Færsluflokkur: Evrópumál
Þriðjudagur, 4. október 2011
Erlendar sjónvarpsáskriftir á Íslandi
Hér á Íslandi eru margir áskrifendur Sky gervihnattaþjónustunnar - áskrifendur að nýjustu þáttunum, kvikmyndunum og íþróttaviðburðunum, en lagaleg staða þessa sjónvarpsgláps hefur verið nokkuð óviss.
Þessi tæki eru seld hér á landi, en notendurnir verða að fara krókaleiðir til að kaupa áskriftina.
Ennfremur hafa einhverjir haldið því fram að þetta sjónvarpsgláp sé í rauninni lögbrot - þeir sem vilja horfa á þetta efni megi ekki gera það í gegnum breskar stöðvar, heldur verði að kaupa sér aðgang í gegnum rétta aðila á íslandi - Stöð 2 eða aðra.
Púkinn veltir hins vegar fyrir sér hvort þessi dómur hafi ekki ákveðið fordæmisgildi - ef Bretar mega kaupa sér þjónustu frá Grikklandi, mega Íslendingar þá ekki kaupa sams konar þjónustu frá Bretum?
Púkinn er ekki lögfræðingur og ætlar ekki að fullyrða neitt um þetta...en það má velta þessu fyrir sér.
Mega kaupa ódýrari áskrift að enska boltanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Barnaleg umræða um Evru á Íslandi
Púkanum finnst ótrúlegt að það skuli enn vera fólk á Íslandi sem trúir því að við getum tekið upp Evruna í náinni framtíð og að það muni verða allra meina bót.
Í því tilefni er ástæða til að ítreka eftirfarandi:
Ef svo fer að Íslendingar gangi í ESB (sem Púkinn vonar að gerist ekki) og við ákveðum að sækja um inngöngu í myntbandalagið of taka upp Evruna, munum við ekki fá neinn afslátt frá þeim skilyrðum sem eru sett.
Við munum þurfa að uppfylla kröfurnar um vaxtastig, gengisstöðugleika og fjárlagahalla - kröfur sem við höfum átt erfitt með að uppfylla hingað til.
Málið er hins vegar það að ef við myndum uppfylla þær kröfur - þá væri efnahagsástandið hér að við þyrftum ekki á Evrunni að halda.
Pólverjar fjarlægjast evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |