Ábyrgð bloggelítunnar

Undir fyrirsögninni "Umræðan", sem áður hét "Valin blogg", birtast greinar eftir valda menn og konur.  Í þessum hóp eru landsþekktir einstaklingar og fólk sem fellur í hóp virkra bloggara sem hafa eitthvað málefnalegt fram að færa. Úr þessum flokki eru þau blogg síðan valin sem birtast á forsíðu mbl.is, en það beinir umferð til þeirra, sem aftur heldur við vinsældum elítunnar.  Samkvæmt lauslegri könnun sem Púkinn gerði, þá "á" þessi hópur stærsta hluta topp-50 listans og virðist lítið breytast frá viku til viku.

Púkanum varð í dag hugsað til þess að hve miklu leyti þessi lokaði hópur getur meðvitað, eða ómeðvitað stýrt bloggumræðunni.

Skoðum eitt dæmi.  Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er einn fulltrúi bloggelítunnar - þetta er ekki meint neikvætt, því þótt Púkinn sé vissulega ósammála mörgu sem kemur frá henni (og Samfylkingunni almennt) er Bryndís þekkt manneskja, virkur bloggari og skrif hennar málefnaleg, þannig að hún á fyllilega skilið að vera í þessum hóp.  Sem stendur er Bryndís í 36. sæti á topp-50 listanum.

Bryndís bendir í dag á bloggsíðu Kristna Þjóðarflokksins, sem henni finnst furðuleg og er ljóst að hún mun væntanlega ekki verða sammála því sem þar mun koma fram í framtíðinni.  Með því að birta hlekk yfir á síðuna gerir Bryndís fólk forvitið (já, Púkann líka) og margir heimsækja síðuna fyrir vikið og hefur hún nú fengið hátt í 200 heimsóknir í dag.

Síðan fékk þannig verulega athygli sem hún hefði annars aldrei fengið.  Vond auglýsing er betri en engin auglýsing, ekki satt?  Var það þetta sem Bryndís vildi - vekja athygli á aðilum sem hún virðist verulega ósammála?

Bloggelítan er að hluta eins og forystusauðir, sem leiða umræðuna, en verða að gæta sín að villast ekki í þokunni og falla fyrir björg.

(Það að Púkinn er sammála Bryndísi um Kristilega Þjóðarflokkinn er síðan allt annað mál og Púkinn er reyndar farinn að hafa alvarlegar áhyggjur af því að hafa tvisvar á jafn mörgum vikum verið sammála Samfylkingarmanneskju - hitt málið varðaði strætisvagnafargjöld)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú gleymir því að Guðbjörg Hildur Kolbeins er í öðru sæti "vinsældalistans" fyrir Smáralindarbæklingsklámbloggið sem er nú meira að segja horfið vegna skömmustu höfundarins. Á blogginu er fólk því ýmist á vinsældarlistanum vega endema ekki síður en afreka.

Haukur Nikulásson, 10.3.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Elsku púki, ég þakka þennan pistil sem auðvitað er út í hött en til að leiðrétta þig á hef ég að ég held mest fengið 2000 heimsóknir á einum degi.

En hvað um það - það er ekki eðli stjórnmála að tala bara um mál sem maður er hlynntur heldur líka því sem manni finnast vonlaus.

Fyrir utan það er þessi síða sem ég fjallaði um er afar áhugaverð fyrir margar sakir og þess vegna vakti ég athygli á henni.

Sérstaklega fyndið að þú skulir tengja mig einhverri elítu blogg heimanna - þar sem ég er jú ekki vinsælli en þú ;)

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 10.3.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Í framhaldi af þessari umræðu, þá finnst mér furðulegt að það sé hægt að nota bloggið sem auglýsingamiðil t.d. "goðamótið" sem er ein vinsælasta síðan núna, ef þetta verður þróunin, þá á bloggið lítið eftir. Hvar færðu upplýsingar um topp 50 listann?

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 17:05

4 Smámynd: Púkinn

Tómas: Hvar fæ ég upplýsingar um topp-50?  Á blog.is, undir "vinsælast".

Bryndís: Elítan er ekki illa meint, eins og ég tók fram - en það er bara þannig að fólk er handvalið inn í þann hóp sem er í "umræðunni", sem heldur bloggvinsældum þeirra við Aðrir geta alveg náð vinsældum - það er bara ekki eins sjáfvirkt.

Púkinn, 10.3.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband