Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Ábyrgðarlaus tölvuveiruhræðsluáróður
Þessi frétt um Conficker "tölvuveiruna" er í öllum meginatriðum röng.
Í fyrsta lagi er Cocficker ekki veira.
Í öðru lagi er það eina sem mun gerast á morgun að Conficker leitar á fleiri stöðum en áður að uppfærslu á sjálfum sér.
Það er hins vegar rétt að nauðsynlegt er að setja inn öryggisuppfærslur fyrir Windows, en þeir sem eru með sjálfvirkar uppfærslur ættu að hafa þær nú þegar.
Varað við skæðri tölvuveiru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Sýndarframhjáhald - myndir af fólkinu
Púkinn er búinn að fá meira en nóg af því að blogga um efnahagsmál, þannig að hér kemur eitthvað allt annað - myndir af fólkinu sem varð frægt fyrir ástarþríhyrning í sýndarveruleikaheimi.
Fyrst mynd af brúðhjónunum meðan allt lék í lyndi:
Netpersónurnar þeirra litu að vísu allt öðruvísi út:
Æ, já - og svona í lokin mynd af "Lindu", sem eiginmaðurinn var gripinn með í bólinu:
Sýndarframhjáhald - raunverulegur skilnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Gagnaver - gott mál
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Púkinn er hlynntari uppbyggingu gagnavera og skyldrar hátæknistarfsemi en olíuhreinsunarstöðva og annarrar mengandi stóriðju.
Svona fyrirtæki borga væntanlega hærra verð fyrir raforkuna en álverin og skapa verðmæt störf.
Bygging gagnavera verður líka væntanlega til það að aukinn kraftur verður settur í að koma íslandi í viðunandi ljósleiðarasamband við umheiminn.
Púkinn vonast hins vegar til þess að verðið fyrir notkun á ljósleiðarasambandinu muni lækka með tímanum, enda er það verð einfaldlega fáránlegt sem stendur.
Fyrirtæki Púkans dreifir miklu af gögnum frá sínum netþjónum. Þeir eru staðsettir í svona gagnaverum (eða netþjónabúum), en aðeins örfáir þeirra eru á Íslandi. Ástæðan er einfaldlega sú að það myndi kosta tífalt meira að dreifa gögnunum héðan en frá netþjónum sem staðsettir eru í Bandaríkjunum.
Ólíkt hefðbundnum iðnfyrirtækjum eru mörg hátæknifyrirtæki ekki eins bundin af því að hafa starfsemi sína á tilteknum stað - ef aðstæður eru óhentugar þá er minnsta málið að flytja hluta starfseminnar úr landi.
Viljayfirlýsing um byggingu gagnavers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Vinsælasti gagnagrunnur í heimi
Við Íslendingar eigum sennilega heimsmet (miðað við íbúafjölda) í því að eiga heimsmet miðað við íbúafjölda.
Eitt af okkar metum er að hér er vinsælasti gagnagrunnur í heimi (miðað við íbúafjölda að sjálfsögðu). Þetta er að sjálfsögðu gagnagrunnurinn Íslendingabók, en rúmlega hálf íslenska þjóðin hefur beðið um aðgang að grunninum til að skoða ættir sínar og annarra.
Rúmlega hálf þjóðin......
Það er enginn annar gagnagrunnur í heiminum sem getur státað af neinu sambærilegu. Púkinn getur ekki að því gert, en hann er pínulítið montinn.
NBC fjallar um íslenskar erfðafræðirannsóknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Netþjónustufyrirtæki, barnaklám, Usenet og ritskoðun
Margir fagna því að þrjú stærstu netþjónustufyrirtæki Bandaríkjanna skuli nú reyna að loka barnaklámssíðum. Þessi þróun er hins vegar ekki endilega eins mikið fagnaðarefni og sumir virðast halda.
Það er ekki um það að ræða að verið sé að gera fyrirtækin þrjú (Verizon, Sprint og Time Warner Cable) ábyrg fyrir efni sem þau hýsa - þetta eru ekki hýsingarfyrirtæki. Það sem er fyrst og fremst verið að loka er aðgangur að Usenet "grúppum" sem dreifa barnaklámi, en á þeirri vinsælustu (sem heitir einfaldlega "Child porn") er dreift yfir 7000 myndum á dag.
Og hvers vegna er þetta ekkert sérstakt fagnaðarefni? Fyrir því eru nokkrar ástæður.
- Í fyrsta lagi er mikið af því efni sem hér um ræðir ekki barnaklám. Af öllu því efni sem var rannsakað í 88 grúppum reyndust 11.390 myndir vera óumdeilt barnaklám - en það er aðeins lítið brot þess efnis sem verið er að loka á. Raunverulegu barnaklámi er sjaldnast dreift með opnum hætti - því grófasta er dreift milli manna í lokuðum hópum - milli manna sem gera sér fyllilega grein fyrir þeim refsingum sem fylgja því að framleiða svona efni eða hafa það undir höndum. Mikið af því efni sem hér verður lokað á er efni sem er á gráu svæði - efni sem sýnir í raun ekki börn, en gæti litið út fyrir að gera það. Þar er annars vegar um að ræða myndir af fyrirsætum sem eru orðnar 18 ára (sem er lágmarksaldurinn fyrir klámmyndir til að teljast löglegar í Bandaríkjunum) en líta út fyrir að vera yngri, eða myndir sem hefur verið breytt (t.d. í Photoshop) til að láta viðfangsefnin sýnast yngri en þau eru.
- Það er hins vegar vissulega ofbeldisfullt, raunverulegt og viðbjóðslegt barnaklám inn á milli, en sú aðgerð að loka á dreifingu tiltekinna Usenet fréttagrúppa mun í raun engin áhrif hafa á dreifingu þess. Þeir sem vilja dreifa þessu efni munu ef til vill færa sig yfir í aðrar grúppur - jafnvel stofna nýjar grúppur daglega, nú eða þá dreifa efninu einfaldlega í öðrum "saklausum" grúppum sem þegar eru til. Þeir notendur sem virkilega vilja nálgast þetta efni munu líka gera það áfram eftir öðrum leiðum, svona á sama hátt og kínverskir Falun Gong meðlimir geta nálgast efni á "lokuðum" vefsíðum eftir krókaleiðum, þrátt fyrir miklar tilraunir kínverskra aðila til að stöðva það.
- Með þessum aðgerðum er verið að stíga stórt skref í þá átt að gera netþjónustuaðila ábyrga fyrir því efni sem þau dreifa. Það eru hömlur í stjórnarskrá Bandaríkjanna á rétti hins opinbera til að beita ritskoðun, en þær hömlur eiga ekki við um einkafyrirtæki. Það hefur verið reynt að setja lög í sumum fylkjum Bandaríkjanna sem ganga í sömu átt, en þeim lögum hefur verið hnekkt á þeirri forsendu að þau standast ekki stjórnarskrá. Ef stjórnvöld geta neytt netþjónustuaðila með þvingunaraðferðum til að taka upp ritskoðun þá er í raun verið að fara á svig við stjórnarskrána, en ritskoðunin er orðin að veruleika.
- Þegar búið er að fá einkafyrirtæki til að beita ritskoðun á ákveðið efni, sem er ekki ólöglegt nema að hluta, er spurning hversu langt verði að bíða þess að fyrirtækin verði þvinguð til að ritskoða annað efni sem er stjórnvöldum ekki þóknanlegt.
- Með því að loka á Usenet grúppurnar fá stjórnmálamennirnir viðurkenningu frá almenningi sem heldur að þeir hafi gert eitthvað gagn, þegar raunveruleikinn er sá að þessar aðgerðir gera ekkert til að vinna gegn raunverulega vandamálinu - framleiðslu og dreifingu barnakláms.
Netþjónustufyrirtæki munu loka fyrir barnaklámssíður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 10. júní 2008
deCODE og önnur penny-stock fyrirtæki
deCODE er ekki eina hátæknifyrirtækið sem hefur hrapað á hlutabréfamarkaðinum, en það sem margir vita ekki er hvers vegna $1 márkið er svona mikilvægt.
Ef kaupgengi (bid price) fyrirtækis er fyrir neðan $1 30 viðskiptadaga í röð, hefst afskráningarferli af Nasdaq sjálfkrafa. Fyrirtækinu eru gefnir 180 dagar til að koma sínum málum í betra lag, en takist það ekki er það afskráð.
Einfaldasta leiðin til að koma hlutabréfaverðinu upp yfir $1 er að gera svokallað "reverse split", sem þýðir í raun að hlutabréfunum er skipt út fyrir færri, en verðmeiri bréf - heildarverðmæti bréfanna breytist ekki. Í stað þess að eiga t.d. 1000 hluti, metna á $0.7 gætu menn haft 100 hluti, metna á $7.
Slíkt "reverse split" er hins vegar litið ákaflega neikvæðum augum - túlkað sem neyðarúrræði til að halda fyrirtækinu á markaði og vísbending um að stjórnendur sjái ekki önnur ráð til að auka verðmæti bréfanna.
Önnur ráð felast í því að gera fyrirtækið áhugaverðara með því að bæta afkomu þess, eða með því að fá inn fjármagn á einhvern annan hátt. Hvort tveggja gæti hins vegar reynst nokkuð erfitt eins og markaðsaðstæður eru.
Takist ekkert af þessu er fyrirtækið afskráð af meginlista Nasdaq - orðið svokallað "penny stock" fyrirtæki. Margir fjárfestingasjóðir mega ekki eiga hluti í slíkum fyrirtækjum og neyðast þá til að selja bréfin, sem að sjálfsögðu sendir verð þeirra enn lægra. Það er áfram unnt að eiga viðskipti með bréf "penny stock" fyrirtækja, en það er erfiðara og einnig er erfiðara fyrir slík fyrirtæki að afla sér fjármagns.
Púkinn vonast til að deCODE nái að rífa sig upp úr öldudalnum, en til þess er nauðsynlegt að afkoma fyrirtækisins batni eða að góðar fréttir komi frá þeim á næstunni. Það síðarnefnda er reyndar nokkuð líklegt, þannig að fyrir þá sem fjárfesta í deCODE akkúrat núna gæti verið möguleiki á skjótfengnum gróða á næstunni. Hvort deCODE er góð fjárfesting til langframa verður tíminn að leiða í ljós.
Gengi deCODE niður fyrir 1 dal á hlut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 9. júní 2008
Billjarður, ekki billjón
Í frétt mbl.is af nýjustu ofurtölvunni er sagt að hún ráði við eina billjón skipana á sekúndu. Þetta er rangt - hún ræður við einn billjarð reikniaðgerða á sekúndu - þúsundfalt meira en fréttin segir.
Þessi tölva, sem gengur undir nafninu Roadrunner hefur afkastagetu upp á 1 PetaFLOP, eða 1.000.000.000.000.000 skipanir á sekúndu (10E15)
Röðin er svona:
- MegaFLOP - milljón aðgerðir á sekúndu)
- GigaFLOP - milljarður aðgerða (amerísk billjón)
- TeraFLOP - billjón aðgerðir (amerísk trilljón)
- PetaFLOP - billjarður aðgerða (amerísk quadrilljón)
- ExaFLOP - trilljón aðgerða (amerísk quintilljón)
- ZettaFLOP trilljarður aðgerða (amerísk setilljón)
- YottaFLOP quintilljón aðgerða (amerísk septilljón)
Heimsins hraðasta tölva kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Nokkrar smáfréttir um klám og ofbeldi
Það virðist útbreitt viðhorf í Bandaríkjunum að fólk geti beðið varanlegan andlegan skaða af því að sjá nakinn líkama og fréttin um að myndbandið frá Sigur Rós hefði verið bannað ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er þetta langt frá því að vera einsdæmi.
Nýlega kom út tölvuleikurinn "Age of Conan", sem er fjölspilunarleikur sem líkist að mörgu leyti "World of Warcraft". Það er þó einn munur - hann er ofbeldisfyllri - þar er hægt að kljúfa andstæðinga í herðar niður og sjá blóðið slettast út um allt - en hann inniheldur líka talsvert af fáklæddu kvenfólki.
Hræðilegt!
Frá Bandaríkjunum heyrðust strax kröfur um ritskoðun - það mátti til dæmis ekki undir nokkrum kringumstæðum sjást í geirvörturnar á persónum eins og Keaira, sem sést hér á myndinni.
Það bárust líka kröfur um ritskoðun úr annarri átt - í Þýskalandi var þess krafist að í leiknum væri "splattersía" - þannig að hægt væri að sía burt hluta af ofbeldinu, blóðslettunum og slíku. Þeim stóð hins vegar á sama um nektina.
Fólk skiptist nokkuð í tvo hópa, um hvort það telur hættulegra unglingum - að sjá tölvuteiknaðar geirvörtur á persónu eins og henni Keaira hér að ofan, eða að drepa endalausan straum af tölvuteiknuðu fólki á ofbeldisfullan hátt með blóðslettum, öskrum og tilheyrandi - ja, nema vinstrigrænir femínistar sem vilja sennilega banna hvort tveggja.
Önnur smáfrétt sem tengist klámi í Bandaríkjunum er hér. Sú hugmynd hefur komið upp að leysa fjárlagahalla Kaliforníu með því að leggja 25% klámskatt á klámefni framleitt í ríkinu. Málið er nefnilega að meirihluti allra klámmynda í Bandaríkjunum er framleiddur í suðurhluta Kaliforníu.
Púkinn veltir fyrir hér hvort ekki sé hér einhver smáhræsni á ferðinni.
Myndband Sigur Rósar bannað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Tölvupóstur, einfeldni og græðgi
Á hverjum degi eru sendir út milljarðar tölvupóstskeyta í þeim tilgangi að nýta sér einfeldni eða græðgi annarra í hagnaðarskyni.
Mest af þessum ruslpósti er síaður burt á sjálfvirkan hátt, en einhver hluti berst viðtakendum. Nú í dag vita flestir tölvunotendur að skeytum um auðveldan eða skjótfenginn gróða eru ekki treystandi, en þó eru alltaf einhverjir sem láta blekkjast.
Það eru engar áreiðanlegar tölur til um fjölda fórnarlambanna, því mörg þeirra kæra ekki, en ein ágiskunin er að einn af hverjum 5.000 láti glepjast - falli fyrir gylliboðum sem á endanum kosta viðkomandi sjálfan bara pening.
Allnokkrir Íslendingar munu hafa farið flatt á þessu - látið telja sér trú um að þeirra biði arfur, að þeir hefðu unnið í tölvupóstfangahappdrætti Yahoo, eða að þeir geti unnið sér inn góðan pening með því að hafa milligöngu um fjármagnsflutninga.
Einhver dæmi munu vera um það að Íslendingar hafi tapað verulegum fjárhæðum á svona svikamyllum og jafnvel ekki bara sínum eigin peningum, heldur einnig peningum vina og vandamanna sem lögðu fé í svikamylluna.
Tæknilegar lausnir eins og að sía tölvupóstinn virka hins vegar skammt, þegar raunverulega vandamálið er á milli stólsins og skjásins - og einfalt, gráðugt fólk mun væntanlega vera til meðan mannkynið er til staðar.
Varað við tölvupósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2008
Taser og réttarlæknar
Taser fyrirtækið hefur nú skorið upp herör gegn þeim réttarlæknum sem voga sér að nefna rafstuðbyssurnar sem dánarorsök þegar fólk deyr skömmu eftir að hafa verið skotið með þeim.
Það sem fyrirtækið ætlast til að sé nefnt sem dánarorsök er "excited delirium" (sjá Wikipedia grein um það hér) en sú dánarorsök er ekki viðurkennd af læknavísindunum.
Þeir réttarlæknar sem nefna byssurnar mega eiga von á málssókn, eða eins og talsmaður fyrirtækisins, Steve Tuttle, segir:
We will hold people accountable and responsible for untrue statements. If that includes medical examiners, it includes medical examiners.
Sjá nánar um málssóknirnar hér.
Fyrirtækinu hefur tekist að fá dánarorsök breytt í um 60 tilvikum þar sem fólk hefur dáið skömmu eftir að hafa fengið rafstuð úr byssunum, en fjöldi málaferla stendur enn yfir þar sem aðstandendur fórnarlamba krefja fyrirtækið um skaðabætur.
Það yrði jú afskaplega slæmt fyrir viðskiptin ef byssurnar yrðu viðurkenndar sem hættuleg vopn...þá gætu þeir jafnvel þurft að hætta að selja þær til almennings á vefnum (sjá pöntunarsíðuna hér).
Taser International gerir athugasemd við Amnesty | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |