Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Ættleiðingar og Íslendingabók

islendingabok.isPúkinn vill benda á að þótt sá einstaklingur sem hér um ræðir geti ekki fengið rétt ætterni sitt skráð á opinbera pappíra, þá getur hann fengið upplýsingarnar skráðar í Íslendingabók ef honum svo sýnist.

Þar gildir nefnilega sú regla að ættleiddur einstaklingur ræður því almennt sjálfur hvort hann er þar tengdur blóðforeldri eða kjörforeldri.

Það er að vísu sú undantekning að hafi blóðforeldrið gefið barnið til ættleiðingar og skrifað undir alla lögformlega pappíra því viðkomandi, þá hefur blóðforeldrið rétt til að hafna því að barnið sé tengt við sig, enda telst viðkomandi þá ekki lengur foreldri viðkomandi í lagalegum skilningi.

Samkvæmt fréttinni mun þetta hins vegar ekki vera raunin hér - báðir aðilar virðast sáttir við fjölskyldutengslin og Púkinn vill því hvetja viðkomandi til að senda Íslendingabók upplýsingar um sig - hafi þeir ekki gert það nú þegar.


mbl.is Ættleiðing verður aldrei aftur tekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama "sæstrengur" og "sæstrengur"

fiberopticPúkanum finnst myndavalið hjá mbl.is stundum svolítið undarlegt.

Í frétt sem fjallar um lagningu sæstrengs til að flytja raforku, er mynd sem sýnir sæstrengi sem þegar tengjast Íslandi.

Jú, vissulega eru það sæstrengir líka, en þeir eru bara allt annars eðlis - ljósleiðarar sem flytja gögn og koma raforkusæstrengjum ekkert við.

Það er síðan allt annar handleggur hvar rísstjórnin ætlar að fá raforku til útflutnings - og hvers vegna hún telur heppilegra að flytja raforkuna úr landi en að nota hana til að byggja upp atvinnu innanlands.


mbl.is Ráðgjafahópur skipaður um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælasti gagnagrunnur heims

Eins og allir vita, þá eiga Íslendingar gjarnan heimsmet í hinu og þessu, miðað við höfðatölu.

Eitt þeirra heimsmeta varðar Íslendingabók, sem sennilega er vinsælasti gagnagrunnur heims miðað við höfðatölu, því meira en helmingur Íslendinga hefur skráð sig sem notendur.

Það er líka til önnur leið til að nálgast gögnin, en það er í gegnum Facebook "app", sem segir notendum hvernig þeir eru skyldir íslenskum Facebook vinum sínum (að því gefnu að nöfn séu rétt og fæðingardagar sömuleiðis).

Það "app" má finna hér: http://www.facebook.com/apps/application.php?id=59508836986&ref=ts


mbl.is Íslendingabók afar nytsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðisaukaskattur á netinu ... breytir nánast engu.

taxmanÍ frétt mbl.is segir "Þeir sem kaupa sér vörur og þjónustu á netinu þurfa von bráðar að borga virðisaukaskatt af nánast öllu því sem þeir kaupa þar.

Púkanum sýnist þetta dæmigerð "ekki-frétt", því þeir sem kaupa sér vörur og þjónustu á netinu þurfa nú þegar að borga virðisaukaskatt af nánast öllu því sem þeir kaupa þar.

Ef fólk kaupir t.d. vörur á eBay, þá er virðisaukaskatturinn innheimtur hjá tollinum á Íslandi - nokkuð sem virðist hafa farið framhjá höfundi greinarinnar á mbl.is.

Einu undantekningarnar hingað til eru vegna rafrænnar afhendingar á vörum og þjónustu - nokkuð sem tollurinn hefur ekki getað gripið inn í, en þessari lagabreytingu er ætlað að stoppa upp í það gat.

Fyrir fyrirtæki sem kaupa t.d. þjónustu hjá Amazon Web services þá breytir þetta engu - þetta er eins og hver annar virðisaukaskattur af aðföngum sem þau fá endurgreiddan síðar.

Einstaklingar munu hins vegar þurfa að borga þennan virðisaukaskatt, en það eru ekki margir seljendur sem ná umræddu lágmarki í sölu til Íslands.  Í raun sýnist Púkanum að helstu áhrifin munu verða vegna kaupa á rafbókum frá Amazon.com og vegna kaupa á tónlist og öðru efni frá iTunes.


mbl.is Virðisaukaskattur á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostirnir við Google+

google.jpgPúkinn er frekar hrifinn af Google+, því það leysir á snyrtilegan hátt nokkur helstu vandamál Facebook.

Google+ býður notandanum upp á að skilgreina á mjög þægilegan hátt hópa (hringi) notenda sem þú deilir efni með - eða sem deila efni með þér.  

Ólíkt Facebook, þá er þetta ekki samhverft - þ.e.a.s. Þú getur deilt efni til einhverra án þess að sjá nokkuð af því sem þeir deila - svona svipað Twitter að þessu leyti.

Þegar efni er deilt þá má velja á hvaða hring(i) því er dreift -  en þeir sem taka við efninu hafa líka sína hringi og geta mun auðveldar stýrt því hvað þeir sjá.

Maður situr þess vegna ekki uppi með "vini" sem maður þekkir varla og deila aldrei neinu sem maður hefur áhuga á - það má bara setja þannig fólk í sérstakan hring sem maður skoðar aldrei - eða halda þeim bara utan allra hringja.


mbl.is Segir Google+ ekki hafa neina notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýtingaráform Ögmundar

isnicPúkinn er að velta fyrir sér hvort áform Ögmundar um að þjóðnýta lénaúthlutun á Íslandi muni ekki leiða til málaferla á hendur ríkinu.

Isnic.is (Internet á íslandi) sér um þessa skráningu í dag og hafa eigendur þess fyrirtækis haft allnokkrar tekjur af þeirri starfsemi í gegnum tíðina.  Nú virðist sem ráðhærra ætli sér að þjóðnýta þá starfsemi og þá vakna spurningar um skaðabótaskyldu ríkisins.  Núverandi eigendur Isnic eru væntanlega ekki hrifnir af áformum um að þjóðnýta rekstur þeirra án þess að þeir fái skaða sinn bættan.

Þótt Púkinn hafi að vísu ekki séð frumvarpið í sinni endanlegu mynd, þá grunar hann að helsti tilgangur frumvarpsins sé að finna nýjan tekjustofn fyrir Póst- og Símamálastofnun, en verði ríkinu gert að greiða skaðabætur vegna þjóðnýtingarinnar virðist hér bara um enn eitt dæmið um tilgangslausa sóun á almannafé.

Það er engin þörf á þessu frumvarpi - núverandi kerfi virkar nefnilega bara ágætlega.


mbl.is Frumvarp um landslénið .is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laser - barnaleikföng?

green2_1041587.jpgLaserbendar eru eins og vasahnífar.  Geta verið gagnlegir og skemmtilegir - jafnvel spennandi, en geta verið varasamir í höndum þeirra sem ekki kunna með þá að fara.

Fyrir síðustu aldamót voru flestir laserbendar aðeins með 1-5mw styrk og sendu frá sér rautt ljós.

Nú á síðustu árum hafa hinsvegar 532nm grænir laserbendar náð miklum vinsældum.  Þeir eru oft öflugri, jafnvel yfir 100mw en þar sem mannsaugað er einnig næmara fyrir grænu ljósi en rauðu, þá virðist græni geislinn mun bjartari en jafn öflugur rauður geisli.

Öflugir laserbendar geta valdið alvarlegum augnskemmdum sé þeim beint framan í fólk og af þeirri ástæðu einni ætti ekki að láta þessi tæki í hendur þeirra sem ekki kunna með þau að fara.

Að beina svona laserbendi að stjórnklefa flugvélar er alvarlegt ábyrgðaleysi og Púkinn veltir fyrir sér hvað foraldrar þessa unglings voru eiginlega að hugsa þegar þau leyfðu honum að leika sér með svona tæki - eða hvort foreldrarnir eru bara jafn gersneyddir ábyrgðartilfinningu og unglingurinn.

Svona hegðun kemur bara óorði á þessi tæki og veldur þeim vandræðum sem kunna að fara með þau.


mbl.is Lasermálið á Akureyri upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lestölvan mín....

sony-reader-prs-350-pocket-edition-silver-pink-colour.jpgEftir allmikla umhugsun fékk Púkinn sér lestölvu nýlega.

Sú sem varð fyrir valinu var frá Sony og nefnist PRS-350.

Þetta er virkilega þægilegur lítill gripur - passar i venjulegan skyrtuvasa og vegur aðeins 155 grömm.

Hún notar svokallaða e-ink tækni, sem þýðir að hún eyðir nánast engu rafmagni við að sýna mynd (heldur bara þegar flett er), og því þarf bara að stinga henni í samband við tölvu á 10 daga fresti eða svo, miðað við eðlilega notkun.

 Þetta er ódýr gripur, kostar um $180, en hefur ekki alla þá "fídusa" sem sumar stærri lestölvur hafa - er ekki með þráðlausa tengingu, heldur verður að hlaða rafbókunum niður á tölvu og setja þær inn þaðan.  Já, og skjárinn er bara svarthvítur og það er ekki hægt að bæta neinum forritum inn á hana - hún keppir ekki við iPad frá Apple.

Þetta er einfalt tæki fyrir þá sem vilja labba um með bókasafn í vasanum - þetta litla tæki geymir vandræðalaust yfir 1000 bækur.

Bókaúrvalið er að vísu svolítið takmarkað ennþá og sumir útgefendur og seljendur vilja ekki selja til Íslands - en það má t.d. byrja á að fara á  http://www.feedbooks.com/ og sækja án endurgjalds bækur sem njóta ekki lengur höfundarréttarverndar sökum aldurs - allar bækurnar um Sherlock Holmes, svo eitt dæmi sé tekið.  Nú, síðan bjóða margir útgefendur og höfundar upp á rafbækur á vefsíðum sínum - aðdáendur vísindaskáldsagna geta t.d. fengið yfir 100 ókeypis bækur á http://www.webscription.net/ auk þess sem aðrar bækur má kaupa þar á $3-$6 stykkið.

 


mbl.is Áfram 7,5% tollur á Kindle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegur stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki

Púkinn var aðeins að velta fyrir sér þessu nýsköpunarstuðningsfrumvarpi og sýnist það meingallað.

Það er rætt um að að þessi fyrirtæki fái endurgreiddan skatt sem svarar til 15% af rannsóknar- og þróunarkostnaði á bilinu 20-50Mkr.

Það eru tveir stórir gallar á þessu.  Í fyrsta lagi eru mörg þeirra nýsköpunarfyrirtæki sem helst þurfa á stuðningi að halda ekki farin að skila hagnaði og greiða því ekki tekjuskatt.  Þá verður ekki um neina endurgreiðslu af greiddum skatti að ræða.

Hinn gallinn er sá hve upphæðirnar eru lágar.  Sé fyrirtæki með a.m.k 50.000.000 í rannsóknar- og þróunarkostnað, þá fær fyrirtækið endurgreiddar heilar 7.500.000 krónur, sem eru rúmlega ein þokkaleg árslaun, með launatengdum kostnaði og tilheyrandi.

Á móti kemur sá kostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í vegna skriffinnsku og utanumhalds, en ekki er alveg ljóst hversu umfangsmikið það verður.

Niðurstaðan er semsagt sú að fyrirtæki sem eru búin að hasla sér völl og farin að skila sæmilegum hagnaði fá endurgreiddan hluta af launakostnaði eins starfsmanns, en aðrir fá ekki neitt.

Vá...

Eða er Púkinn að misskilja eitthvað?

 

 

 

 


mbl.is Sprotafrumvarp væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir netsambandið

Púkinn á netsambandinu frá 1989 mikið að þakka.  Það var nefnilega akkúrat á þessum tíma, sumarið 1989, sem Púkinn var að byrja að selja hugbúnað erlendis.

Eftir á að hyggja hefði auðvitað verið gáfulegra að flytja bara úr landi, frekar en að reyna að reka hugbúnaðarfyrirtæki við íslenskar aðstæður, en hvað um það.

Púkinn ákvað semsagt að selja hugbúnað í gegnum netið - nokkuð sem þykir sjálfsagt í dag, en þótti gersamlega fáránlegt 1989.   Sá hugbúnaður er enn i dag seldur og notaður um allan heim, og fjöldi fólks vinnur við þróun á honum í ýmsum heimshornum.

....en ef það hefði ekki verið fyrir þessa litlu, hægvirku nettengingu 1989, þá hefði aldrei orðið neitt úr þessu hjá Púkanum.


mbl.is Íslendingar hafa verið nettengdir í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband