Færsluflokkur: Ferðalög

Spænska eyðimörkin

topless2006Púkinn er hrifinn af Spáni, spænskum mat og því sem fylgir ferðum á spænskar sólarstrendur.  Hins vergar er ekki hjá því komist að hugleiða hvaða áhrif umrædd hitastigshækkun muni hafa á spænskan ferðamannaiðnað.  

Munu ferðamenn flýja Spán?  Verða sólarstrendur framtíðarinnar á Englandi og Danmörku? Munu Spánverjar sjálfir flýja hitasvækju hásumarsins og fara til Íslands?

Myndast markaðstækifæri til að selja grilluðum Spánverjum jöklaferðir um hásumarið, svo þeir geti kælt sig aðeins niður - meðan eitthvað er eftir af íslensku jöklunum að minnsta kosti?


mbl.is Spá fjögurra til sjö gráðu hækkun hitastigs á Spáni á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mile high club" ?

Flugvélasalaerni eru nú ekki sérlega rúmgóð og Púkinn á bágt með að ímynda sér að það geti verið þægilegt að athafna sig þar með öðrum aðila.

Sem betur fer eru sérstakar flugferðir í boði frá aðilum eins og þessum fyrir pör sem hafa áhuga á að njóta hvors annars í háloftunum á þægilegri hátt.

Fólk getur jafnvel bókað ferð þar sem það fær í lokin vottorð um að það sé fullgildir meðlimir hins svokallaða "Mile high club".

Sá sem var upphafsmaður þessa var Lawrence Sperry, árið 1916, sem er einnig þekktur sem uppfinningamaðurinn sem fann upp sjalfstýringuna (autopilot) fyrir flugvélar. Það er að sjálfsögðu mjög skiljanlegt, þar sem hann var gjarnan upptekinn við annað meðan á flugi stóð.


mbl.is Fiennes og flugfreyja í háloftahneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband