Færsluflokkur: Bækur

Ættfræðisetur íslands?

orgEins og Púkinn hefur minnst á áður, þá hefur hann áhuga á ættfræði.   Honum þótti því athyglivert að heyra af hugmyndum um stofnun Ættfræðiseturs Íslands.

Það má deila um það hvort þetta sé of stórt nafn á litla stofnun og hvort fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir þessu, en miðað við þær umtalsverðu fjárhæðir sem Vesturfarasetrið á Hofsósi fékk, þá kæmi það Púkanum ekki á óvart þó þessar hugmyndir myndu ganga upp.

Á meðan er Íslendingabók opin almenningi endurgjaldslaust, en hefur neyðst til að segja upp meirihluta starfsmanna sinna, þannig að starfsemin er nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.


Burt með bókabúðir - inn með spilavíti!

one-armed-banditNú er illa komið fyrir þjóðinni sem einu sinni kallaði sig "bókaþjóð".

Bókabúðin við Hlemm leggur upp  laupana og í stað hennar kemur stækkað og endurbætt spilavíti.

Hvað segir þetta um þróun íslensks þjóðfélags?

Íslendingar gefa jú enn hverjir öðrum mikið af bókum í jólagjafir - það er sterk hefð fyrir þeirri tegund "harðra pakka", en er bókalestur að öðru leyti ekki að dragast saman - sérstaklega meðal yngra fólks?  Það er í sjálfu sér ekki skrýtið, það er svo miklu meira framboð af annars konar afþreyingarefni en fyrir nokkrum áratugum - fleiri sjónvarpsrásir og  tölvuleikir til dæmis.  Púkinn fær ekki betur séð en að bókamenning íslendinga sé á undanhaldi...því miður.

Spilavítin eru að sjálfsögðu önnur tegund afreyingar - afþreying sem sem beint er til heimskingja og fíkla.  Það eru sjálfsagt einhverjir aðrir sem detta inn einstöku sinnum, en "fastakúnnarnir", þeir sem halda uppi rekstrinum eru annað hvort of heimskir til að átta sig á tilgangsleysi þess að henda peningunum svona frá sér, nú eða þá orðnir of háðir spilafíkninni til að geta hætt.

Það er skoðun Púkans að það ætti að loka þessum stöðum, ekki stækka þá.


mbl.is Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Voting for dummies"

votingNú eru 20 ár síðan Púkinn taldi sig fyrst skilja kosningalöggjöfina.  Það var þá verið að hræra í kosningalögunum, færa einhverja þröskulda upp og niður og hnika til tölum þangað til allar voru sæmilega ánægðir.

Allir hverjir?  Jú - fyrst og fremst sitjandi þingmenn - það mátti nefnilega ekki breyta lögunum þannig að menn sem "áttu" sín þingsæti myndu detta út.

Púkinn kom ásamt öðrum að gerð forrits á þessum tíma sem reiknaði út hvernig lögin myndu virka, miðað við tilteknar atkvæðatölur.  Það var að vísu eitt vandamál við þá forritun - það hefði getað gerst að forritið lenti í endalausri lykkju og ekki væri hægt að úthluta öllum þingsætunum.  Lögin voru einfaldlega ekki rökrétt, en það er jú ein versta martröð forritara að þurfa að forrita órökrétta hluti.

"Flakkaranum" var síðan bætt við og ætti það að hafa leyst fyrrnefnt vandamál, en kosningalögin eru í dag þannig að Púkinn leyfir sér að efast um að þeir séu margir sem raunverulega skilji þau.

Æ, já - bókin sem myndin er af hér til hliðar er víst ekki til, en stundum finnst Púkanum hann þurfa á slíkri bók að halda.


Prestur stelur kirkju - og skrifar bók

radicÞað eru ekki bara harðir trúleysingjar sem tala um presta sem svikahrappa - það gera einnig sóknarbörn First Congregational Church í bænum Ripon í Kaliforníu.

Séra Randall Radic falsaði skjöl sem gáfu honum eignarhald yfir kirkjunni og prestsetrinu og fékk fjórtán milljón króna lán út á það.  Síðan seldi hann eignirnar fyrir rúmar 35 milljónir króna.

Peningana notaði hann síðan meðal annars til að kaupa sér nýjan BMW.

Presturinn sat inni í sex mánuði, en er nú laus og stefnir að því að gefa út bók um málið.  Hann segist hafa gert tæknileg mistök, en í ófullkomum heimi geri menn ófullkomna hluti.

Söfnuðurinn hefur náð kirkjunni aftur, en málaferli standa enn yfir vegna prestsetursins.  Nýi presturinn þeirra býr á meðan í hjólhýsi. 

Bók prestsins má finna hér en von er á fleiri bókum frá honum, þar á meðal væntanlegri metsölubók um svikamálið.  Púkinn mælir ekki með þessum bókum undir nokkrum kringumstæðum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband