"Voting for dummies"

votingNú eru 20 ár síðan Púkinn taldi sig fyrst skilja kosningalöggjöfina.  Það var þá verið að hræra í kosningalögunum, færa einhverja þröskulda upp og niður og hnika til tölum þangað til allar voru sæmilega ánægðir.

Allir hverjir?  Jú - fyrst og fremst sitjandi þingmenn - það mátti nefnilega ekki breyta lögunum þannig að menn sem "áttu" sín þingsæti myndu detta út.

Púkinn kom ásamt öðrum að gerð forrits á þessum tíma sem reiknaði út hvernig lögin myndu virka, miðað við tilteknar atkvæðatölur.  Það var að vísu eitt vandamál við þá forritun - það hefði getað gerst að forritið lenti í endalausri lykkju og ekki væri hægt að úthluta öllum þingsætunum.  Lögin voru einfaldlega ekki rökrétt, en það er jú ein versta martröð forritara að þurfa að forrita órökrétta hluti.

"Flakkaranum" var síðan bætt við og ætti það að hafa leyst fyrrnefnt vandamál, en kosningalögin eru í dag þannig að Púkinn leyfir sér að efast um að þeir séu margir sem raunverulega skilji þau.

Æ, já - bókin sem myndin er af hér til hliðar er víst ekki til, en stundum finnst Púkanum hann þurfa á slíkri bók að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ég hef starfað við að forrita skv. lögum þegar ég bý til reiknireglur sem ákveða hvað fólk skuli fá í laun út frá unnum tímum.

Ég get vitnað um að það eru mótsagnir í mannlegum reglugerðum, sem finnast ekki fyrr en einhverf augu tölvunnar byrja að rýna.

Í framhaldi af því ályktaði ég, að sennilega ætti eitt námskeið í tölvunarfræði og rökfræði að vera skylda fyrir lögfræðinga.

Kári Harðarson, 8.3.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband