinning þess er lakari en hún var.
  3. Sumir eru einfaldlega lélegir í stafsetningu, en fyrir tíma bloggins var sá hópur ekki að tjá sig á almannafæri á sama hátt - jafnvel lesendabréf þeirra voru leiðrétt fyrir birtingu.

Vandamálið er það að það gildir einu hversu merkilegt það er sem höfundurinn hefur fram að færa - séu skrifin morandi í villum virkar það illa á aðra lesendur - meðvitað eða ómeðvitað dregur það úr áliti þeirra á höfundinum og því sem viðkomandi hefur fram að færa.


Gerviblogg

Um næstu áramót ganga í gildi lög í Bretlandi sem heimila lögsókn gegn þeim sem blogga á fölskum forsendum - þykjast til að mynda vera viðskiptavinir fyrirtækja en eru í raun starfsmenn þeirra eða eigendur, í þeim tilgangi að blekkja væntanlega viðskiptavini.

Lögin munu einnig ná yfir þá sem birta ritdóma um eigin bækur, en þykjast bara vera "lesandi í Vesturbænum", eða annað því um líkt.

Nú ætla ég ekkert að fullyrða um það hversu útbreitt þetta vandamál er hérlendis, en þessi bresku lög byggja á reglugerð ESB sem væntanlega nær einnig til EES-landsins Íslands.

Munu stjórnmálamenn hér á landi setja blogglög á komandi misserum?

Nánari upplýsingar má finna hér.


Maður bítur hund

policedogJohn B. Bogart, ritstjóri New York Sun sagði eitt sinn "Ef hundur bítur mann þá er það ekki frétt.  Ef maður bítur hund, þá er það frétt."

Þessu er einnig nátengt ástæðu þess að maður sér aldrei fréttir um þau lögbrot og hneykslismál sem stjólrmálamenn og aðrir þekktir einstaklingar lenda ekki í.

Í samræmi við það að það sé frétt þegar maður bítur hund, þá fylgir hér nýleg frétt um það efni: Sjá þennan hlekk.

Maður á flótta undan lögregluhundi réðst á hundinn og beit hann.

Hundurinn beit til baka.

Hundurinn vann.

Púkanum finnst fólk vera skrítið.  Hundar eru svo miklu einfaldari og hegðun þeirra rökréttari.


"Mile high club" ?

Flugvélasalaerni eru nú ekki sérlega rúmgóð og Púkinn á bágt með að ímynda sér að það geti verið þægilegt að athafna sig þar með öðrum aðila.

Sem betur fer eru sérstakar flugferðir í boði frá aðilum eins og þessum fyrir pör sem hafa áhuga á að njóta hvors annars í háloftunum á þægilegri hátt.

Fólk getur jafnvel bókað ferð þar sem það fær í lokin vottorð um að það sé fullgildir meðlimir hins svokallaða "Mile high club".

Sá sem var upphafsmaður þessa var Lawrence Sperry, árið 1916, sem er einnig þekktur sem uppfinningamaðurinn sem fann upp sjalfstýringuna (autopilot) fyrir flugvélar. Það er að sjálfsögðu mjög skiljanlegt, þar sem hann var gjarnan upptekinn við annað meðan á flugi stóð.


mbl.is Fiennes og flugfreyja í háloftahneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti þáttur sápuóperunnar

Eins og ég sagði hér mátti búast við framhaldi af Anne Nicole Smith sápuóperunni.  Sá spádómur rættist jafnvel fyrr en ég bjóst við.

Hvað skyldi gerast í næsta þætti?


mbl.is Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Þessi frétt um að tíðni einhverfu væri mun hærri en áður hefur verið talið virðist bara misskilningur: sjá þennan hlekk

mbl.is Einhverfa algengari meðal bandarískra barna en talið hefur verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband