Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Ritskoðun á Netinu

censorship3Það er ljóst að þeir Norðmenn sem standa á bak við þetta eru hreinlega fáfróðir um eðli Netsins.  Jafnvel þótt þessar hugmyndir kæmust í framkvæmd,  þá væru þær dæmdar til að mistakast.

Ástæður þess eru margvíslegar, en benda má á að þrátt fyrir að kínversk stjórnvöld hafi reynt á marga vegu að takmarka aðgang þegna sinna að "óæskilegu" efni á Netinu þá hafa menn þar fundið fjólmargar leiðir fram hjá þeim hindrunum.

Það má fá forrit sem ætluð eru til að takmarka aðgang notenda að vafasömu efni, en staðreyndin er hins vegar sú að þau virka bara ekki sem skyldi.   Annað hvort er auðvelt að komast fram hjá þeim, eða þau forrit loka á svo mikið magn efnis að ástæðulausu að notin af netsambandinu minnka verulega.

Ritskoðun er dæmd til að mistakast, og gildir þá einu hvort um er að ræða hefðbundna ritskoðun í löndum eins og Sádi-Arabíu, þar sem myndir af krossum og greinar um Ísraelsríki eru klipptar út úr þeim tölublöðum af Newsweek sem berast til landsins, nú eða þá þessar hugmyndir um ritskoðun á netinu.

Meðan eftirspurn er eftir "óæskilegu" efni munu menn finna leiðir til að nálgast það. 


mbl.is Nefnd um tölvuglæpi vill ritskoða alla netumferð í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerviblogg

Um næstu áramót ganga í gildi lög í Bretlandi sem heimila lögsókn gegn þeim sem blogga á fölskum forsendum - þykjast til að mynda vera viðskiptavinir fyrirtækja en eru í raun starfsmenn þeirra eða eigendur, í þeim tilgangi að blekkja væntanlega viðskiptavini.

Lögin munu einnig ná yfir þá sem birta ritdóma um eigin bækur, en þykjast bara vera "lesandi í Vesturbænum", eða annað því um líkt.

Nú ætla ég ekkert að fullyrða um það hversu útbreitt þetta vandamál er hérlendis, en þessi bresku lög byggja á reglugerð ESB sem væntanlega nær einnig til EES-landsins Íslands.

Munu stjórnmálamenn hér á landi setja blogglög á komandi misserum?

Nánari upplýsingar má finna hér.


Hugsanalestur - jibbí!

mind_reading-320x287Púkinn á við ákveðið vandamál að stríða.  Stundum skilur hann ekki hvað kvenpúkar eru að hugsa, þannig að hann sér ákveðna möguleika í þessari nýja hugsanalesturstækni.

Það er gott og blessað að þróa tækni til að aðstoða lamaða til að tjá sig, en sá "markaður" er bara svo lítill samanborið við þá nöguleika sem bjóðast við að leyfa karlpúkum að skilja kvenpúka.

Spurningin er hins vegar - vilja karlmenn virkilega vita hvað konur eru að hugsa?

Eða jafnvel...

Vilja konur að karlmenn viti hvað þær eru raunverulega að hugsa?


mbl.is Þróa tækni til að lesa hugann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíl í friði, Clippy

rippyClippy, litla bréfaklemman í Word, sem reyndi stöðugt að leiðbeina notendum um rétt vinnubrögð er ekki lengur á meðal okkar.

Ævi Clippy var erfið og mörkuð af mikilli gagnrýni.  Á honum dundu stöðugt frasar eins og "óþolandi afskiptasemi" og "hvers konar hálfviti heldur þessi bréfaklemma að ég sé?" en hann umbar þessa gagnrýni með jafnaðargeði og  brosti allt til síðustu stundar. Tux

Clippy átti fáa vini, en Tux, Linux mörgæsin var einn fárra sem sýndu honum skilning, enda var hlutskipti þeirra um margt svipað.

Það lýsir best því skilningsleysi sem Clippy mætti hjá yfirboðurum sínum að engar samúðarkveðjur bárust frá Bill Gates eða öðrum yfirmönnum Microsoft við fráfall hans.

Púkinn vottar aðstandendum Clippy samúð sína og veit að nú er Clippy kominn á betri stað, fjarri öllum notendaviðmótum með "Undo" og "Delete" hnöppum.


Álver - hátækni?

alcanÁ vefsíðu Alcan má lesa eftirfarandi: "Hátæknilegur og flókinn búnaður stýrir öllu framleiðsluferli álversins.  Álverið er þannig hátæknifyrirtæki."

Einmitt það já.

Samkvæmt þessu er hægt að flokka flest undir hátækni.

Videoleigan úti á horni notar hátæknilegan og flókinn búnað ril að stýra öllu sínu ferli (tölvan sem er notuð til að skrá hver hefur leigt hvaða spólu).  Hún er því hátæknifyrirtæki.

Götusóparinn sem ekur um göturnar á hátæknilegu og flóknu tæki (sem er í raun ryksuga á hjólum) er því væntanlega starfandi hjá hátæknifyrirtæki.

Hvers konar bull er þetta eiginlega?

Ef fyrirtækið þróaði sjálft þann búnað sem um ræðir, eða ef afrakstur vinnunnar væri "hátæknilegur og flókinn búnaður" þá gæti ég samþykkt að um raunverulegt hátæknifyrirtæki væri að ræða.

Það að "nota" hlutina er bara ekki nóg.  Raunveruleg hátæknifyrirtæki eru fyrirtæki eins og deCode og  Össur - fyrirtæki sem nota "hátæknilegan og flókinn búnað" til að framleiða hátækni. 

Þau framleiða líka þekkingu.  Það er lykilatriðið.  

Púkinn vill fleiri þekkingarfyrirtæki - fyrirtæki sem vinna með þekkingu og "framleiða" þekkingu.  Fyrtæki sem gera kröfur til menntunar starfsmanna - fyrirtæki sem framleiða hugvit og flytja það út.

Ætlar Alcan e.t.v. líka að halda því fram að þeir séu þekkingarfyrirtæki?


Lítur þetta út eins og sprengja?

bostonbombSprengjur eru ekki fyndnar, en Púkanum finnst broslegt að nokkur skuli hafa haldið að blikkandi ljósaskilti með mynd af teiknimyndafígúru væri sprengja.

Það þarf alveg sérstaka samsetningu af fáfræði og ofsóknarbrjálæði til að komast að þeirri niðurstöðu.

Þar sem þetta tvennt virðist því miður allt of ríkjandi í Bandaríkjunum um þessar mundir er þetta ef til vill ekki svo skrýtið eftir allt saman.

Æ, já - eins og Púkinn hefur áður sagt:

Fólk er fífl

Mikið er Púkinn stundum feginn að vera ekki mannvera, heldur bara lítið blátt kríli sem hlær að mannfólkinu.


mbl.is Framkvæmdastjóri Cartoon Network segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10% vinnudagsins í óþarfa?

Ósköp eru þeir nú gamaldags í Danmörku að líta þannig á að það sé eitthvað vandamál að 10% vinnudagsins fari í að svara símtölum og tölvupósti.

Hvað með allan þann tíma sem tölvupósturinn sparar vegna hraðari og betri upplýsingamiðlunar?

Þetta er svona dæmigerð "ekkifrétt". 

Ef rannsóknir hefðu sýnt að 10% vinnutímans færu í að blogga um persónuleg mál á vefnum, þá væri það hugsanlega frétt.

Púkinn eyðir hins vegar 100% af sínum vinnutíma á Netinu og er stoltur af því. 


mbl.is 10% vinnudagsins fer í að svara símtölum og vinnupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband