Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hekluskógar - en hvað um næsta gos?

skogræktPúkanum finnst það góðra gjalda vert að planta trjám - og reyndar hefur Púkinn í nokkur ár verið að leita sér að landskika fyrir sína frístundaskógrækt.  Hins vegar myndi Púkinn ekki vilja planta trjám í nágrenni Heklu.

Ástæðan er einföld - það er ekki spurning um hvort næsta Heklugos verði, heldur hvenær - og verði vindáttin óhagstæð er hætt við að öskufallið valdi stórtjóni á trjám - og þar færi skógræktin fyrir lítið.

Það er ekki að ástæðulausu sem þetta landsvæði er á köflum hálfgerð auðn.

Nei, Púkinn vill hola sínum trjám niður fjarri eldfjöllum. 


mbl.is Mikið að gerast hjá Heklu en þó ekki gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HPV bólusetning - er einhver ástæða til að bíða?

Það eru fleiri en Íslendingar sem ræða að taka upp skyldubólusetningu gegn HPV veirunni, sem er einn helsti áhrifavaldur leghálskrabbameins.  Eftirfarandi klausa er tekin af vef bresku krabbameinsverndarsamtakanna:

When will the vaccines be available?

The Government has annonced that from September 2008, all girls aged 12 to 13 will be routinely offered HPV vaccination.  There will also be a 2 year 'catch up' programme starting in Autumn 2009, to vaccinate girls under the age of 18.   The Scottish Executive has announced that its vaccination programme will also start in September 2008.  The vaccinations are given as 3 injections over 6 months.  The Gardasil cervical cancer vaccine was licensed for use within the European Union in September 2006. Once a drug is licensed, there is no reason in theory why doctors can't prescribe it privately.  The cost for private treatment will vary from doctor to doctor.  We are hearing reports of about £500 being charged for a course of 3 injections.

Púkinn vill ekki sjá stöðuna hér á Íslandi þróast í þá átt að þeir foreldrar sem telja sig hafa efni á, kaupi bólusetningar handa dætrum sínum, en aðrar stúlkur séu óvarðar.

Er einhver ástæða til að bíða?


mbl.is Geta lifað aukaár fyrir 1,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hiugleiðingar um þorskinn

Cod(NOAA_pic_for_index)Nú er Púkinn ekki menntaður fiskifræðingur, en honum finnst nú samt ýmislegt skrýtið við þessa umræðu um stærð þorskstofnsins - það er eins og það eina sem skipti máli um vöxt og viðgang þorsksins séu veiðar manna.  

Hvað með framboð á fæðu fyrir þorskinn og aðrar aðstæður í sjónum?

Í fréttum hefur verið fjallað um hrun sandsílastofnsins og áhrif þess á fuglastofna.  Veiðar á loðnu hafa líka áhrif á fæðuframboðið.  Hvar er umfjöllunin um þetta?

Púkinn hefur líka heyrt að þangskógar undanströndum Íslands hafi rýrnað, hvort sem um er að kenna fjölgun ígulkera eða öðrum þáttum.  Þessir þangskógar veita væntanlega seiðum skjól og ef þeir hverfa kemst minna af seiðum upp - samt eru þessar hliðar aldrei ræddar í fjölmiðlaumfjöllun.  Það er einblínt á veiðarnar og einstaka sinnum þá róun sem hefur orðið á þorskinum vegna breytinga á genatíðni - genamengi þorskstofnsins í dag er öðruvísi en það var áður.

Er ekki þörf á að horfa á fleiri atriði


mbl.is Hrygningarstofn ætti að vaxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hungur - og hræsni kaþólsku kirkjunnar

sudan_famine_7Nú vill Púkinn ekki gera lítið úr því vandamáli sem hungur er fyrir fjölda fólks út um allan heim, en honum finnst það koma úr hörðustu átt þegar páfinn krefst þess að aðrir finni lausn á vandanum.

Það eru að sjálfsögðu margar ástæður fyrir hungri - uppskerubrestur, erfiðleikar við að koma matvælum á áfangastaði, en grunnvandamálið, sem mun verða mikilvægara eftir því sem tíminn líður, er einfaldalega að það eru of margir munnar til að metta.

Mannkyninu fjölgar enn of hratt, og þeirri þróun verður að snúa við.  Offjölgun er að vísu ekki vandamál á Vesturlöndum eða í Japan og Kínverjar hafa gripið til róttækra, en nauðsynlegra aðgerða, með því að takmarka barnafjölda með harðri hendi.  Offjölgun er hins vegar vaxandi vandamál í fátækari ríkjum - og stuðlar að því til lengri tíma að þau verða enn fátækari - eftirspurn eftir mat og álagið á vistkerfið vex uns í óefni er komið.

Afleiðingarnar verður á endanum fólksfækkun vegna hungurs, farsótta, styrjalda eða - ef við erum heppin - vegna lækkandi fæðingartíðni.

Þar er komið að hlut kaþólsku kirkjunnar.  Með baráttu sinni gegn notkun getnaðarvarna hefur kirkjan beinlínis stuðlað að offjölgun hjá þeim sem síst mega við því - Púkinn er til dæmis þeirrar skoðunar að til lengri tíma litið hafi Julius Fromm (maðurinn sem fann upp smokkinn í sinni núverandi mynd) gert mannkyninu meira gagn en Móðir Theresa.

Nei, hvað ástæður hungurs varðar er kaþólska kirkjan ekki í stöðu til að gagnrýna aðra.


mbl.is Benedikt XVI: Hungur óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn mun gera yður frjálsa - eða hvað?

wikipedia-conservapediaFlestir kannast  við vefalfræðiritið Wikipedia, en þeir eru færri sem þekkja Conservapedia, sem var stofnað af bandarískum ofsatrúarmönnum, sem líkaði ekki að upplýsingar wikipedia voru ekki í samræmi við trúarskoðanir þeirra.

Conservapedia byggir á því viðhorfi að Biblían sé bókstaflega sönn frá upphafi til enda, og ef það sem stendur í Biblíunni er á einhvern hátt í mótsögn við vísindalegar niðurstöður, þá hljóta vísindin að hafa rangt fyrir sér - það eina sem hægt sé að treysta séu sögurnar af ósýnilega súperkarlinum í Biblíunni.

Conservapedia heldur líka fram ákaflega íhaldssömum viðhorfum til margra hluta - það er oft mjög forvitnilegt að bera saman umfjöllun um málefni eins og samkynhneigð hjá Wikipedia (sjá hér) og Conservapedia (sjá hér)

Það má finna margt furðulegt í Conservapedia.  'Í greininni um sögu heimsins stendur til dæmis:

There is no reliable evidence of man existing before 3500 B.C.

Þetta ætti að koma fornleifafræðingum á óvart, en biblíuleg bókstafstrú leyfir ekki að maðurinn sé eldri, svo þannig hlýtur það bara að vera, eða hvað?

Sem dæmi um þær "upplýsingar" sem finnast í Conservapedia, tók Púkinn spurninguna um uppruna kengúra:

Consistent with their view that the fossil record as a whole does not support the evolutionary position[3][4], creationists state that there is a lack of transitional fossils showing an evolutionary origin of kangaroos. Rebecca Driver writes:

The Macropod family is alleged to have evolved from either the Phalangeridae (possums) or Burramyidae (pygmy-possums)...
However, there are no fossils of animals which appear to be intermediate between possums and kangaroos.
Wabularoo naughtoni, supposed ancestor of all the macropods, was clearly a kangaroo (it greatly resembles the potoroos which dwell in Victoria’s forests). If modern kangaroos really did come from it, all this shows is the same as we see happening today, namely that kangaroos come from kangaroos, "after their kind." [5]

According to the origins theory model used by young earth creation scientists, modern kangaroos are the descendants of the two founding members of the modern kangaroo baramin that were taken aboard Noah's Ark prior to the Great Flood. It has not yet been determined by baraminologists whether kangaroos form a holobaraminwallaby, tree-kangaroo, wallaroo, pademelon and quokka, or if all these species are in fact apobaraminic or polybaraminic. with the

After the Flood, these kangaroos bred from the Ark passengers migrated to Australia. There is debate whether this migration happened over land[6] with lower sea levels during the post-flood ice age, or before the supercontinent of Pangea broke apart[7] The idea that God simply generated kangaroos into existence there is considered by most creation researchers to be contra-Biblical.

Other views on kangaroo origins include the belief of some Australian Aborigines that kangaroos were sung into existence by their ancestors during the "Dreamtime" [8][9] and the evolutionary view that kangaroos and the other marsupials evolved from a common marsupial ancestor which lived hundreds of millions of years ago.

In accordance with their worldviews, a majority of biologists regard evolution as the most likely explanation for the origin of species including the kangaroo.

Með öðrum orðum - biblíulegri bókstafstrú er hampað, og niðurstöður vísinda eru afskrifaðar sem lífsviðhorf - svona álíka rétthátt og trú ástralskra frumbyggja.

Aðstandendum Conservapedia er ekki bara uppsigað við vísindi, heldur einnig ríkjandi menntakerfi - en styðja kennslu byggða á trúarlegum grunni - væntanlega sambærilega við trúarskóla talibana, en sem dæmi um árásir þeirra á hefðbundna menntakerfið má taka þessa grein: Professor values

Þau viðhorf sem koma fram í Conservapedia eru sem betur fer framandi flestum Íslendingum, en vandamál Bandaríkjamanna er að þessi ofsatrúarviðhorf eru ekki lengur bara viðhorf lítils jaðarhóps - það eru aðilar í áhrifastöðum sem styðja þessar skoðanir leynt og ljóst og verði þeirri þróun ekki snúið við eru dökkir dagar framundan fyrir bandarískt menntakerfi.

Einkennisorð Coservapedia eru "sannleikurinn mun gera yður frjálsa", en hinn eini "sannleikur" sem þeir viðurkenna er bókstafleg túlkun á Biblíunni.  Slíkt er ekki frelsi að mati Púkans - heldur andleg blinda.  Aðstandendum Conservapedia er uppsigað við sjálfstæða hugsun - vonandi nær þeirra lífviðhorf aldrei að hafa áhrif á Íslandi.


Með heila á stærð við hnetu...

Það koma Púkanum ekki á óvart að þessi ákveðni páfagaukur skyldi tilheyra tegund grápáfa, enda eru þeir einhverjir málgefnustu og gáfuðustu fuglar sem finnast.

Rannsóknir hafa sýnt að þótt heilinn í þeim sé aðeins á stærð við valhnetu, þá geta þeir skilið fjölda orða og jafnvel svarað spurningum - ja, ef þeir nenna - því þeir hafa víst tilfinningaþroska á við tveggja ára barn og leiðist frekar auðveldlega ef tilraunin er ekki að þeirra skapi.

Einn þeirra vísindamanna sem mest hafa rannsakað greind þessara fugla er Irene Pepperberg, en í þessari grein er fjallað um rannsóknir hennar.


mbl.is Týndur páfagaukur gaf upp heimilsfang sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um útdauðar lífverur

ExtinctDodoBirdÞví hefur verið haldið fram að yfir 99% allra dýrategunda sem hafa verið uppi á jörðinni hafi dáið út.

Það sem er sérstakt við þann fjölda lífvera sem er að deyja út nú um þessar mundir er að maðurinn ber beint eða óbeint ábyrgð á stöðunni.  Hins vegar er ekki enn um neitt met að ræða.

Við lok krítartímans (fyrir um 65 milljónum ára) er áætlað að um 50% allra tegunda hafi dáið út.  Við nutum á vissan hátt góðs af því, því meðal þeirra tegunda sem lifðu af voru lítil loðin spendýr, sem um 12 milljón kynslóðum síðar áttu eftir að verða forfeður (og formæður manna).  Sennilegasta skýring þessa atburðar er talinn árekstur stórs loftsteins við jörðina, á þeim stað sem Yucatanskagi í Mexico er nú.

Þetta hverfur hins vegar í skuggann af atburðum sem áttu sér stað fyrir um 251 milljón ára síðan, í lok Permian-tímabilsins, en þá er áætlað að 70% allra tegunda á landi og 96% allra tegunda í sjó hafi dáið út.  Ástæður þessa eru ekki þekktar með vissu, en sennilegt er að eldgos í Síberíu (stærsta eldgos síðustu 500 milljón árin) eigi hlut að máli, en einnig virðist sem súrefnisskortur í hafinu hafi átt hlut að máli.

Hvað um það - mannkynið hefur aðeins verið uppi í 100.000-200.000 ár og meðal líftími spendýrategunda á jörðinni er ekki nema um ein milljón ára.  Kakkalakkarnir hafa hins vegar verið á jörðinni í 300 milljón ár og verða hér sjálfsagt áfram þótt mannkynið útrými sjálfu sér.


mbl.is Skordýr í hitabeltislöndum gætu dáið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þennan dag árið 2349 f. Kr.....

araratSamkvæmt James Ussher, fyrrverandi erkibiskup írsku kirkjunnar, var 5. maí árið 2349 f.Kr. dagurinn þegar örkin hans Nóa strandaði á Ararat fjallinu.  Hann lét ekki smávægileg vandamál eins og umrætt flóð átti sér aldrei stað og að örkin var aldrei til (a.m.k. ekki eins og lýst er í Genesis) hindra sig.

Enn í dag er ótrúlegur fjöldi manna (flestir í Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem trúarskoðanir eru taldar jafngildar sannleika) sem trúir því að þetta flóð hafi átt sér stað og að leifar af örkinni megi finna á Ararat.  Svikahrappinum Ron Wyatt tókst til dæmis að telja fjölda manna trú um að hann hefði fundið leifar af örkinni nálægt Doğubeyazıt í Tyrklandi.

Fyrir tilviljun er 5. maí líka dagurinn sem John T. Scopes var handtekinn fyrir að kenna þróunarkenninguna í Tennessee, árið 1925 en lögin sem hann var sakfelldur fyrir að brjóta voru ekki felld úr gildi fyrr en 1967.


Elsta tré í heimi ... eða hvað?

oldesttreeÞessi frétt um að í Dölunum í Svíþjóð sé 10.000 ára gamalt tré er athygliverð, en því miður ekki algerlega nákvæm.  Það tré sem hér um ræðir (og sjá má hér á myndinni) er í rauninni ekki nema nokkurra alda gamalt.  Það er hins vegar klóni af eldra tré sem óx á sama stað, sem aftur er klóni af enn eldra tré og þannig áfram (eða aftur á bak) ein 10.000 ár eða svo.

Í jarðveginum kringum tréð fundust leifar af gömlum greinum og könglum sem voru annars vegar aldursgreindir með hefðbundinni kolefnisgreiningu en hins vegar DNA-greindir til að fá það staðfest að um klóna af sömu lífverunni væri að ræða.

Það sem þessi rannsókn sýndi er í raun að fura hefur numið land á þessum stað skömmu eftir að síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk og klónar af sömu plöntu hafa lifað þar allan þann tíma.

"Bristlecone Pine" tré nokkurt í Bandaríkjunum telst vera 4768 ára, en það er aldur sem mætti staðfesta með beinni talningu árhringja - sænska tréð sem slíkt er ekki nema nokkur hundruð ára samkvæmt sömu aðferð, en fréttin hér er sú að það sé klóni af lífveru sem hefur lifað á sama stað í 10.000 ár.

Tengt þessu eru aldursgreiningar sem byggja á trjáhringarannsóknum, en þar sem þeir eru oft misþykkir eftir árferði, má byggja upp mælikvarða til að tímasetja gamlar viðarleifar - með þeirri aðferð hafa menn getað notað leifar af furum frá suðurhluta Þýskalands til að komast um 12400 ár aftur á bak.


mbl.is Elsta tréð er sænskt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skakki turninn - vísindi, trúmál og fleira

skakki0801Tímaritið Skakki turninn datt inn um lúguna hjá Púkanum nú nýlega en eftir lesturinn velti Púkinn því fyrir sér hvers vegna engir íslenskir öfgatrúmenn skuli hafa ráðist á blaðið og reynt að rakka það niður.

Blaðið er gott, engin spurning um það - svipar til blöndu af tímaritunum Sagan Öll og Lifandi Vísindi. Það tekur mjög einarða afstöðu með vísindum og rökhyggju gegn trúarfáfræði og lætur sér ekki nægja auðveld skotmörk eins og Mormónatrú, Vísindakirkjuna og Nýalsstefnu Helga Pjeturs, heldur fjallar ein athygliverðasta greinin um YHWH/Jahveh/Jehóva, guð Gamla testamentisins og hvernig hann leggur blessun sína yfir fjöldamorð, þjóðernishreinsanir og kynbundið ofbeldi.

Þessi grein er holl lesning þeim sem vilja meina að guð gamla testamentisins og þess nýja sé ein og sama fígúran - en Púkanum finnst alltaf jafn merkilegt að einhverjir skuli beinlínis hlakka til þess að eyða eilífðinni í samvistum við ósýnilegan súperkarl sem hegðar sér  eins og geðsjúkur fjöldamorðingi.   Verði þeim að góðu.

Í tímaritinu er líka fjöldi annarra greina um áhugaverð málefni og vill Púkinn sannarlega mæla með þessu blaði fyrir allt hugsandi fólk.

---

Þar sem Púkinn er á leiðinni í sólina á Kanaríeyjum, mun verða hlé á hans púkalegu skrifum næstu tvær vikurnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband